Heilbrigð skref Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 23. apríl 2020 08:00 Það hefur mætt mikið á heilbrigðiskerfinu og starfsfólki þar í faraldrinum sem við göngum í gegnum. Á hverjum degi heyrum við sögur af óeigingjörnu starfi heilbrigðisstarfsfólks, bæði þeirra sem voru í föstu starfi fyrir og einnig bakvarða. Framan af mikið álag í heilsugæslunni við sýnatökur við erfiðar aðstæður og undanfarnar vikur á almennum deildum og gjörgæslum. Álagið mun síðan aukast á fleiri sviðum, heilsugæslan mun aftur fá aukningu ef að líkum lætur og líkt og í hruninu er líklegt að álag á geðheilbrigðisþjónustu aukist. Aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar númer tvö kemur til móts við þessar staðreyndir. Horft er sérstaklega til þeirra hluta heilbrigðiskerfisins sem hafa verið undir mestu beinu álagi vegna COVID með sérstöku framlagi til starfsfólks. Þannig sýna stjórnvöld í verki að framlag þessa starfsfólks í baráttunni skiptir máli. Áfram mun reyna verulega á innviði heilbrigðiskerfisins. Þá mun einnig hjálpa sú stefna sem tekin var í upphafi kjörtímabilsins að bæta verulega í innviði og rekstur heilbrigðisþjónustu. Í pakkanum er einnig horft fram á veginn og bætt verulega í þá þætti sem snúa að geðheilbrigði. Þannig er veitt auknu fé til sálfræðiþjónustu á heilsugæslustöðvum sem fyrsta stigs þjónustu, og einnig settir fjármunir í að styrkja geðlæknaþjónustu og geðheilbrigðisteymin í öllum heilbrigðisumdæmum. Áherslan sem hér birtist á geðheilbrigðismál er ekki gisk út í loftið heldur byggð á reynslu, bæði af síðustu kreppu og þeim skilaboðum sem þegar hafa komið í tengslum við faraldurinn. Það er algerlega ljóst að enn eiga eftir að koma upp þættir í þessum faraldri sem enginn sá fyrir. Við vitum ekki hvernig spilast úr þegar við losum um samkomubann, við vitum ekki hvernig staðan breytist þegar við byrjum að hreyfa okkur meira um landið, koma meira saman. Aðgerðir stjórnvalda nú taka mið af því. Hér er ekki verið að setja fram neina lokalausn, heldur skynsamlegt skref. Næstu skref munu svo ráðast af því hvernig faraldurinn þróast í vor og í sumar. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Heilbrigðismál Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Það hefur mætt mikið á heilbrigðiskerfinu og starfsfólki þar í faraldrinum sem við göngum í gegnum. Á hverjum degi heyrum við sögur af óeigingjörnu starfi heilbrigðisstarfsfólks, bæði þeirra sem voru í föstu starfi fyrir og einnig bakvarða. Framan af mikið álag í heilsugæslunni við sýnatökur við erfiðar aðstæður og undanfarnar vikur á almennum deildum og gjörgæslum. Álagið mun síðan aukast á fleiri sviðum, heilsugæslan mun aftur fá aukningu ef að líkum lætur og líkt og í hruninu er líklegt að álag á geðheilbrigðisþjónustu aukist. Aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar númer tvö kemur til móts við þessar staðreyndir. Horft er sérstaklega til þeirra hluta heilbrigðiskerfisins sem hafa verið undir mestu beinu álagi vegna COVID með sérstöku framlagi til starfsfólks. Þannig sýna stjórnvöld í verki að framlag þessa starfsfólks í baráttunni skiptir máli. Áfram mun reyna verulega á innviði heilbrigðiskerfisins. Þá mun einnig hjálpa sú stefna sem tekin var í upphafi kjörtímabilsins að bæta verulega í innviði og rekstur heilbrigðisþjónustu. Í pakkanum er einnig horft fram á veginn og bætt verulega í þá þætti sem snúa að geðheilbrigði. Þannig er veitt auknu fé til sálfræðiþjónustu á heilsugæslustöðvum sem fyrsta stigs þjónustu, og einnig settir fjármunir í að styrkja geðlæknaþjónustu og geðheilbrigðisteymin í öllum heilbrigðisumdæmum. Áherslan sem hér birtist á geðheilbrigðismál er ekki gisk út í loftið heldur byggð á reynslu, bæði af síðustu kreppu og þeim skilaboðum sem þegar hafa komið í tengslum við faraldurinn. Það er algerlega ljóst að enn eiga eftir að koma upp þættir í þessum faraldri sem enginn sá fyrir. Við vitum ekki hvernig spilast úr þegar við losum um samkomubann, við vitum ekki hvernig staðan breytist þegar við byrjum að hreyfa okkur meira um landið, koma meira saman. Aðgerðir stjórnvalda nú taka mið af því. Hér er ekki verið að setja fram neina lokalausn, heldur skynsamlegt skref. Næstu skref munu svo ráðast af því hvernig faraldurinn þróast í vor og í sumar. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar