Fæðuskortur í skugga COVID-19 Atli Viðar Thorstensen skrifar 21. apríl 2020 11:30 Í Afríku sunnan Sahara búa yfir 20 milljónir barna og foreldrar þeirra við mikinn fæðuskort. COVID-19 smitum í Afríku fjölgar nú ört og mikil hætta er á hraðri útbreiðslu í álfunni þar sem innviðir eru ekki nógu sterkir til að stemma stigu við faraldrinum. Þrátt fyrir slæmt ástand víðsvegar í heiminum má búast við ófyrirsjáanlegum afleiðingum á líf og heilsu fólks í löndum Afríku ef útbreiðsla faraldursins verður óheft. Þegar heimsfaraldur ógnar lífi og heilsu einstaklinga í ofanálag við fæðuskort þarf að taka höndum saman og bregðast hratt við. Rauði krossinn er til staðar í Afríku. Sjálfboðaliðar hreyfingarinnar þekkja sitt nærsamfélag og vita hvað þarf, fyrir hverja, á hvaða tíma og á hvaða stað. Þannig er tryggt að aðstoðin komist skjótt til þeirra sem mest þurfa á henni að halda. Ásamt því að fræða sín samfélög um hvernig eigi að verjast COVID-19 og aðstoða stjórnvöld við að fyrirbyggja útbreiðslu, sinna sjálfboðaliðar Rauða krossins skilvirkri og áreiðanlegri dreifingu lífsbjargandi hjálpargagna, meðal annars næringu fyrir svöng börn. Látum ekki sjálfboðaliða Rauða krossins standa tómhentir þar sem þörfin er mest. Leggjumst á eitt við að fylla fang þeirra af lífsbjargandi hjálpargögnum, matvælum og hreinlætisvörum sem bjarga lífum - á tímum Covid19 sem öðrum tímum. Þú getur hjálpað með því að leggja Rauða krossinum lið með því að gerast Mannvinur Rauða krossins. Allar nánari upplýsingar á www.raudikrossinn.is. Höfundur er sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjálparstarf Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Í Afríku sunnan Sahara búa yfir 20 milljónir barna og foreldrar þeirra við mikinn fæðuskort. COVID-19 smitum í Afríku fjölgar nú ört og mikil hætta er á hraðri útbreiðslu í álfunni þar sem innviðir eru ekki nógu sterkir til að stemma stigu við faraldrinum. Þrátt fyrir slæmt ástand víðsvegar í heiminum má búast við ófyrirsjáanlegum afleiðingum á líf og heilsu fólks í löndum Afríku ef útbreiðsla faraldursins verður óheft. Þegar heimsfaraldur ógnar lífi og heilsu einstaklinga í ofanálag við fæðuskort þarf að taka höndum saman og bregðast hratt við. Rauði krossinn er til staðar í Afríku. Sjálfboðaliðar hreyfingarinnar þekkja sitt nærsamfélag og vita hvað þarf, fyrir hverja, á hvaða tíma og á hvaða stað. Þannig er tryggt að aðstoðin komist skjótt til þeirra sem mest þurfa á henni að halda. Ásamt því að fræða sín samfélög um hvernig eigi að verjast COVID-19 og aðstoða stjórnvöld við að fyrirbyggja útbreiðslu, sinna sjálfboðaliðar Rauða krossins skilvirkri og áreiðanlegri dreifingu lífsbjargandi hjálpargagna, meðal annars næringu fyrir svöng börn. Látum ekki sjálfboðaliða Rauða krossins standa tómhentir þar sem þörfin er mest. Leggjumst á eitt við að fylla fang þeirra af lífsbjargandi hjálpargögnum, matvælum og hreinlætisvörum sem bjarga lífum - á tímum Covid19 sem öðrum tímum. Þú getur hjálpað með því að leggja Rauða krossinum lið með því að gerast Mannvinur Rauða krossins. Allar nánari upplýsingar á www.raudikrossinn.is. Höfundur er sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins á Íslandi.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar