Tímabilið í Austurríki flautað af og Guðmundur Hólmar líklega á heimleið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. apríl 2020 14:00 Guðmundur Hólmar (nr. 8) lék með WestWien í tvö ár. vísir/getty Handboltatímabilið í Austurríki hefur verið blásið af vegna kórónuveirufaraldursins. Ekkert lið verður meistari, engin lið falla og engin lið fara upp um deild. Guðmundur Hólmar Helgason er eini Íslendingurinn sem leikur í Austurríki, með WestWien í höfuðborginni. Samningur hans við félagið er að renna út og ljóst að hann hefur leikið sinn síðasta leik í búningi WestWien. Í samtali við Vísi í dag sagði Guðmundur að ákvörðun austurríska handknattleikssambandsins að hætta keppni hafi ekki komið sér á óvart. „Það eru þrjár vikur síðan við hættum skipulögðum æfingum saman. Maður sá ekki hvernig þeir ætluðu að gera þetta öðruvísi en svona. Kannski að klára úrslitakeppnina seinna en svo sáu menn hvernig þessi veira þróaðist og það var ekkert annað í spilunum en gera þetta svona,“ sagði Guðmundur. Fjölskylda Guðmundar heldur sig heima þessa dagana en samkomubann er í gildi í Austurríki. „Hjá okkur, nálægt Vín, er búið að loka skólum. Þeir eru aðeins búnir að herða þetta. Ef þú ferð í matvörubúð eða meðal almennings þarftu að vera með grímu. Samkomubannið hérna miðast við fimm manns. Ég á tvo stráka og við feðgarnir erum ansi góðir hérna heima og frúin nær að vinna,“ sagði Guðmundur. Guðmundur Hólmar tekur á Spánverjanum Raúl Entrerríos í leik á HM 2017 í Frakklandi.vísir/getty Þegar keppni var hætt átti WestWien fjóra leiki eftir í austurrísku úrvalsdeildinni auk úrslitakeppninnar. Liðið var hins vegar dottið úr leik í bikarkeppninni. „Við höfðum bara tapað einum leik eftir áramót og það var í bikarnum. Við vorum taplausir í deildinni og það var ágætis gangur í þessu. Þetta er súrt en ekkert við þessu að segja. Svo bjóst maður alveg við þessu,“ sagði Guðmundur. Á síðasta tímabili voru fjórir Íslendingar bara hjá WestWien; Guðmundur, Ólafur Bjarki Ragnarsson, Viggó Kristjánsson og þjálfarinn Hannes Jón Jónsson sem var látinn taka pokann sinn um mitt tímabil. „Þetta var skammlíf Íslendinganýlenda. Þeir létu Hannes fara um áramótin og menn voru ekki sáttir við þá ákvörðun enda var árangurinn þokkalegur og tímabilið bara hálfnað,“ sagði Guðmundur en Viggó fór til Þýskalands eftir síðasta tímabil og Ólafur Bjarki kom aftur heim og gekk í raðir Stjörnunnar. Guðmundur Hólmar í loftköstum.vísir/getty Eins og áður sagði verður Guðmundur ekki áfram hjá WestWien og hann er nú í leit að nýju liði. Góðar líkur eru á hann leiki í Olís-deildinni á næsta tímabili. „Við erum að skoða þetta. Maður vill ekki vera kvarta yfir sínum málum þegar ástandið er svona í heiminum en þessi mál fóru á ís þegar veiran fór á flug. Við ætlum bara að bíða og sjá en megum ekki gera það of lengi,“ sagði Guðmundur. „Konan er að vinna heima fyrir íslenskt fyrirtæki. Við erum alvarlega að skoða að fara heim.“ Guðmundur segist hafa verið í viðræðum við annað lið í Austurríki en það mál sé á ís eins og er. „Það er ekki komið endanlegt svar frá þeim eða ákvörðun frá okkur,“ sagði Akureyringurinn. Aðspurður segir hann líklegra en ekki að hann spili heima á næsta tímabili. „Ætli það séu ekki meiri líkur en minni.“ Guðmundur hefur verið í atvinnumennsku undanfarin fjögur ár. Fyrstu tvö árin lék hann með Cesson-Rennes í Frakklandi en gekk svo raðir WestWien 2018. Hér heima lék Guðmundur með Val og Akureyri. Handbolti Austurríki Mest lesið Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans Handbolti Ernirnir flugu hátt í Super Bowl og rassskelltu meistarana Sport Mikil sorg í hnefaleikasamfélaginu eftir óvænt andlát Sport Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni Fótbolti Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl Fótbolti Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum Enski boltinn Hneyksli í Tyrklandi: Fóru heim í fýlu yfir víti Fótbolti Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Enski boltinn Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Enski boltinn Unnu Super Bowl á afmælisdaginn Sport Fleiri fréttir Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans KA skellti í lás í seinni hálfleik og fór með sigur úr Skógarselinu Andri Már markahæstur í svekkjandi tapi Ásgeir Jónsson vill verða varaformaður HSÍ Jón Halldórsson fyrstur í framboð til formanns HSÍ Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ „Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik“ Eyjamenn í undanúrslit eftir vítakastkeppni Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Valskonur tóku ÍBV í kennslustund HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Sjá meira
Handboltatímabilið í Austurríki hefur verið blásið af vegna kórónuveirufaraldursins. Ekkert lið verður meistari, engin lið falla og engin lið fara upp um deild. Guðmundur Hólmar Helgason er eini Íslendingurinn sem leikur í Austurríki, með WestWien í höfuðborginni. Samningur hans við félagið er að renna út og ljóst að hann hefur leikið sinn síðasta leik í búningi WestWien. Í samtali við Vísi í dag sagði Guðmundur að ákvörðun austurríska handknattleikssambandsins að hætta keppni hafi ekki komið sér á óvart. „Það eru þrjár vikur síðan við hættum skipulögðum æfingum saman. Maður sá ekki hvernig þeir ætluðu að gera þetta öðruvísi en svona. Kannski að klára úrslitakeppnina seinna en svo sáu menn hvernig þessi veira þróaðist og það var ekkert annað í spilunum en gera þetta svona,“ sagði Guðmundur. Fjölskylda Guðmundar heldur sig heima þessa dagana en samkomubann er í gildi í Austurríki. „Hjá okkur, nálægt Vín, er búið að loka skólum. Þeir eru aðeins búnir að herða þetta. Ef þú ferð í matvörubúð eða meðal almennings þarftu að vera með grímu. Samkomubannið hérna miðast við fimm manns. Ég á tvo stráka og við feðgarnir erum ansi góðir hérna heima og frúin nær að vinna,“ sagði Guðmundur. Guðmundur Hólmar tekur á Spánverjanum Raúl Entrerríos í leik á HM 2017 í Frakklandi.vísir/getty Þegar keppni var hætt átti WestWien fjóra leiki eftir í austurrísku úrvalsdeildinni auk úrslitakeppninnar. Liðið var hins vegar dottið úr leik í bikarkeppninni. „Við höfðum bara tapað einum leik eftir áramót og það var í bikarnum. Við vorum taplausir í deildinni og það var ágætis gangur í þessu. Þetta er súrt en ekkert við þessu að segja. Svo bjóst maður alveg við þessu,“ sagði Guðmundur. Á síðasta tímabili voru fjórir Íslendingar bara hjá WestWien; Guðmundur, Ólafur Bjarki Ragnarsson, Viggó Kristjánsson og þjálfarinn Hannes Jón Jónsson sem var látinn taka pokann sinn um mitt tímabil. „Þetta var skammlíf Íslendinganýlenda. Þeir létu Hannes fara um áramótin og menn voru ekki sáttir við þá ákvörðun enda var árangurinn þokkalegur og tímabilið bara hálfnað,“ sagði Guðmundur en Viggó fór til Þýskalands eftir síðasta tímabil og Ólafur Bjarki kom aftur heim og gekk í raðir Stjörnunnar. Guðmundur Hólmar í loftköstum.vísir/getty Eins og áður sagði verður Guðmundur ekki áfram hjá WestWien og hann er nú í leit að nýju liði. Góðar líkur eru á hann leiki í Olís-deildinni á næsta tímabili. „Við erum að skoða þetta. Maður vill ekki vera kvarta yfir sínum málum þegar ástandið er svona í heiminum en þessi mál fóru á ís þegar veiran fór á flug. Við ætlum bara að bíða og sjá en megum ekki gera það of lengi,“ sagði Guðmundur. „Konan er að vinna heima fyrir íslenskt fyrirtæki. Við erum alvarlega að skoða að fara heim.“ Guðmundur segist hafa verið í viðræðum við annað lið í Austurríki en það mál sé á ís eins og er. „Það er ekki komið endanlegt svar frá þeim eða ákvörðun frá okkur,“ sagði Akureyringurinn. Aðspurður segir hann líklegra en ekki að hann spili heima á næsta tímabili. „Ætli það séu ekki meiri líkur en minni.“ Guðmundur hefur verið í atvinnumennsku undanfarin fjögur ár. Fyrstu tvö árin lék hann með Cesson-Rennes í Frakklandi en gekk svo raðir WestWien 2018. Hér heima lék Guðmundur með Val og Akureyri.
Handbolti Austurríki Mest lesið Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans Handbolti Ernirnir flugu hátt í Super Bowl og rassskelltu meistarana Sport Mikil sorg í hnefaleikasamfélaginu eftir óvænt andlát Sport Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni Fótbolti Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl Fótbolti Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum Enski boltinn Hneyksli í Tyrklandi: Fóru heim í fýlu yfir víti Fótbolti Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Enski boltinn Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Enski boltinn Unnu Super Bowl á afmælisdaginn Sport Fleiri fréttir Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans KA skellti í lás í seinni hálfleik og fór með sigur úr Skógarselinu Andri Már markahæstur í svekkjandi tapi Ásgeir Jónsson vill verða varaformaður HSÍ Jón Halldórsson fyrstur í framboð til formanns HSÍ Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ „Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik“ Eyjamenn í undanúrslit eftir vítakastkeppni Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Valskonur tóku ÍBV í kennslustund HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Sjá meira
Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik