Trump með rúmlega 27 milljarða króna forskot á Biden Kjartan Kjartansson skrifar 21. apríl 2020 11:42 Joe Biden þarf að spýta verulega í lófana til þess að brúa bilið í framboð Trump sem hefur sankað að sér miklum auðæfum fyrir kosningabaráttuna. AP/Evan Vucci Framboð Donalds Trump Bandaríkjaforseta byrjar kosningabaráttu fyrir forsetakosningarnar í haust með 187 milljóna dollara, jafnvirði ríflega 27 milljarða króna, forskot á Joe Biden, frambjóðanda Demókrataflokksins samkvæmt nýjustu tölum um fjáröflun framboðanna. Á sama tíma safna frambjóðendur demókrata til Bandaríkjaþings víða meira fé en sitjandi þingmenn í Repúblikanaflokknum. Trump forseti hefur byggt upp digran kosningasjóð frá því að hann tók við embætti fyrir rúmum þremur árum. Hann skráði enda framboð sitt til endurkjörs 20. janúar 2017, sama dag og hann var settur í embætti. Nú er svo komið að framboðið á um 240 milljónir dollara í sjóðum sínum, jafnvirði um 35 milljarða króna, að sögn AP-fréttastofunnar. New York Times segir forskot Trump svo mikið að Biden, sem á útnefningu Demókrataflokksins næsta vísa, gæti safnað hátt í einni milljóna dollara, jafnvirði um 145 milljóna íslenskra króna, á hverjum degi fram að kjördegi og samt varla náð þeirri fjárhæð sem framboð Trump hafði úr að spila í byrjun apríl, hvað þá þeim fjármunum sem Trump mun bæta í safnið á næstu mánuðum. „Greið leið Trump er einn af stórum kostum þess að sitja í embætti og hann hefur notað það forskot til þess að snúa upp á hendina á öllum mögulegum fjárhagslegum bakhjörlum og standa fyrir risavaxinni söfnun á netinu,“ segir Jim Margolis, ráðgjafi Demókrataflokksins sem hefur tekið þátt í fyrri forsetakosningum. Faraldurinn hægir á fjáröflun Biden Enn liggur ekki fyrir samkomulag á milli framboðs Biden og landsnefndar Demókrataflokksins (DNC) um sameiginlega fjáröflun og lítið hefur verið gert til að fjölga starfsmönnum framboðs Biden eftir að hann svo gott sem tryggði sér útnefninguna fyrir um mánuði. Pólitískar aðgerðanefndir sem eru mikilvægur fjárhagslegur bakhjarl stjórnmálamanna í Bandaríkjunum hafa keppst um athygli og er það sagt hafa skapað óvissu hjá forsvarsmönnum Demókrataflokksins og helstu velgjörðarmanna hans um hvern þeir eigi að styrkja. Á sama tíma og Biden á við ramman reip að draga í samkeppninni við Trump hafa margir frambjóðendur demókrata til mikilvæga sæta í fulltrúa- og öldungadeild Bandaríkjaþings þar sem repúblikanar eru fyrir á fleti safnað meira fé en sitjandi þingmennirnir. Fjáröflun Biden get þó betur en áður í mars þegar hann safnaði um 46,6 milljónum dollara, jafnvirði um 6,8 milljarða íslenskra króna. Verulega hægði þó að fjáröfluninni eftir því sem leið á mánuðinn vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Peningar eru sagðir hjálpa frambjóðendum en þeir leiki ekki endilega lykilhlutverk. Þannig vann Biden útnefningu Demókrataflokksins þrátt fyrir að hafa átt erfitt uppdráttar í fjáröflun í samanburði við aðra frambjóðendur eins og Bernie Sanders, óháða öldungadeildarþingmanninn frá Vermont. Eins vann Trump sigur á Hillary Clinton í forsetakosningunum árið 2016 þrátt fyrir að hann hefði eytt minna fé í kosningabaráttunni en hún. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Framboð Donalds Trump Bandaríkjaforseta byrjar kosningabaráttu fyrir forsetakosningarnar í haust með 187 milljóna dollara, jafnvirði ríflega 27 milljarða króna, forskot á Joe Biden, frambjóðanda Demókrataflokksins samkvæmt nýjustu tölum um fjáröflun framboðanna. Á sama tíma safna frambjóðendur demókrata til Bandaríkjaþings víða meira fé en sitjandi þingmenn í Repúblikanaflokknum. Trump forseti hefur byggt upp digran kosningasjóð frá því að hann tók við embætti fyrir rúmum þremur árum. Hann skráði enda framboð sitt til endurkjörs 20. janúar 2017, sama dag og hann var settur í embætti. Nú er svo komið að framboðið á um 240 milljónir dollara í sjóðum sínum, jafnvirði um 35 milljarða króna, að sögn AP-fréttastofunnar. New York Times segir forskot Trump svo mikið að Biden, sem á útnefningu Demókrataflokksins næsta vísa, gæti safnað hátt í einni milljóna dollara, jafnvirði um 145 milljóna íslenskra króna, á hverjum degi fram að kjördegi og samt varla náð þeirri fjárhæð sem framboð Trump hafði úr að spila í byrjun apríl, hvað þá þeim fjármunum sem Trump mun bæta í safnið á næstu mánuðum. „Greið leið Trump er einn af stórum kostum þess að sitja í embætti og hann hefur notað það forskot til þess að snúa upp á hendina á öllum mögulegum fjárhagslegum bakhjörlum og standa fyrir risavaxinni söfnun á netinu,“ segir Jim Margolis, ráðgjafi Demókrataflokksins sem hefur tekið þátt í fyrri forsetakosningum. Faraldurinn hægir á fjáröflun Biden Enn liggur ekki fyrir samkomulag á milli framboðs Biden og landsnefndar Demókrataflokksins (DNC) um sameiginlega fjáröflun og lítið hefur verið gert til að fjölga starfsmönnum framboðs Biden eftir að hann svo gott sem tryggði sér útnefninguna fyrir um mánuði. Pólitískar aðgerðanefndir sem eru mikilvægur fjárhagslegur bakhjarl stjórnmálamanna í Bandaríkjunum hafa keppst um athygli og er það sagt hafa skapað óvissu hjá forsvarsmönnum Demókrataflokksins og helstu velgjörðarmanna hans um hvern þeir eigi að styrkja. Á sama tíma og Biden á við ramman reip að draga í samkeppninni við Trump hafa margir frambjóðendur demókrata til mikilvæga sæta í fulltrúa- og öldungadeild Bandaríkjaþings þar sem repúblikanar eru fyrir á fleti safnað meira fé en sitjandi þingmennirnir. Fjáröflun Biden get þó betur en áður í mars þegar hann safnaði um 46,6 milljónum dollara, jafnvirði um 6,8 milljarða íslenskra króna. Verulega hægði þó að fjáröfluninni eftir því sem leið á mánuðinn vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Peningar eru sagðir hjálpa frambjóðendum en þeir leiki ekki endilega lykilhlutverk. Þannig vann Biden útnefningu Demókrataflokksins þrátt fyrir að hafa átt erfitt uppdráttar í fjáröflun í samanburði við aðra frambjóðendur eins og Bernie Sanders, óháða öldungadeildarþingmanninn frá Vermont. Eins vann Trump sigur á Hillary Clinton í forsetakosningunum árið 2016 þrátt fyrir að hann hefði eytt minna fé í kosningabaráttunni en hún.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent