Ekki hægt að rekja neinar ferðir notenda Vivaldi vafrans Rakel Sveinsdóttir skrifar 22. apríl 2020 16:00 Hópmynd af starfsfólki Vivaldi við starfstöð félagsins í Bandaríkjunum en Vivaldi tilkynnti um eina stærstu uppfærslu vafrans í dag frá stofnun. Vísir/Aðsent „Um leið og við siglum saman í gegnum erfiða tíma og milljónir manna um heim allan eru að vinna heima hjá sér, gegnir vafrinn lykilhlutverki,“ er haft eftir Jóni von Tetchner stofnanda og forstjóra Vivaldi vafrans í fréttatilkynningu frá Vivaldi í dag. Þar segir frá einni stærstu uppfærslu vafrans frá upphafi en hún felur meðal annars í sér vernd fyrir notendur frá rekjurum (e.trackers). Höfuðstöðvar Vivaldi eru í Osló en fyrirtækið er einnig með starfsstöð á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi og í Boston í Bandaríkjunum. Vivaldi vafrinn hefur haft þá sérstöðu að rekja ekki ferðir notenda sinna um veraldarvefinn. Það sem uppfærsla vafrans í dag þýðir er að lokað verður á aðra rekjara líka, þ.e. nýja rekjaravörnin ver notendum fyrir því að aðrir geti rakið ferðir notenda og safnað um þá upplýsingar. „Nú sem aldrei fyrr þarfnast mannkynið vafra sem er opinn og virkar vel en er líka öruggur og veitir notendum friðhelgi. Með nýja Vivaldi vafranum geta notendur vafrað og nýtt sér ótal eiginleika hans hratt og örugglega án þess að ferðir þeirra séu raktar á netinu,“ er jafnframt haft eftir Jóni í tilkynningu um uppfærslu vafrans. Þar segir einnig að í dag gefi Vivaldi út nýja útgáfu fyrir Android síma sem sögð er stútfull af nýjum eiginleikum, s.s. innbyggðum auglýsingavörnum og rekjaravörnum. Innbyggða auglýsingavörn Vivaldi lokar á óviðeigandi og ágengar auglýsingar án þess að notendur vafrans þurfi til þess að hlaða niður sérstökum viðbótum. Markmiðið með þessu sé að auka á friðhelgi notenda. Af öðrum nýjungum sem fylgja uppfærslunni í dag eru lyklaborðsflýtilyklar sem gera það að verkum að notendur þurfa mun minna á því að halda að nota músina til að ferðast um síðu. Nánar má lesa um uppfærslu vafrans hér. Tækni Nýsköpun Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Sjá meira
„Um leið og við siglum saman í gegnum erfiða tíma og milljónir manna um heim allan eru að vinna heima hjá sér, gegnir vafrinn lykilhlutverki,“ er haft eftir Jóni von Tetchner stofnanda og forstjóra Vivaldi vafrans í fréttatilkynningu frá Vivaldi í dag. Þar segir frá einni stærstu uppfærslu vafrans frá upphafi en hún felur meðal annars í sér vernd fyrir notendur frá rekjurum (e.trackers). Höfuðstöðvar Vivaldi eru í Osló en fyrirtækið er einnig með starfsstöð á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi og í Boston í Bandaríkjunum. Vivaldi vafrinn hefur haft þá sérstöðu að rekja ekki ferðir notenda sinna um veraldarvefinn. Það sem uppfærsla vafrans í dag þýðir er að lokað verður á aðra rekjara líka, þ.e. nýja rekjaravörnin ver notendum fyrir því að aðrir geti rakið ferðir notenda og safnað um þá upplýsingar. „Nú sem aldrei fyrr þarfnast mannkynið vafra sem er opinn og virkar vel en er líka öruggur og veitir notendum friðhelgi. Með nýja Vivaldi vafranum geta notendur vafrað og nýtt sér ótal eiginleika hans hratt og örugglega án þess að ferðir þeirra séu raktar á netinu,“ er jafnframt haft eftir Jóni í tilkynningu um uppfærslu vafrans. Þar segir einnig að í dag gefi Vivaldi út nýja útgáfu fyrir Android síma sem sögð er stútfull af nýjum eiginleikum, s.s. innbyggðum auglýsingavörnum og rekjaravörnum. Innbyggða auglýsingavörn Vivaldi lokar á óviðeigandi og ágengar auglýsingar án þess að notendur vafrans þurfi til þess að hlaða niður sérstökum viðbótum. Markmiðið með þessu sé að auka á friðhelgi notenda. Af öðrum nýjungum sem fylgja uppfærslunni í dag eru lyklaborðsflýtilyklar sem gera það að verkum að notendur þurfa mun minna á því að halda að nota músina til að ferðast um síðu. Nánar má lesa um uppfærslu vafrans hér.
Tækni Nýsköpun Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Sjá meira