Saka íslenskan karlmann um morð á Flórída Kjartan Kjartansson skrifar 22. apríl 2020 12:47 Lögreglubíll á Flórída. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki. Vísir/Getty Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn og sakaður um morð í Pensacola á Flórída í Bandaríkjunum á mánudag. Maðurinn er sagður hafa skotið gest á heimili hans til bana. Hann er nú vistaður í Escambia-fangelsinu í Pensacola. Lík fórnarlambsins fannst á aðfaranótt mánudags og var með skotsár á hálsinum, að því er segir í frétt staðarmiðilsins Pensacola News Journal. Fórnarlambið var 32 ára gamall karlmaður sem var gestkomandi. Íslenski maðurinn, sem er 28 ára gamall, er sagður hafa tilkynnt lögreglu um að fórnarlambið hefði framið sjálfsvíg á aðfaranótt mánudags. Framburður tveggja vitna hafi þó leitt lögreglu að þeirri ályktun að íslenski maðurinn hafi orðið valdur að dauða hans. Annað vitni haldi því fram að mennirnir tveir hafi rifist fyrir utan heimili þess íslenska. Hann hafi þá tekið upp skotvopn. Maðurinn sem var gestkomandi hafi gengið inn í húsið og sá íslenski á eftir. Skömmu síðar hafi byssuhvellur heyrst. Vitnið fann fórnarlambið látið inni í húsinu eftir að skotið heyrðist. Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins segist ekki hafa fengið neina beiðni um aðstoð vegna málsins. Samkvæmt því sem Vísir kemst næst er karlmaðurinn sem var handtekinn og sakaður um morð íslenskur en virðist hafa búið í Bandaríkjunum með íslenskum föður sínum um lengri tíma. Bandaríkin Lögreglumál Íslendingar erlendis Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Sjá meira
Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn og sakaður um morð í Pensacola á Flórída í Bandaríkjunum á mánudag. Maðurinn er sagður hafa skotið gest á heimili hans til bana. Hann er nú vistaður í Escambia-fangelsinu í Pensacola. Lík fórnarlambsins fannst á aðfaranótt mánudags og var með skotsár á hálsinum, að því er segir í frétt staðarmiðilsins Pensacola News Journal. Fórnarlambið var 32 ára gamall karlmaður sem var gestkomandi. Íslenski maðurinn, sem er 28 ára gamall, er sagður hafa tilkynnt lögreglu um að fórnarlambið hefði framið sjálfsvíg á aðfaranótt mánudags. Framburður tveggja vitna hafi þó leitt lögreglu að þeirri ályktun að íslenski maðurinn hafi orðið valdur að dauða hans. Annað vitni haldi því fram að mennirnir tveir hafi rifist fyrir utan heimili þess íslenska. Hann hafi þá tekið upp skotvopn. Maðurinn sem var gestkomandi hafi gengið inn í húsið og sá íslenski á eftir. Skömmu síðar hafi byssuhvellur heyrst. Vitnið fann fórnarlambið látið inni í húsinu eftir að skotið heyrðist. Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins segist ekki hafa fengið neina beiðni um aðstoð vegna málsins. Samkvæmt því sem Vísir kemst næst er karlmaðurinn sem var handtekinn og sakaður um morð íslenskur en virðist hafa búið í Bandaríkjunum með íslenskum föður sínum um lengri tíma.
Bandaríkin Lögreglumál Íslendingar erlendis Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Sjá meira