Enga ládeyðu að sjá á íbúðamarkaði enn sem komið er Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. apríl 2020 11:42 Árið virðist fara nokkuð vel af stað á fasteignamarkaðnum samkvæmt Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans. MYND/VILHELM Viðskipti með íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu voru talsverð í mars síðastliðnum. Var alls 584 kaupsamningum þinglýst sem eru 27 fleiri samningar en í mars í fyrra. Þetta kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans í dag sem ber yfirskriftina „Engin ládeyða á íbúðamarkaði“. Í Hagsjánni er vísað í upplýsingar frá Þjóðskrá um fjölda þinglýstra kaupsamninga sem voru 5% fleiri í mars í ár en í mars 2019. „Búast hefði mátt við því að viðskipti drægjust eitthvað samaní ljósi aðstæðna en þær virðast ekki hafa haft teljandi áhrif. Þó ber að hafa í huga að hluti viðskiptannaáttu sér líklega stað í febrúar þar sem nokkur tímatöf er frá undirritun kaupsamnings þar til þinglýsingu er lokið. Það sem af er ári hefur1.904 kaupsamningum um íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu verið þinglýst sem er 5% aukning miðað við sama tíma í fyrra. Árið fer því nokkuð vel af stað á íbúðamarkaði og er mánaðarlegur meðalfjöldi viðskipta hærri en það sem hefur sést á allra síðustu árum,“ segir í Hagsjánni. Af sveitarfélögunum innan höfuðborgarsvæðisins er aukningin hlutfallslega mest í Kópavogi: „Þar var 107 kaupsamningum þinglýst til samanburðar við 87 samningum fyrir ári síðan. Í Mosfellsbæ var einnig nokkuð mikil aukning í mars þar sem 10% fleiri kaupsamningum var þinglýst. Þó fórmeirihluti íbúðaviðskipta í mars fram í Reykjavík,en þar var 333 kaupsamningum þinglýst, sem er aukning upp á 5% milli ára.“ Þá segir í Hagsjánni að neysla hafi almennt tekið ákveðnum breytingum vegna kórónuveirufaraldursins en þær aðstæður virðast ekki hafa haft áhrif á fasteignamarkaðinn, að minnsta kosti enn sem komið er. Mælingar Gallup hafi þó sýnt fram á minni líkur á stórkaupum hjá landsmönnum í mars en það hafi aðallega verið vegna færri fyrirhugaðra utanlandsferða. Þannig virðist fólk jafnvel huga að fasteignakaupum í auknum mæli nú en áður. Húsnæðismál Efnahagsmál Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Viðskipti með íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu voru talsverð í mars síðastliðnum. Var alls 584 kaupsamningum þinglýst sem eru 27 fleiri samningar en í mars í fyrra. Þetta kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans í dag sem ber yfirskriftina „Engin ládeyða á íbúðamarkaði“. Í Hagsjánni er vísað í upplýsingar frá Þjóðskrá um fjölda þinglýstra kaupsamninga sem voru 5% fleiri í mars í ár en í mars 2019. „Búast hefði mátt við því að viðskipti drægjust eitthvað samaní ljósi aðstæðna en þær virðast ekki hafa haft teljandi áhrif. Þó ber að hafa í huga að hluti viðskiptannaáttu sér líklega stað í febrúar þar sem nokkur tímatöf er frá undirritun kaupsamnings þar til þinglýsingu er lokið. Það sem af er ári hefur1.904 kaupsamningum um íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu verið þinglýst sem er 5% aukning miðað við sama tíma í fyrra. Árið fer því nokkuð vel af stað á íbúðamarkaði og er mánaðarlegur meðalfjöldi viðskipta hærri en það sem hefur sést á allra síðustu árum,“ segir í Hagsjánni. Af sveitarfélögunum innan höfuðborgarsvæðisins er aukningin hlutfallslega mest í Kópavogi: „Þar var 107 kaupsamningum þinglýst til samanburðar við 87 samningum fyrir ári síðan. Í Mosfellsbæ var einnig nokkuð mikil aukning í mars þar sem 10% fleiri kaupsamningum var þinglýst. Þó fórmeirihluti íbúðaviðskipta í mars fram í Reykjavík,en þar var 333 kaupsamningum þinglýst, sem er aukning upp á 5% milli ára.“ Þá segir í Hagsjánni að neysla hafi almennt tekið ákveðnum breytingum vegna kórónuveirufaraldursins en þær aðstæður virðast ekki hafa haft áhrif á fasteignamarkaðinn, að minnsta kosti enn sem komið er. Mælingar Gallup hafi þó sýnt fram á minni líkur á stórkaupum hjá landsmönnum í mars en það hafi aðallega verið vegna færri fyrirhugaðra utanlandsferða. Þannig virðist fólk jafnvel huga að fasteignakaupum í auknum mæli nú en áður.
Húsnæðismál Efnahagsmál Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira