Dagur 6 og 7: Ferðalangur í eigin landi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 31. mars 2020 12:00 Í leit að hvölum. Garpur Elísabetarson ferðast aleinn um Ísland á tímum kórónuveiru. Vísir/Garpur Elísabetarson Ég ferðaðist eftir þjóðveginum í vesturátt. Stuðmenn ómuðu í útvarpinu og bílstjórinn söng hástöfum með. Fyrsti áfangastaður var Dettifoss. Foss allra fossa. Foss sem er sá kröftugasti í Evrópu. Ég var búinn að bíða spenntur eftir að hitta hann á ný. En þegar ég beygði inn veginn að fossinum þá tók á móti mér erfið sjón. Vegurinn að fossinum var ófær og þar af leiðandi lokaður. Þó svo að það hafi verið svekkjandi, þá kveikti ég bara í Stuðmönnum á ný og hækkaði róminn. Klippa: Dagur 6 og 7 - Ferðalangur í eigin landi Ég kom svo að Mývatni. Ég rúntaði hringinn í kring og stoppaði á nokkrum stöðum í kringum fallegt vatnið. Þó vindurinn blési, þá skein sólin og fjalladýrðin í kringum vatnið naut sýn vel. Ég stoppaði svo við Goðafoss. Hann beið þar, einn og yfirgefinn. Eins og venjulega var enginn á fossinum. Ég stóð þar um stund og við áttum einlægt samtal áður en ég skildi hann eftir með sjálfum sér í þungum þönkum. GoðafossVísir/Garpur ElísabetarsonEinmannalegt við GoðafossVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur Elísabetarson Leið mín lá til Húsavíkur þar sem ég ætlaði að reyna sjá hval. Það var eiginlega ekki í boði að reyna allavega ekki og því hafði ég samband við vini mína Heimi og Hörð, fallegustu feðga í norðrinu og eigendur Norður Siglingar. og þó víðar væri leitað. Vísir/Garpur Elísabetarson Þeir buðu mér um borð og við sigldum af stað. Hvalirnir eru greinilega í dvala eins og erlendu ferðamennirnir en úr varð yndisleg sigling í sólinni. Bjössi Sör frá Húsavík.Vísir/Garpur Elísabetarson Ég keyrði svo til Akureyrar þar sem bærinn tók á móti mér í kyrrð og ró í sólsetri. Þær tvær nætur sem ég gisti í höfuðborg norðursins eyddi ég hjá Hotel Kea, með fallegu útsýni yfir sjóinn. Vísir/Garpur Elísabetarson Því næst liggur leið mín áfram vestur, og leyfi ég tómum þjóðveginum bara að teyma mig áfram í leit að næsta áfangastað. Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Ferðalangur í eigin landi Tengdar fréttir Dagur fjögur og fimm: Ferðalangur í eigin landi Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er á einstöku ferðalagi um landið. 30. mars 2020 11:00 Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
Ég ferðaðist eftir þjóðveginum í vesturátt. Stuðmenn ómuðu í útvarpinu og bílstjórinn söng hástöfum með. Fyrsti áfangastaður var Dettifoss. Foss allra fossa. Foss sem er sá kröftugasti í Evrópu. Ég var búinn að bíða spenntur eftir að hitta hann á ný. En þegar ég beygði inn veginn að fossinum þá tók á móti mér erfið sjón. Vegurinn að fossinum var ófær og þar af leiðandi lokaður. Þó svo að það hafi verið svekkjandi, þá kveikti ég bara í Stuðmönnum á ný og hækkaði róminn. Klippa: Dagur 6 og 7 - Ferðalangur í eigin landi Ég kom svo að Mývatni. Ég rúntaði hringinn í kring og stoppaði á nokkrum stöðum í kringum fallegt vatnið. Þó vindurinn blési, þá skein sólin og fjalladýrðin í kringum vatnið naut sýn vel. Ég stoppaði svo við Goðafoss. Hann beið þar, einn og yfirgefinn. Eins og venjulega var enginn á fossinum. Ég stóð þar um stund og við áttum einlægt samtal áður en ég skildi hann eftir með sjálfum sér í þungum þönkum. GoðafossVísir/Garpur ElísabetarsonEinmannalegt við GoðafossVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur Elísabetarson Leið mín lá til Húsavíkur þar sem ég ætlaði að reyna sjá hval. Það var eiginlega ekki í boði að reyna allavega ekki og því hafði ég samband við vini mína Heimi og Hörð, fallegustu feðga í norðrinu og eigendur Norður Siglingar. og þó víðar væri leitað. Vísir/Garpur Elísabetarson Þeir buðu mér um borð og við sigldum af stað. Hvalirnir eru greinilega í dvala eins og erlendu ferðamennirnir en úr varð yndisleg sigling í sólinni. Bjössi Sör frá Húsavík.Vísir/Garpur Elísabetarson Ég keyrði svo til Akureyrar þar sem bærinn tók á móti mér í kyrrð og ró í sólsetri. Þær tvær nætur sem ég gisti í höfuðborg norðursins eyddi ég hjá Hotel Kea, með fallegu útsýni yfir sjóinn. Vísir/Garpur Elísabetarson Því næst liggur leið mín áfram vestur, og leyfi ég tómum þjóðveginum bara að teyma mig áfram í leit að næsta áfangastað.
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Ferðalangur í eigin landi Tengdar fréttir Dagur fjögur og fimm: Ferðalangur í eigin landi Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er á einstöku ferðalagi um landið. 30. mars 2020 11:00 Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
Dagur fjögur og fimm: Ferðalangur í eigin landi Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er á einstöku ferðalagi um landið. 30. mars 2020 11:00