Frændi Klay Thompson átti hugmyndina af upptökunum fyrir „The Last Dance“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. apríl 2020 12:00 Michael Jordan var stæsta íþróttastjarna heims á hápunkti sínum með liði Chicago Bulls á tíunda áratugnum en hann vann sex meistaratitla með liðinu frá 1991 til 1998. Getty/Ken Levine Sagan á bak við það af hverju að myndavélar fylgdu Michael Jordan og liðsfélögum hans um hvert fótmál á lokatímabili Jordan með Chicago Bulls er saga manns sem hafði útsjónarsemina og samböndin til að fá að taka upp sögulegt efni. Fyrstu tveir þættirnir af heimildarmyndinni „The Last Dance“ voru frumsýndir í Bandaríkjunum í nótt. Þar er fjallað um 1997-98 tímabilið hjá Chicago Bulls þar sem liðið vann sjötta og síðasta NBA-titil sinn en allir unnist þeir á átta ára tímabili. Michael Jordan gaf loksins grænt ljós á að þessar myndir kæmu fyrir augu almennings en upphaflega hugmyndin af myndatökunum kom frá manni sem Michael Jordan treysti vel. This is the origin story of how #TheLastDance was made possible: https://t.co/mzb15iM2Pn— USA TODAY Sports (@usatodaysports) April 19, 2020 Maðurinn sem átt hugmyndina af upptökunum var maður að nafni Andy Thompson. Hann hafði unnið sér inn traust hjá Michael Jordan og þeir voru félagar. Andy Thompson hafði og hefur sterkar tengingar inn í NBA-deildina. Bróðir hans, Mychal Thompson, kom til Los Angeles Lakers í skiptum fyrir íslenska miðherjann Pétur Karl Guðmundsson árið 1987 og frændi Andy er Klay Thompson, núverandi stjörnuleikmaður Golden State Warriors. Andy Thompson hefur síðan unnið mikið fyrir NBA-deildina á bak við tjöldin og fáir menn í deildinni eru með betri sambönd. Það hefur verið grínast með það að fáir símar séu með fleiri mikilvæg símanúmer en einmitt síminn hans Andy Thompson. Andy Thompson hafði unnið með Michael Jordan við gerð heimildarmyndanna um meistaratímabil Chicago Bulls árin á undan en þeir unnu einnig saman við gerð myndar um Ólympíuævintýrið í Barcelona haustið 1992. How #TheLastDance came into being. https://t.co/KjOQVc5hly pic.twitter.com/Fv9ryIIa8o— USA TODAY Sports (@usatodaysports) April 20, 2020 „Eftir 1996-97 tímabilið var umræða í gangi um að liðin myndi leysast upp og að næsta tímabil yrði það síðasta hjá þessum hóp. Ég sagði: Þetta var síðasta tækifæri okar til að gera heimildarmynd um eitt ár hjá Michael,“ sagði Andy Thompson í samtali við USAToday. NBA-deildin þurfti að sannfæra eigendur Chicago Bulls, Phil Jackson þjálfara og auðvitað Michael Jordan sjálfan. Það tókst en síðan liðu meira en tveir áratugi þar til að Jordan gaf loksins grænt ljós á að efnið kæmi fyrur augu almennings. Jordan var loksins tilbúin fyrir tveimur árum og í kjölfarið lagðist ESPN í framleiðslu heimildarmyndarinnar „The Last Dance“ sem varð að tíu þátta seríu. Tveir fyrstu þættirnir voru frumsýndir í Bandaríkjunum í gær og eru núna aðgengilegir inn á Netflix á Íslandi. NBA Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira
Sagan á bak við það af hverju að myndavélar fylgdu Michael Jordan og liðsfélögum hans um hvert fótmál á lokatímabili Jordan með Chicago Bulls er saga manns sem hafði útsjónarsemina og samböndin til að fá að taka upp sögulegt efni. Fyrstu tveir þættirnir af heimildarmyndinni „The Last Dance“ voru frumsýndir í Bandaríkjunum í nótt. Þar er fjallað um 1997-98 tímabilið hjá Chicago Bulls þar sem liðið vann sjötta og síðasta NBA-titil sinn en allir unnist þeir á átta ára tímabili. Michael Jordan gaf loksins grænt ljós á að þessar myndir kæmu fyrir augu almennings en upphaflega hugmyndin af myndatökunum kom frá manni sem Michael Jordan treysti vel. This is the origin story of how #TheLastDance was made possible: https://t.co/mzb15iM2Pn— USA TODAY Sports (@usatodaysports) April 19, 2020 Maðurinn sem átt hugmyndina af upptökunum var maður að nafni Andy Thompson. Hann hafði unnið sér inn traust hjá Michael Jordan og þeir voru félagar. Andy Thompson hafði og hefur sterkar tengingar inn í NBA-deildina. Bróðir hans, Mychal Thompson, kom til Los Angeles Lakers í skiptum fyrir íslenska miðherjann Pétur Karl Guðmundsson árið 1987 og frændi Andy er Klay Thompson, núverandi stjörnuleikmaður Golden State Warriors. Andy Thompson hefur síðan unnið mikið fyrir NBA-deildina á bak við tjöldin og fáir menn í deildinni eru með betri sambönd. Það hefur verið grínast með það að fáir símar séu með fleiri mikilvæg símanúmer en einmitt síminn hans Andy Thompson. Andy Thompson hafði unnið með Michael Jordan við gerð heimildarmyndanna um meistaratímabil Chicago Bulls árin á undan en þeir unnu einnig saman við gerð myndar um Ólympíuævintýrið í Barcelona haustið 1992. How #TheLastDance came into being. https://t.co/KjOQVc5hly pic.twitter.com/Fv9ryIIa8o— USA TODAY Sports (@usatodaysports) April 20, 2020 „Eftir 1996-97 tímabilið var umræða í gangi um að liðin myndi leysast upp og að næsta tímabil yrði það síðasta hjá þessum hóp. Ég sagði: Þetta var síðasta tækifæri okar til að gera heimildarmynd um eitt ár hjá Michael,“ sagði Andy Thompson í samtali við USAToday. NBA-deildin þurfti að sannfæra eigendur Chicago Bulls, Phil Jackson þjálfara og auðvitað Michael Jordan sjálfan. Það tókst en síðan liðu meira en tveir áratugi þar til að Jordan gaf loksins grænt ljós á að efnið kæmi fyrur augu almennings. Jordan var loksins tilbúin fyrir tveimur árum og í kjölfarið lagðist ESPN í framleiðslu heimildarmyndarinnar „The Last Dance“ sem varð að tíu þátta seríu. Tveir fyrstu þættirnir voru frumsýndir í Bandaríkjunum í gær og eru núna aðgengilegir inn á Netflix á Íslandi.
NBA Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira