Vítið gegn Messi ekki eftirlætisminning Hannesar: „Andvaka til sex og mætti hálf ringlaður til leiks af svefnleysi“ Anton Ingi Leifsson skrifar 21. apríl 2020 08:30 Hannes Þór í leiknum umrædda gegn Austurríki. Vísir/Getty Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson segir að hann hafi ekkert sofið fyrir leikinn mikilvæga gegn Austurríki á EM en með sigri í leiknum komst Ísland upp úr riðlinum og í 16-liða úrslitin. RÚV hefur undanfarna daga fengið íþróttafólk, bæði núverandi og fyrrverandi, til þess að rifja upp sína bestu íþróttaminningar og Hannes var næstur í röðinni. Það kom einhverjum á óvart að það hafi ekki verið vítið gegn Messi sem stóð upp úr. Hannes fór aftur til ársins 2016 þar sem Ísland keppti í fyrsta sinn á stórmóti en leikurinn gegn Austurríki varð fyrir valinu hjá Hannesi. „Leikurinn á móti Austurríki í síðustu umferð riðlakeppninnar á Stade de France í París á EM 2016 er sennilega ótrúlegasti fótboltaleikur sem ég hef spilað,“ sagði Hannes. „Ég var andvaka til sex um morguninn nóttina fyrir leikinn og mætti í hann hálf ringlaður af svefnleysi.“ Þetta var meira ruglið! https://t.co/DJfULVL02I— Hannes Halldórsson (@hanneshalldors) April 20, 2020 Ísland skoraði sigurmark leiksins undir blálokin þegar Arnór Ingvi Traustason skoraði og allt ætlaði um koll að keyra. Hannes segir að hann hafi ekki getað ráðið við tilfinningarnar. „Það var rosalegur léttir þegar við unnum boltann af því ég vissi að þá værum við með þetta. Svo kom í ljós að við vorum komnir í dauðafæri og spennan bara magnaðist og magnaðist þangað til boltinn endaði í netinu og allt sprakk út. Ég brotnaði bara saman á leiðinni til baka þegar dómarinn flautaði svo af.“ „Það er ekki hægt að ímynda sér sætara augnablik. Þarna tryggðum við okkur áfram í 16-liða úrslit með sigurmarki á síðustu sekundu á Stade de France fyrir framan haf af íslenskum stuðningsmönnum eftir hálftíma nauðvörn. Þetta var án efa mesta geðshræring og sigurvíma sem ég hef upplifað.“ Fótbolti Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjá meira
Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson segir að hann hafi ekkert sofið fyrir leikinn mikilvæga gegn Austurríki á EM en með sigri í leiknum komst Ísland upp úr riðlinum og í 16-liða úrslitin. RÚV hefur undanfarna daga fengið íþróttafólk, bæði núverandi og fyrrverandi, til þess að rifja upp sína bestu íþróttaminningar og Hannes var næstur í röðinni. Það kom einhverjum á óvart að það hafi ekki verið vítið gegn Messi sem stóð upp úr. Hannes fór aftur til ársins 2016 þar sem Ísland keppti í fyrsta sinn á stórmóti en leikurinn gegn Austurríki varð fyrir valinu hjá Hannesi. „Leikurinn á móti Austurríki í síðustu umferð riðlakeppninnar á Stade de France í París á EM 2016 er sennilega ótrúlegasti fótboltaleikur sem ég hef spilað,“ sagði Hannes. „Ég var andvaka til sex um morguninn nóttina fyrir leikinn og mætti í hann hálf ringlaður af svefnleysi.“ Þetta var meira ruglið! https://t.co/DJfULVL02I— Hannes Halldórsson (@hanneshalldors) April 20, 2020 Ísland skoraði sigurmark leiksins undir blálokin þegar Arnór Ingvi Traustason skoraði og allt ætlaði um koll að keyra. Hannes segir að hann hafi ekki getað ráðið við tilfinningarnar. „Það var rosalegur léttir þegar við unnum boltann af því ég vissi að þá værum við með þetta. Svo kom í ljós að við vorum komnir í dauðafæri og spennan bara magnaðist og magnaðist þangað til boltinn endaði í netinu og allt sprakk út. Ég brotnaði bara saman á leiðinni til baka þegar dómarinn flautaði svo af.“ „Það er ekki hægt að ímynda sér sætara augnablik. Þarna tryggðum við okkur áfram í 16-liða úrslit með sigurmarki á síðustu sekundu á Stade de France fyrir framan haf af íslenskum stuðningsmönnum eftir hálftíma nauðvörn. Þetta var án efa mesta geðshræring og sigurvíma sem ég hef upplifað.“
Fótbolti Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjá meira