Fyrirtæki Trump biður ríkisstjórn hans um neyðaraðstoð Samúel Karl Ólason skrifar 21. apríl 2020 23:21 Hótel Donald Trump í Washington DC. Getty/Mark Wilson Fyrirtæki Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, leitar nú eftir aðstoð frá ríkisstjórn hans vegna hótels sem fyrirtækið leigir af ríkinu í Washington DC. Hótelið sem er skammt frá Hvíta húsinu stendur nú tómt, eins og flest öll hótel í heiminum, vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Á undanförnum vikum hafa forsvarsmenn fyrirtækisins, synir forsetans, kannað hvort þeir getu endursamið við ríkið um leigu hússins sem hótelið er í, samkvæmt heimildum New York Times. Fyrirtækið er í eigu Donald Trump en synir hans reka það. Leigan er um 268 þúsund dalir á mánuði eða um 39 milljónir króna. Eric Trump, forstjóri fyrirtækisins, staðfesti heimildir NYT og segist vera að leita eftir sambærilegri aðstoð og hið opinbera veitir öðrum fyrirtækjum sem leigja húsnæði af ríkinu. Eric Trump, forstjóri Trump fyrirtækisins.EPA/Albin Lohr-Jones Forsvarsmenn þeirrar stofnunar sem sjá um eigur ríkisins standa nú frammi fyrir ákveðnum vandræðum. Neiti þeir beiðni sona forsetans gæti hann brugðist reiður við. Verði þeir við beiðninni mun stofnunin væntanlega verða fyrir mikilli gagnrýni. Ólíkt fyrri forsetum neitaði Trump að rjúfa tengsl sín við viðskiptaveldi sitt þegar hann tók við embætti. Hann segir að synir hans tveir hafi tekið við rekstri fyrirtækisins en hann nýtur enn fjárhagslegs ávinnings af rekstrinum. Sjá einnig: Trump talar um að slaka á takmörkunum eftir að mjólkurkúm hans var lokað Trump hótelið í Washington DC hefur þótt til marks um það hvernig forsetinn hefur hagnast á embætti sínu. Erlendir erindrekar sækja hótelið ítrekað og málafylgjumenn sömuleiðis. Þannig segja gagnrýnendur forsetans að færa megi rök fyrir því að Trump taki í raun við beinum greiðslum frá öðrum ríkjum og hagsmunaaðilum. Vilja einnig aðstoð í Flórída Synir forsetans hafa einnig átt í viðræðum við Deutsche Bank um frestun lánagreiðslna en forsetinn skuldar bankanum rúmar 300 milljónir dala. Eric Trump staðfesti einnig að fyrirtæki forsetans væri að leitast eftir aðstoð varðandi leigu golfvallar í Palm Beach í Flórída. Golfvöllurinn væri lokaður vegna skipanna frá yfirvöldum þar og aftur sagði Eric Trump að hann væri bara að sækjast eftir sömu aðstoð og önnur fyrirtæki. Bæjarfulltrúi í Palm Beach, sagði aðra í bæjarstjórn óttast að ef þeir verði ekki við ósk Eric Trump, muni forsetinn reiðast þeim. Hann gæti komið í veg fyrir að Palm Beach fengi aðstoð alríkisins vegna kórónuveirunnar. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Sjá meira
Fyrirtæki Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, leitar nú eftir aðstoð frá ríkisstjórn hans vegna hótels sem fyrirtækið leigir af ríkinu í Washington DC. Hótelið sem er skammt frá Hvíta húsinu stendur nú tómt, eins og flest öll hótel í heiminum, vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Á undanförnum vikum hafa forsvarsmenn fyrirtækisins, synir forsetans, kannað hvort þeir getu endursamið við ríkið um leigu hússins sem hótelið er í, samkvæmt heimildum New York Times. Fyrirtækið er í eigu Donald Trump en synir hans reka það. Leigan er um 268 þúsund dalir á mánuði eða um 39 milljónir króna. Eric Trump, forstjóri fyrirtækisins, staðfesti heimildir NYT og segist vera að leita eftir sambærilegri aðstoð og hið opinbera veitir öðrum fyrirtækjum sem leigja húsnæði af ríkinu. Eric Trump, forstjóri Trump fyrirtækisins.EPA/Albin Lohr-Jones Forsvarsmenn þeirrar stofnunar sem sjá um eigur ríkisins standa nú frammi fyrir ákveðnum vandræðum. Neiti þeir beiðni sona forsetans gæti hann brugðist reiður við. Verði þeir við beiðninni mun stofnunin væntanlega verða fyrir mikilli gagnrýni. Ólíkt fyrri forsetum neitaði Trump að rjúfa tengsl sín við viðskiptaveldi sitt þegar hann tók við embætti. Hann segir að synir hans tveir hafi tekið við rekstri fyrirtækisins en hann nýtur enn fjárhagslegs ávinnings af rekstrinum. Sjá einnig: Trump talar um að slaka á takmörkunum eftir að mjólkurkúm hans var lokað Trump hótelið í Washington DC hefur þótt til marks um það hvernig forsetinn hefur hagnast á embætti sínu. Erlendir erindrekar sækja hótelið ítrekað og málafylgjumenn sömuleiðis. Þannig segja gagnrýnendur forsetans að færa megi rök fyrir því að Trump taki í raun við beinum greiðslum frá öðrum ríkjum og hagsmunaaðilum. Vilja einnig aðstoð í Flórída Synir forsetans hafa einnig átt í viðræðum við Deutsche Bank um frestun lánagreiðslna en forsetinn skuldar bankanum rúmar 300 milljónir dala. Eric Trump staðfesti einnig að fyrirtæki forsetans væri að leitast eftir aðstoð varðandi leigu golfvallar í Palm Beach í Flórída. Golfvöllurinn væri lokaður vegna skipanna frá yfirvöldum þar og aftur sagði Eric Trump að hann væri bara að sækjast eftir sömu aðstoð og önnur fyrirtæki. Bæjarfulltrúi í Palm Beach, sagði aðra í bæjarstjórn óttast að ef þeir verði ekki við ósk Eric Trump, muni forsetinn reiðast þeim. Hann gæti komið í veg fyrir að Palm Beach fengi aðstoð alríkisins vegna kórónuveirunnar.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna