Fjöldi rúma á gjörgæslu nú í takti við svartsýnustu spá Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. mars 2020 15:34 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir mikla getu og sveigjanleika í íslensku heilbrigðiskerfi til að bregðast við aðstæðum. Vísir/Vilhelm Mesta álag á gjörgæsludeild Landspítalans verður í annarri viku í apríl samkvæmt nýju spálíkani. Þá gætu átján legið inni á gjörgæslu á sama tíma samkvæmt svartsýnustu spá. Forstjóri Landspítalans segir að þegar séu klár átján rúm á gjörgæslu til að mæta mögulegum fjölda. Niðurstöður nýs spálíkans voru birtar á Covid.hi.is í dag. Um er að ræða uppfærða spá miðað við gögn sem lágu fyrir þann 29. mars. Spáin um heildarfjölda smita hefur lítið breyst frá því 25. mars, en spár um álag á heilbrigðiskerfið hafa hækkað, þar sem aldursdreifing greindra smita á Íslandi hefur hliðrast. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur ítrekað minnt á að um spálíkön sé að ræða, sem taka verði með fyrirvara. Almannavarnir miða aðgerðir sínar við svartsýnustu spá hverju sinni. 120-200 innlagnir Gert er ráð fyrir því að á meðan faraldurinn gengur yfir muni rúmlega 1700 manns á Íslandi vera greind með COVID-19, en talan gæti náð nær 2800 manns miðað við svartsýnni spá. Stóru svörtu punktarnir svara til fjölda uppsafnaðra greindra smita á hverjum degi. Punktarnir falla nokkuð vel að líklegri spá. Svartsýna spá má sjá með brotalínunni fyrir ofan. Grafið með óheftum veldisvexti sýnir afleiðingar hefði ekki verið gripið til neinna aðgerða.Covid.hi.is Gert er ráð fyrir að fjöldi greindra einstaklinga með virkan sjúkdóm nái hámarki í fyrstu viku apríl og verði sennilega um 1200 manns. Viku seinna gæti fjöldinn náð 1800 manns samkvæmt svartsýnni spá. Gert er ráð fyrir að á meðan að faraldurinn gengur yfir muni 120 manns þarfnast innlagnar á sjúkrahúsi, en gæti náð hátt í 200 manns. Frekari hliðrun í aldursdreifingu myndi auka álag Mesta álag á heilbrigðisþjónustu vegna sjúkrahúsinnlagna verður samkvæmt spánni fyrir miðjan apríl. Þá er gert ráð fyrir að um það bil 60 einstaklingar geti verið inniliggjandi á sama tíma, en svartsýnni spá er 100 einstaklingar. Gert er ráð fyrir því að á tíma faraldursins muni um 25 einstaklingar veikjast alvarlega og þurfa innlögn á gjörgæslu. Svartsýnni spá er 44 einstaklingar. Miðað við líklega spá verða mest tíu virkar gjörgæslulegur á hverjum degi. Þær eru í dag sjö. Þær gætu orðið átján samkvæmt svartsýnustu spá.Covid.hi.is Mesta álag á gjörgæsludeildir gæti orðið í annarri viku apríl en þá er búist við því að tíu manns liggi þar inni á sama tíma, en samkvæmt svartsýnni spá gætu það verið átján manns. Smávægileg hliðrun aldursdreifingar í átt að fleiri greindum smitum meðal einstaklinga yfir sextugt myndi auka álag á heilbrigðisþjónustu talsvert. Gjörgæsla snýst fyrst og fremst um mannskap Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, minni á það sem hann kallaði gríðarlegan sveigjanleika og getu heilbrigðisþjónstunnar til að bregðast hratt við þegar á reyni. „Gjörgæslan í Fossvogi fer í dag upp í átján rúm. Venjulega er gjörgæslan í Fossvogi með sex rúm. Þannig að við erum að þrefalda rúmafjölda þar. Það er til að bregðast við. Við þurfum þau ekki öll núna fyrir Covid-faraldurinn en við erum að búa í haginn þar,“ sagði Páll. Alma Möller landlæknir hefur viðrað áhyggjur sínar af aukinni sölu á áfengi undanfarnar vikur.Vísir/Vilhelm Alma Dagbjört Möller landlæknir ræddi gjörgæslumeðferð á fundinum. Minnti hún á að Covid-19 væri nýr sjúkdómur sem allur heimurinn væri að reyna að fá meiri upplýsingar um. Til dæmis var átta klukkustunda langur alþjóðlegur fjarfundur gjörgæslulækna á laugardaginn þar sem læknar réðu ráðum sínum og skiptust á skoðunum. „Þar kom fram að víðast hvar, eins og hér, er gríðarleg aukin þörf fyrir gjörgæslumeðferð og öll lönd að vinna í því að fjölga gjörgæsluplássum. Fyrst og fremst snýst það um mannskap þótt tæki og birgðir skipti máli líka.“ Líkanið verður stöðugra með tímanum Fram kemur á Covid.hi.is að greiningarvinnan haldi áfram og spálíkanið verði uppfært reglulega með nýjum upplýsingum. Hafa beri í huga að vegna fámennis geti tölurnar um fjölda greindra tilfella breyst mikið frá degi til dags sem hefur áhrif á niðurstöður spálíkansins. Líkanið verði þó stöðugra eftir því sem á líður. Upptöku frá upplýsingafundinum í dag má sjá að neðan. Heilbrigðismál Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Mesta álag á gjörgæsludeild Landspítalans verður í annarri viku í apríl samkvæmt nýju spálíkani. Þá gætu átján legið inni á gjörgæslu á sama tíma samkvæmt svartsýnustu spá. Forstjóri Landspítalans segir að þegar séu klár átján rúm á gjörgæslu til að mæta mögulegum fjölda. Niðurstöður nýs spálíkans voru birtar á Covid.hi.is í dag. Um er að ræða uppfærða spá miðað við gögn sem lágu fyrir þann 29. mars. Spáin um heildarfjölda smita hefur lítið breyst frá því 25. mars, en spár um álag á heilbrigðiskerfið hafa hækkað, þar sem aldursdreifing greindra smita á Íslandi hefur hliðrast. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur ítrekað minnt á að um spálíkön sé að ræða, sem taka verði með fyrirvara. Almannavarnir miða aðgerðir sínar við svartsýnustu spá hverju sinni. 120-200 innlagnir Gert er ráð fyrir því að á meðan faraldurinn gengur yfir muni rúmlega 1700 manns á Íslandi vera greind með COVID-19, en talan gæti náð nær 2800 manns miðað við svartsýnni spá. Stóru svörtu punktarnir svara til fjölda uppsafnaðra greindra smita á hverjum degi. Punktarnir falla nokkuð vel að líklegri spá. Svartsýna spá má sjá með brotalínunni fyrir ofan. Grafið með óheftum veldisvexti sýnir afleiðingar hefði ekki verið gripið til neinna aðgerða.Covid.hi.is Gert er ráð fyrir að fjöldi greindra einstaklinga með virkan sjúkdóm nái hámarki í fyrstu viku apríl og verði sennilega um 1200 manns. Viku seinna gæti fjöldinn náð 1800 manns samkvæmt svartsýnni spá. Gert er ráð fyrir að á meðan að faraldurinn gengur yfir muni 120 manns þarfnast innlagnar á sjúkrahúsi, en gæti náð hátt í 200 manns. Frekari hliðrun í aldursdreifingu myndi auka álag Mesta álag á heilbrigðisþjónustu vegna sjúkrahúsinnlagna verður samkvæmt spánni fyrir miðjan apríl. Þá er gert ráð fyrir að um það bil 60 einstaklingar geti verið inniliggjandi á sama tíma, en svartsýnni spá er 100 einstaklingar. Gert er ráð fyrir því að á tíma faraldursins muni um 25 einstaklingar veikjast alvarlega og þurfa innlögn á gjörgæslu. Svartsýnni spá er 44 einstaklingar. Miðað við líklega spá verða mest tíu virkar gjörgæslulegur á hverjum degi. Þær eru í dag sjö. Þær gætu orðið átján samkvæmt svartsýnustu spá.Covid.hi.is Mesta álag á gjörgæsludeildir gæti orðið í annarri viku apríl en þá er búist við því að tíu manns liggi þar inni á sama tíma, en samkvæmt svartsýnni spá gætu það verið átján manns. Smávægileg hliðrun aldursdreifingar í átt að fleiri greindum smitum meðal einstaklinga yfir sextugt myndi auka álag á heilbrigðisþjónustu talsvert. Gjörgæsla snýst fyrst og fremst um mannskap Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, minni á það sem hann kallaði gríðarlegan sveigjanleika og getu heilbrigðisþjónstunnar til að bregðast hratt við þegar á reyni. „Gjörgæslan í Fossvogi fer í dag upp í átján rúm. Venjulega er gjörgæslan í Fossvogi með sex rúm. Þannig að við erum að þrefalda rúmafjölda þar. Það er til að bregðast við. Við þurfum þau ekki öll núna fyrir Covid-faraldurinn en við erum að búa í haginn þar,“ sagði Páll. Alma Möller landlæknir hefur viðrað áhyggjur sínar af aukinni sölu á áfengi undanfarnar vikur.Vísir/Vilhelm Alma Dagbjört Möller landlæknir ræddi gjörgæslumeðferð á fundinum. Minnti hún á að Covid-19 væri nýr sjúkdómur sem allur heimurinn væri að reyna að fá meiri upplýsingar um. Til dæmis var átta klukkustunda langur alþjóðlegur fjarfundur gjörgæslulækna á laugardaginn þar sem læknar réðu ráðum sínum og skiptust á skoðunum. „Þar kom fram að víðast hvar, eins og hér, er gríðarleg aukin þörf fyrir gjörgæslumeðferð og öll lönd að vinna í því að fjölga gjörgæsluplássum. Fyrst og fremst snýst það um mannskap þótt tæki og birgðir skipti máli líka.“ Líkanið verður stöðugra með tímanum Fram kemur á Covid.hi.is að greiningarvinnan haldi áfram og spálíkanið verði uppfært reglulega með nýjum upplýsingum. Hafa beri í huga að vegna fámennis geti tölurnar um fjölda greindra tilfella breyst mikið frá degi til dags sem hefur áhrif á niðurstöður spálíkansins. Líkanið verði þó stöðugra eftir því sem á líður. Upptöku frá upplýsingafundinum í dag má sjá að neðan.
Heilbrigðismál Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira