Læknir segir það kraftaverk að drengirnir séu komnir heim eftir svo stuttan tíma Samúel Karl Ólason skrifar 20. apríl 2020 22:58 Frá Hafnarfjarðarhöfn þegar verið var að hífa bílinn upp. Vefmyndavél Hafnarfjarðarhafnar Felix Valsson, læknirinn sem sá um kælimeðferð tveggja drengja sem voru í hjartastoppi í tvo tíma eftir að hafa verið í bíl sem endað í sjónum í Hafnarfjarðarhöfn, segir málið vera einstakt og jafnvel kraftaverk. Hann segir það hafa verið ótrúlegt þegar drengirnir vöknuðu. Þrír drengir voru í bílnum þegar hann fór í höfnina við Óseyrarbryggju að kvöldi 17. janúar. Tveir fæddir 2002 og einn fæddur 2004. Einn komst sjálfur upp en hinum tveimur var bjargað og voru allir þrír fluttir á slysadeild. Drengirnir tveir, þeir Kristján Hrafn Ágústsson, fimmtán ára, og Helgi Valur Ingólfsson, sautján ára, voru í sjónum í um 30 mínútur áður en kafarar náðu þeim upp. Þeir voru í hjartastoppi í tvo tíma. Í samtali við Ríkisútvarpið segir Felix að vitað sé að kuldi verndi heilann fyrir súrefnisskorti og því var sérstakri kælimeðferð beitt til að koma í veg fyrir skaða. Drengjunum var haldið við 32 gráður í tvo sólarhringa og hitastig þeirra hækkað hægt og rólega. Sjá einnig: Kælimeðferð lykillinn að kraftaverkinu í Hafnarfjarðarhöfn Eftir það voru drengirnir settir í öndunarvélar á gjörgæslu. Kristján Hrafn komst úr öndunarvél eftir nokkra daga en Helgi Valur eftir nokkrar vikur. Felix sagði í fréttum RÚV að það hefði verið ótrúlegt þegar drengirnir vöknuðu. „Sérstaklega því ef maður er hreinskilinn, þetta leit ekki vel út í byrjun. Þetta var langur tími, löng endurlífgun og blóðprufur sem við tökum töluðu ekki vel fyrir þeim. Þeir voru orðnir mjög súrir, maður mælir sýrustigið á líkamanum, og sérstaklega annar var með sýrustig sem ég hef hreinlega aldrei séð neinn lifa af,“ segir Felix. Þessi tvö tilfelli séu að mörgu leiti ekki sambærileg öðrum tilfellum þar sem þessari meðferð hefur verið beitt. Það helsta sé að það að áður hafi hjara viðkomandi verið byrjað að slá löngu áður en sá var settur á hjarta- og lungnavél. Þarna hafi drengirnir verið í hjartastoppi allan tímann þar til þeir voru settir á vélina. Hafnarfjörður Heilbrigðismál Piltum bjargað úr Hafnarfjarðarhöfn Tengdar fréttir Kælimeðferð lykillinn að kraftaverkinu í Hafnarfjarðarhöfn Helgi Valur Ingólfsson 17 ára er útskrifaður af sjúkrahúsi, þremur mánuðum eftir slysið í Hafnarfjarðarhöfn. 17. apríl 2020 15:08 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Fleiri fréttir „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Sjá meira
Felix Valsson, læknirinn sem sá um kælimeðferð tveggja drengja sem voru í hjartastoppi í tvo tíma eftir að hafa verið í bíl sem endað í sjónum í Hafnarfjarðarhöfn, segir málið vera einstakt og jafnvel kraftaverk. Hann segir það hafa verið ótrúlegt þegar drengirnir vöknuðu. Þrír drengir voru í bílnum þegar hann fór í höfnina við Óseyrarbryggju að kvöldi 17. janúar. Tveir fæddir 2002 og einn fæddur 2004. Einn komst sjálfur upp en hinum tveimur var bjargað og voru allir þrír fluttir á slysadeild. Drengirnir tveir, þeir Kristján Hrafn Ágústsson, fimmtán ára, og Helgi Valur Ingólfsson, sautján ára, voru í sjónum í um 30 mínútur áður en kafarar náðu þeim upp. Þeir voru í hjartastoppi í tvo tíma. Í samtali við Ríkisútvarpið segir Felix að vitað sé að kuldi verndi heilann fyrir súrefnisskorti og því var sérstakri kælimeðferð beitt til að koma í veg fyrir skaða. Drengjunum var haldið við 32 gráður í tvo sólarhringa og hitastig þeirra hækkað hægt og rólega. Sjá einnig: Kælimeðferð lykillinn að kraftaverkinu í Hafnarfjarðarhöfn Eftir það voru drengirnir settir í öndunarvélar á gjörgæslu. Kristján Hrafn komst úr öndunarvél eftir nokkra daga en Helgi Valur eftir nokkrar vikur. Felix sagði í fréttum RÚV að það hefði verið ótrúlegt þegar drengirnir vöknuðu. „Sérstaklega því ef maður er hreinskilinn, þetta leit ekki vel út í byrjun. Þetta var langur tími, löng endurlífgun og blóðprufur sem við tökum töluðu ekki vel fyrir þeim. Þeir voru orðnir mjög súrir, maður mælir sýrustigið á líkamanum, og sérstaklega annar var með sýrustig sem ég hef hreinlega aldrei séð neinn lifa af,“ segir Felix. Þessi tvö tilfelli séu að mörgu leiti ekki sambærileg öðrum tilfellum þar sem þessari meðferð hefur verið beitt. Það helsta sé að það að áður hafi hjara viðkomandi verið byrjað að slá löngu áður en sá var settur á hjarta- og lungnavél. Þarna hafi drengirnir verið í hjartastoppi allan tímann þar til þeir voru settir á vélina.
Hafnarfjörður Heilbrigðismál Piltum bjargað úr Hafnarfjarðarhöfn Tengdar fréttir Kælimeðferð lykillinn að kraftaverkinu í Hafnarfjarðarhöfn Helgi Valur Ingólfsson 17 ára er útskrifaður af sjúkrahúsi, þremur mánuðum eftir slysið í Hafnarfjarðarhöfn. 17. apríl 2020 15:08 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Fleiri fréttir „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Sjá meira
Kælimeðferð lykillinn að kraftaverkinu í Hafnarfjarðarhöfn Helgi Valur Ingólfsson 17 ára er útskrifaður af sjúkrahúsi, þremur mánuðum eftir slysið í Hafnarfjarðarhöfn. 17. apríl 2020 15:08