Samkomubann og forðun gildir um starfsmenn skóla og foreldra Kjartan Kjartansson skrifar 21. apríl 2020 14:59 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, og Alma D. Möller, landlæknir, á upplýsingafundi almannavarna þríðjudaginn 21. apríl 2020. Lögreglan Ekki mega vera fleiri en fimmtíu starfsmenn leik- og grunnskóla eða foreldrar í kringum börn þrátt fyrir að hefja megi skólahald með óbreyttum hætti 4. maí. Fullorðnir þurfa ennfremur að virða tveggja metra nándarreglu þó að börnin verði henni undanþegin. Almannavarnir og sóttvarnalæknir hafa sagt að skólahald geti hafist með hefðbundnu sniði þegar byrjað verður að slaka á aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins mánudaginn 4. maí. Þá stendur meðal annars til að hækka hámarksfjölda fólks sem má koma saman úr tuttugu í fimmtíu. Skólastarfinu verða engu að síður setta ákveðnar skorður. Þannig sagði Víði Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, að bann við samkomum fimmtíu manns eða fleiri muni gilda fyrir fullorðna einstaklinga í skólunum, jafnt starfsfólk sem foreldra. Fullorðnir þurfi ennfremur að virða tveggja metra nándarregluna en ekki börnin. Á skólasamkomum eins og vorhátíðum eða útskriftum verður fjöldi fullorðinna einnig takmarkaður við fimmtíu manns. Sagði Víðir að opið væri fyrir að skólar færu í vorferðir og önnur ferðalög að uppfylltum skilyrðum. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, sagði að öll starfsemi sem snýr að börnum verði með eðlilegum hætti eftir 4. maí í viðtali við Ríkisútvarpið í dag. Það ætti við um leik- og grunnskóla en einnig íþrótta- og tómstundastarf. Búist er við því að ráðherrann birti auglýsingu um hvernig aðgerðum til að hefta útbreiðslu veiruna frá 4. maí verður háttað í dag eða á morgun. Á upplýsingafundinum í dag sagði Víðir einnig að í auglýsingunni um breyttar aðgerðir verði kveðið á um breytingar sem geri líkamsræktarstöðvum, sem hefur þurft að loka vegna samkomubannsins, kleift að standa fyrir ákveðnum skipulögðum æfingum utandyra að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Telja óhætt að hefja skólahald með hefðbundnu sniði Sóttvarnalæknir telur óhætt að aflétta takmörkunum á skólastarfi í leik- og grunnskólum, þar á meðal tveggja metra reglunni, eftir fyrstu helgina í maí. Börn séu ekki talin þungamiðja í sóttvarnaráðstöfunum í kórónuveirufaraldrinum. 20. apríl 2020 15:06 Yfirlögregluþjónn segir að skólahald ætti að geta orðið líkt og fyrir samkomubann eftir 4. maí Yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir hins vegar að útfærslan í minnisblaði frá sóttvarnarlækni eigi að gera það að verkum að skólahald geti orðið líkt og það var fyrir samkomubann. 19. apríl 2020 18:48 Ekkert Reykjavíkurbarn veikst alvarlega af Covid-19 að sögn sviðsstjóra Af þeim fimmtíu og fimm starfsmönnum skóla-og frístundasviðs Reykjavíkur sem sýkst hafa af Covid-19 hafa tveir veikst alvarlega og þurft á innlögn á sjúkrahús að halda. 21. apríl 2020 13:34 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Ekki mega vera fleiri en fimmtíu starfsmenn leik- og grunnskóla eða foreldrar í kringum börn þrátt fyrir að hefja megi skólahald með óbreyttum hætti 4. maí. Fullorðnir þurfa ennfremur að virða tveggja metra nándarreglu þó að börnin verði henni undanþegin. Almannavarnir og sóttvarnalæknir hafa sagt að skólahald geti hafist með hefðbundnu sniði þegar byrjað verður að slaka á aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins mánudaginn 4. maí. Þá stendur meðal annars til að hækka hámarksfjölda fólks sem má koma saman úr tuttugu í fimmtíu. Skólastarfinu verða engu að síður setta ákveðnar skorður. Þannig sagði Víði Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, að bann við samkomum fimmtíu manns eða fleiri muni gilda fyrir fullorðna einstaklinga í skólunum, jafnt starfsfólk sem foreldra. Fullorðnir þurfi ennfremur að virða tveggja metra nándarregluna en ekki börnin. Á skólasamkomum eins og vorhátíðum eða útskriftum verður fjöldi fullorðinna einnig takmarkaður við fimmtíu manns. Sagði Víðir að opið væri fyrir að skólar færu í vorferðir og önnur ferðalög að uppfylltum skilyrðum. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, sagði að öll starfsemi sem snýr að börnum verði með eðlilegum hætti eftir 4. maí í viðtali við Ríkisútvarpið í dag. Það ætti við um leik- og grunnskóla en einnig íþrótta- og tómstundastarf. Búist er við því að ráðherrann birti auglýsingu um hvernig aðgerðum til að hefta útbreiðslu veiruna frá 4. maí verður háttað í dag eða á morgun. Á upplýsingafundinum í dag sagði Víðir einnig að í auglýsingunni um breyttar aðgerðir verði kveðið á um breytingar sem geri líkamsræktarstöðvum, sem hefur þurft að loka vegna samkomubannsins, kleift að standa fyrir ákveðnum skipulögðum æfingum utandyra að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Telja óhætt að hefja skólahald með hefðbundnu sniði Sóttvarnalæknir telur óhætt að aflétta takmörkunum á skólastarfi í leik- og grunnskólum, þar á meðal tveggja metra reglunni, eftir fyrstu helgina í maí. Börn séu ekki talin þungamiðja í sóttvarnaráðstöfunum í kórónuveirufaraldrinum. 20. apríl 2020 15:06 Yfirlögregluþjónn segir að skólahald ætti að geta orðið líkt og fyrir samkomubann eftir 4. maí Yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir hins vegar að útfærslan í minnisblaði frá sóttvarnarlækni eigi að gera það að verkum að skólahald geti orðið líkt og það var fyrir samkomubann. 19. apríl 2020 18:48 Ekkert Reykjavíkurbarn veikst alvarlega af Covid-19 að sögn sviðsstjóra Af þeim fimmtíu og fimm starfsmönnum skóla-og frístundasviðs Reykjavíkur sem sýkst hafa af Covid-19 hafa tveir veikst alvarlega og þurft á innlögn á sjúkrahús að halda. 21. apríl 2020 13:34 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Telja óhætt að hefja skólahald með hefðbundnu sniði Sóttvarnalæknir telur óhætt að aflétta takmörkunum á skólastarfi í leik- og grunnskólum, þar á meðal tveggja metra reglunni, eftir fyrstu helgina í maí. Börn séu ekki talin þungamiðja í sóttvarnaráðstöfunum í kórónuveirufaraldrinum. 20. apríl 2020 15:06
Yfirlögregluþjónn segir að skólahald ætti að geta orðið líkt og fyrir samkomubann eftir 4. maí Yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir hins vegar að útfærslan í minnisblaði frá sóttvarnarlækni eigi að gera það að verkum að skólahald geti orðið líkt og það var fyrir samkomubann. 19. apríl 2020 18:48
Ekkert Reykjavíkurbarn veikst alvarlega af Covid-19 að sögn sviðsstjóra Af þeim fimmtíu og fimm starfsmönnum skóla-og frístundasviðs Reykjavíkur sem sýkst hafa af Covid-19 hafa tveir veikst alvarlega og þurft á innlögn á sjúkrahús að halda. 21. apríl 2020 13:34