Sir Alex Ferguson mætti á leynifundinn með Cantona aftan á Harley-Davidson mótorhjóli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2020 11:30 Sir Alex Ferguson, hinn sigursæli knattspyrnustjóri Manchester United með þeim Eric Cantona og Ryan Giggs. Getty/Harry Goodwin Eric Cantona vann sex stóra titla með Manchester United á árunum 1993 til 1997 en það munaði litlu að hann hætti hjá félaginu árið 1995. Franski knattspyrnumaðurinn Eric Cantona var dæmdur í níu mánaða bann fyrir að sparka í áhorfenda þegar hann var á leið af velli eftir að hafa verið rekinn út af í leik gegn Crystal Palace í janúarmánuði 1995. Cantona var allt annað en sáttur með þennan harða dóm og taldi að enska úrvalsdeildin væri á móti sér. Í framhaldinu var hann sagður vera búinn að ákveða það að hætta í ensku deildinni. Það hefði verið mikið áfall fyrir Manchester United enda hafði Eric Cantona verið maðurinn á bak við tvo fyrstu meistaratitla Manchester United (1993 og 1994) síðan á sjöunda áratugnum. Sir Alex Ferguson þurfti að gera eitthvað til að leysa málið og ákvað að fara til Parísar. Sir Alex Ferguson's Harley-Davidson road trip to convince Eric Cantona not to quit Man Utd | @MikeWaltersMGM https://t.co/HyF6Wtx2zw pic.twitter.com/dibc393TGD— Mirror Football (@MirrorFootball) March 29, 2020 Sagan um fundinn í París kemur fram í nýrri bók um Eric Cantona sem heitir „King Eric - Portrait Of the Artist Who Changed English Football“ en ensku miðlarnir hafa verið að birta brot úr henni. Eric Cantona var í algjöru banni frá Manchester United á þessum tíma og mátti ekki vera í kringum liðið. Hann hélt sér því í útlegð í París. „Það var eðlilegt fyrir hann að finnast vera einangraður og gleymdur,“ sagði Sir Alex Ferguson. Sir Alex Ferguson hefur líka rifjað þennan fund upp í sinni ævisögu og þá sérstaklega sjálfu ferðalaginu. Sir Alex Ferguson fór til London á bókarkynningu eftir einn leik Manchester United en hann skaust um leið aðeins til Parísar til að hitta Eric Cantona á leynifundi. Ferguson fékk far í gegnum stræti Parísarborgar aftan á Harley-Davidson mótorhjóli Jean-Jacques Amorfini sem var lögfræðingur Eric Cantona. Eric Cantona og Sir Alex hittust á tómum veitingastað en eigandinn hafði gert Cantona þann greiða að loka honum fyrir hann. Alex Ferguson og Eric Cantona með bikarana eftir að Manchester United vann tvöfalt 1995-96 tímablið sem var fyrsta tímabilið eftir leynifundinn í París.Getty/Shaun Botterill Ferguson og Cantona áttu þar góða kvöldstund og Sir Alex gat fullvissað sinn mann um að hann og félagið myndu styðja vel við bakið á honum. Þeir félagar ræddu góðar stundir inn á fótboltavellinum og Cantona hætti við að hætta. Eric Cantona snéri aftur í Manchester United liðið í október 1995 og tók smá tíma að komast aftur í leikform. Hann og liðið var aftur á móti á miklu flugi eftir áramót og vann bæði ensku deildina og enska bikarinn vorið 1996. Eric Cantona vann ensku deildina síðan í fjórða sinn á fimm tímabilum vorið 1997 en ákvað þá óvænt að setja skóna upp á hillu aðeins 31 árs gamall. Eina tímabilið sem Cantona vann ekki enska titilinn með Manchester United var tímabilið þegar hann missti af lokakaflanum vegna kung fú sparksins. Enski boltinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Sjá meira
Eric Cantona vann sex stóra titla með Manchester United á árunum 1993 til 1997 en það munaði litlu að hann hætti hjá félaginu árið 1995. Franski knattspyrnumaðurinn Eric Cantona var dæmdur í níu mánaða bann fyrir að sparka í áhorfenda þegar hann var á leið af velli eftir að hafa verið rekinn út af í leik gegn Crystal Palace í janúarmánuði 1995. Cantona var allt annað en sáttur með þennan harða dóm og taldi að enska úrvalsdeildin væri á móti sér. Í framhaldinu var hann sagður vera búinn að ákveða það að hætta í ensku deildinni. Það hefði verið mikið áfall fyrir Manchester United enda hafði Eric Cantona verið maðurinn á bak við tvo fyrstu meistaratitla Manchester United (1993 og 1994) síðan á sjöunda áratugnum. Sir Alex Ferguson þurfti að gera eitthvað til að leysa málið og ákvað að fara til Parísar. Sir Alex Ferguson's Harley-Davidson road trip to convince Eric Cantona not to quit Man Utd | @MikeWaltersMGM https://t.co/HyF6Wtx2zw pic.twitter.com/dibc393TGD— Mirror Football (@MirrorFootball) March 29, 2020 Sagan um fundinn í París kemur fram í nýrri bók um Eric Cantona sem heitir „King Eric - Portrait Of the Artist Who Changed English Football“ en ensku miðlarnir hafa verið að birta brot úr henni. Eric Cantona var í algjöru banni frá Manchester United á þessum tíma og mátti ekki vera í kringum liðið. Hann hélt sér því í útlegð í París. „Það var eðlilegt fyrir hann að finnast vera einangraður og gleymdur,“ sagði Sir Alex Ferguson. Sir Alex Ferguson hefur líka rifjað þennan fund upp í sinni ævisögu og þá sérstaklega sjálfu ferðalaginu. Sir Alex Ferguson fór til London á bókarkynningu eftir einn leik Manchester United en hann skaust um leið aðeins til Parísar til að hitta Eric Cantona á leynifundi. Ferguson fékk far í gegnum stræti Parísarborgar aftan á Harley-Davidson mótorhjóli Jean-Jacques Amorfini sem var lögfræðingur Eric Cantona. Eric Cantona og Sir Alex hittust á tómum veitingastað en eigandinn hafði gert Cantona þann greiða að loka honum fyrir hann. Alex Ferguson og Eric Cantona með bikarana eftir að Manchester United vann tvöfalt 1995-96 tímablið sem var fyrsta tímabilið eftir leynifundinn í París.Getty/Shaun Botterill Ferguson og Cantona áttu þar góða kvöldstund og Sir Alex gat fullvissað sinn mann um að hann og félagið myndu styðja vel við bakið á honum. Þeir félagar ræddu góðar stundir inn á fótboltavellinum og Cantona hætti við að hætta. Eric Cantona snéri aftur í Manchester United liðið í október 1995 og tók smá tíma að komast aftur í leikform. Hann og liðið var aftur á móti á miklu flugi eftir áramót og vann bæði ensku deildina og enska bikarinn vorið 1996. Eric Cantona vann ensku deildina síðan í fjórða sinn á fimm tímabilum vorið 1997 en ákvað þá óvænt að setja skóna upp á hillu aðeins 31 árs gamall. Eina tímabilið sem Cantona vann ekki enska titilinn með Manchester United var tímabilið þegar hann missti af lokakaflanum vegna kung fú sparksins.
Enski boltinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Sjá meira