Viðskipti innlent

Minnihluti starfsmanna DV fær áframhaldandi vinnu hjá Torgi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Jóhanna Helga Viðarsdóttir er forstjóri Torgs.
Jóhanna Helga Viðarsdóttir er forstjóri Torgs. Vísir/Vilhelm

Vel á annan tug starfsmanna Frjálsrar fjölmiðlunar, sem gefur út DV og DV.is, er án vinnu eftir aðgerðir dagsins samkvæmt heimildum Vísis. Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag mættu starfsmenn örlögum sínum í dag þar sem hver á fætur öðrum var kallaður á fund framkvæmdastjórans Karls Garðarssonar og ýmist sagt upp störfum eða boðið áframhaldandi starf.

Auglýsingafólk, ljósmyndarar, nokkrir blaðamenn, umbrotsfólk auk ritstjóra og framkvæmdastjóra eru á meðal þeirra sem ekki fylgja DV og DV.is á skrifstofur Torgs við Hafnartorg. Torg gefur út Fréttablaðið og Hringbraut og þá fékkst grænt ljós frá Samkeppniseftirlitinu á kaup Torgs á DV í síðustu viku.

Ekki hefur verið greint frá því hver muni ritstýra DV og DV.is. Þeir blaðamenn og starfsfólk sem eftir eru fylgja DV á Hafnartorg þar sem þeir munu sjá um bæði vef og dagblað. Um er að ræða rúmlega tíu starfsmenn. 

Fróðlegt verður að sjá hver tekur við sem ritstjóri en eins og fram hefur komið eru karlar í öllum ritstjórasætum hjá Torgi


Tengdar fréttir

Rafmagnað andrúmsloft þegar örlögin ráðast á ritstjórn DV

Ritstjóri DV er hættur störfum og aðrir starfsmenn bíða þess ýmist að fá þau skilaboð að starfskrafta þeirra sé óskað hjá nýjum vinnuveitendum eða ekki. Andrúmsloftið er rafmagnað á skrifstofu DV á Suðurlandsbraut í dag.

Grænt ljós á samruna Fréttablaðsins og DV

Samkeppniseftirlitið hefur lagt blessun sína á kaup Torgs ehf, útgáfufélags Fréttablaðsins og Hringbrautar, á Frjálsri fjölmiðlun sem gefur út DV og samnefndan vef.

Blaðamönnum frá DV fjölgar á Fréttablaðinu

Einar Þór Sigurðsson, aðstoðarritstjóri á DV, er genginn til liðs við Fréttablaðið og Hringbraut. Í burðarliðnum er sameining Fréttablaðsins og DV þar sem beðið er samþykkis Samkeppniseftirlitsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×