Mönnun gæti orðið hindrandi þáttur þegar tekist verður á við álag á gjörgæslu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. mars 2020 21:31 Innlagnir vegna alvarlegra veikinda af völdum kórónuveirunnar ná hámarki í næstu viku samkvæmt nýrri spá. Tíu eru nú á gjörgæslu og fylgir fjöldi þeirra svartsýnustu spám. Spár gera ráð fyrir átján inniliggjandi sjúklingum þegar mest verður. Forstjóri Landspítalans segir að aðstaða verði ekki hindrandi þáttur á deildinni, heldur mönnun. Í heildina eru einmitt átján rúm á gjörgæsludeild spítalans, en Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir að svigrúm til að opna fleiri rúm sé fyrir hendi. „Við erum í grunninn með sex rúm á gjörgæslunni í Fossvogi. Við höfum nú bætt við það og erum með átján rúm, og erum að nota tíu af þeim nú þegar. Síðan þegar því lýkur þá höfum við svigrúm til að opna fleiri rúm, bæði í Fossvogi og á Hringbraut.“ Hann segir að búnaður og aðstaða verði ekki takmarkandi þáttur í því að takast á við gjörgæsluinnlagnir vegna COVID-19. Mönnun deildarinnar geti hins vegar orðið það. „Við höfum í raun unnið með sviðsmyndir sem eru mun svartari en það svartasta sem hefur verið að koma fram núna. Við sjáum í gegn um þetta en auðvitað verður það heilmikil áskorun. Við reiðum okkur mjög á framlag heilbrigðisstarfsfólks sem kemur annars staðar frá,“ segir Páll og minnir á bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar, sem fólk með heilbrigðismenntun getur skráð sig í og verið þannig til taks ef kalla þarf út aukinn mannskap til að bregðast við manneklu í kerfinu. „Ég veit að sumir eru kannski hikandi eftir að hafa verið lengi frá því að vinna á spítala eða í heilbrigðiskerfinu, fólk sem er með heilbrigðismenntun. Við erum með svona skyndinámskeið til þess að undirbúa fólk svo það geti stokkið inn í hringiðuna sem fyrst.“ Fylgjast vel með sjúklingum á Landakoti Sex smit hafa komið upp í sjúklingum á öldrunarlækningadeild spítalans á Landakoti. Um er að ræða eldra fólk sem er þar af leiðandi í sérstökum áhættuhópi með tilliti til COVID-19. „Þetta fólk er allt enn inniliggjandi á Landakoti, er þar í einangrun á deild sem er lokuð. Þeirra heilsa er bara þokkaleg, en auðvitað þarf að fylgjast náið með þessum einstaklingum og tryggja að þeirra heilsa verði sem best.“ Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
Innlagnir vegna alvarlegra veikinda af völdum kórónuveirunnar ná hámarki í næstu viku samkvæmt nýrri spá. Tíu eru nú á gjörgæslu og fylgir fjöldi þeirra svartsýnustu spám. Spár gera ráð fyrir átján inniliggjandi sjúklingum þegar mest verður. Forstjóri Landspítalans segir að aðstaða verði ekki hindrandi þáttur á deildinni, heldur mönnun. Í heildina eru einmitt átján rúm á gjörgæsludeild spítalans, en Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir að svigrúm til að opna fleiri rúm sé fyrir hendi. „Við erum í grunninn með sex rúm á gjörgæslunni í Fossvogi. Við höfum nú bætt við það og erum með átján rúm, og erum að nota tíu af þeim nú þegar. Síðan þegar því lýkur þá höfum við svigrúm til að opna fleiri rúm, bæði í Fossvogi og á Hringbraut.“ Hann segir að búnaður og aðstaða verði ekki takmarkandi þáttur í því að takast á við gjörgæsluinnlagnir vegna COVID-19. Mönnun deildarinnar geti hins vegar orðið það. „Við höfum í raun unnið með sviðsmyndir sem eru mun svartari en það svartasta sem hefur verið að koma fram núna. Við sjáum í gegn um þetta en auðvitað verður það heilmikil áskorun. Við reiðum okkur mjög á framlag heilbrigðisstarfsfólks sem kemur annars staðar frá,“ segir Páll og minnir á bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar, sem fólk með heilbrigðismenntun getur skráð sig í og verið þannig til taks ef kalla þarf út aukinn mannskap til að bregðast við manneklu í kerfinu. „Ég veit að sumir eru kannski hikandi eftir að hafa verið lengi frá því að vinna á spítala eða í heilbrigðiskerfinu, fólk sem er með heilbrigðismenntun. Við erum með svona skyndinámskeið til þess að undirbúa fólk svo það geti stokkið inn í hringiðuna sem fyrst.“ Fylgjast vel með sjúklingum á Landakoti Sex smit hafa komið upp í sjúklingum á öldrunarlækningadeild spítalans á Landakoti. Um er að ræða eldra fólk sem er þar af leiðandi í sérstökum áhættuhópi með tilliti til COVID-19. „Þetta fólk er allt enn inniliggjandi á Landakoti, er þar í einangrun á deild sem er lokuð. Þeirra heilsa er bara þokkaleg, en auðvitað þarf að fylgjast náið með þessum einstaklingum og tryggja að þeirra heilsa verði sem best.“
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira