Everton sagt ætla að reyna að kaupa bæði Bale og Ramsey Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. apríl 2020 09:30 Aaron Ramsey og Gareth Bale fagna saman með velska landsliðinu á Cardiff City Stadium í undankeppni EM 2020. Getty/Nick Potts Everton ætlar sér að styrkja liðið sitt í sumar og nýjustu fréttir frá Goodison Park sýna að metnaðarfullum forráðamönnum félagsins er full alvara í því að fá stórstjörnur til félagsins. Velsku landsliðsstjörnurnar Gareth Bale og Aaron Ramsey eru nefnilega báðir orðaðir við Everton í nýjum fréttum frá Englandi en Bale spilar með Real Madrid og Ramsey með Juventus. Enski vefmiðillinn 90min.com slær þessu upp og vitnar í heimildarmenn sína innan félagsins. Ekki er vitað hvað þetta myndi þýða fyrir Gylfa Þór Sigurðsson sem þekkir það að spila við hlið Gareth Bale síðan á tíma sínum með Tottenham. Gylfi Þór Sigurðsson er enn dýrasti leikmaður Everton frá upphafi en það gæti breyst takist Everton að kaupa Gareth Bale eða Aaron Ramsey. Everton steig stórt skref í átt að því að geta fengið til síns stærri nöfn með því að ráða hinn virta knattspyrnustjóra Carlo Ancelotti í desember síðastliðnum. Það er öllum ljós að með því þá hugsa stjörnur sig aðeins lengur um þegar þeir fá tilboð frá Everton. Reports have linked Everton with big summer bids for Wales stars Gareth Bale and Aaron RamseyIt's in the latest football gossiphttps://t.co/mGcmqe0eZP pic.twitter.com/oBHpahNB7o— BBC Sport Wales (@BBCSportWales) March 31, 2020 Samkvæmt fréttinni þá telja forráðamenn Everton sig þurfa sex eða sjö toppleikmenn til viðbótar til þess að komast á þann stall sem félagið vill vera á. Forráðamenn Everton hafa því rætt þann möguleika á að fá tvær stærstu stjörnur velska landsliðsins til félagsins. Bæði Gareth Bale og Aaron Ramsey eru á útleið hjá sínum félögum. Bale hefur aldrei verið almennilega inn í myndinni hjá Real Madrid og Ramsey fann sig ekki hjá ítalska félaginu þangað sem hann kom frá Arsenal. Some interesting #EFC transfer rumourshttps://t.co/MKzZh2pWxj— Everton FC News (@LivEchoEFC) March 31, 2020 Real Madrid vill losna við Bale í sumar en menn þar á bæ eru ekki mjög spenntir að halda áfram að borga honum 350 þúsund pund í laun á viku en það eru 62 milljónir íslenskra króna. Bale gæti mögulega farið fyrir engan pening á láni sé viðkomandi félag tilbúið að taka á sig stærstan hluta launa hans. Aaron Ramsey spilaði aðeins níu leiki með Juventus í Seríu A á þessu tímabili sem var hans fyrsta á Ítalíu. Hann er ekki spenntur að eyða öðru tímabili á bekknum og Juventus væri tilbúið að selja hann fái það rétta tilboðið. Það er ljóst að launamál félaganna tveggja væri stór hindrun fyrir Everton en janframt gætu þeir styrkt liðið mjög mikið enda þekkja þeir vel til í ensku úrvalsdeildinni síðan Bale spilaði með Tottenham og Ramsey með Arsenal. Enski boltinn Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Fleiri fréttir Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sjá meira
Everton ætlar sér að styrkja liðið sitt í sumar og nýjustu fréttir frá Goodison Park sýna að metnaðarfullum forráðamönnum félagsins er full alvara í því að fá stórstjörnur til félagsins. Velsku landsliðsstjörnurnar Gareth Bale og Aaron Ramsey eru nefnilega báðir orðaðir við Everton í nýjum fréttum frá Englandi en Bale spilar með Real Madrid og Ramsey með Juventus. Enski vefmiðillinn 90min.com slær þessu upp og vitnar í heimildarmenn sína innan félagsins. Ekki er vitað hvað þetta myndi þýða fyrir Gylfa Þór Sigurðsson sem þekkir það að spila við hlið Gareth Bale síðan á tíma sínum með Tottenham. Gylfi Þór Sigurðsson er enn dýrasti leikmaður Everton frá upphafi en það gæti breyst takist Everton að kaupa Gareth Bale eða Aaron Ramsey. Everton steig stórt skref í átt að því að geta fengið til síns stærri nöfn með því að ráða hinn virta knattspyrnustjóra Carlo Ancelotti í desember síðastliðnum. Það er öllum ljós að með því þá hugsa stjörnur sig aðeins lengur um þegar þeir fá tilboð frá Everton. Reports have linked Everton with big summer bids for Wales stars Gareth Bale and Aaron RamseyIt's in the latest football gossiphttps://t.co/mGcmqe0eZP pic.twitter.com/oBHpahNB7o— BBC Sport Wales (@BBCSportWales) March 31, 2020 Samkvæmt fréttinni þá telja forráðamenn Everton sig þurfa sex eða sjö toppleikmenn til viðbótar til þess að komast á þann stall sem félagið vill vera á. Forráðamenn Everton hafa því rætt þann möguleika á að fá tvær stærstu stjörnur velska landsliðsins til félagsins. Bæði Gareth Bale og Aaron Ramsey eru á útleið hjá sínum félögum. Bale hefur aldrei verið almennilega inn í myndinni hjá Real Madrid og Ramsey fann sig ekki hjá ítalska félaginu þangað sem hann kom frá Arsenal. Some interesting #EFC transfer rumourshttps://t.co/MKzZh2pWxj— Everton FC News (@LivEchoEFC) March 31, 2020 Real Madrid vill losna við Bale í sumar en menn þar á bæ eru ekki mjög spenntir að halda áfram að borga honum 350 þúsund pund í laun á viku en það eru 62 milljónir íslenskra króna. Bale gæti mögulega farið fyrir engan pening á láni sé viðkomandi félag tilbúið að taka á sig stærstan hluta launa hans. Aaron Ramsey spilaði aðeins níu leiki með Juventus í Seríu A á þessu tímabili sem var hans fyrsta á Ítalíu. Hann er ekki spenntur að eyða öðru tímabili á bekknum og Juventus væri tilbúið að selja hann fái það rétta tilboðið. Það er ljóst að launamál félaganna tveggja væri stór hindrun fyrir Everton en janframt gætu þeir styrkt liðið mjög mikið enda þekkja þeir vel til í ensku úrvalsdeildinni síðan Bale spilaði með Tottenham og Ramsey með Arsenal.
Enski boltinn Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Fleiri fréttir Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sjá meira