Stækka neyðarathvarf í Nuuk vegna aukins heimilisofbeldis Kristján Már Unnarsson skrifar 30. mars 2020 10:05 Frá Nuuk á Grænlandi. Mynd/Naalakkersuisut. Dökkar hliðar á félagslegum áhrifum samkomubanns, sem fylgja aðgerðum gegn kórónu-faraldrinum, eru nú teknar að birtast á Grænlandi þegar skólum, stofnunum, veitingastöðum og samkomuhúsum hefur verið lokað. „Því miður höfum við upplifað meira heimilisofbeldi í Nuuk undanfarnar vikur sem hefur valdið því að neyðarathvarf sveitarfélagsins hefur fyllst. Þess vegna höfum við undirritað samstarfssamning um að tryggja aukið rými,“ segir Martha Abelsen, heilbrigðis-, félags- og dómsmálaráðherra Grænlands, í yfirlýsingu sem Sermitsiaq greinir frá. Sjá einnig: Sala áfengis bönnuð fyrirvaralaust í Nuuk „Fyrir sum börn þýðir óhófleg áfengisnotkun meðal foreldra að heimilið er ekki lengur öruggur staður. Það eru líka aðrir hópar sem verða fyrir miklum áhrifum, þar með talið aldraðir, fatlaðir og heimilislausir. Við erum í viðræðum við sveitarfélögin og ég er ánægð með hvað þau leggja mikla áherslu á þessa hópa,“ segir ráðherrann. Þess má geta að Íslendingur rekur athvarf í Nuuk fyrir fólk sem stendur höllum fæti. Sjá hér: Gujo byggir upp grænlenska þjóð Martha Abelsen hvetur foreldra að til að reyna að nýta þessa óvenjulegu daga vel og gefa sér tíma til nánari samverustunda með börnunum, sem annars hefur ekki gefist næði til í amstri daglegs lífs. Martha Abelsen, til vinstri, ásamt Svandísi Svavarsdóttur, til hægri, og Sirið Stenberg, í miðju, á fundi vestnorrænna heilbrigðisráðherra í Færeyjum í fyrra.Mynd/Heilbrigðisráðuneytið. Í frétt á heimasíðu ráðuneytis hennar segir að kórónu-faraldurinn og sérstaklega lokun Nuuk hafi skapað aukið álag á fjölskyldur. Neyðarathvarfið í Nuuk sjái nú fjölgun tilfella þar sem fórnarlömb heimilisofbeldis, konur og börn, óska eftir skjóli. Búist sé við að það sama geti gerst í öðrum landshlutum. „Við vitum að átök geta aukist á heimilum við þessar aðstæður. Landsstjórnin vill að konur og börn fái nauðsynlega hjálp og hafi öruggt skjól sem þau geta leitað í,“ er haft eftir ráðherranum. Sjá einnig: Ofbeldi, áfengi og karlamenning á Grænlandi „Þar af leiðandi er ánægjulegt að geta greint frá því að Forvarna- og félagsmálastofnun Grænlands hefur fengið aukið fjármagn sem neyðarathvörf um allt land geta sótt um til að mæta hærri útgjöldum sem leiðir af aukinni starfsemi,“ segir Martha Abelsen, ráðherra heilbrigðis-, félags- og dómsmála. Frétt Stöðvar 2 fyrir þremur árum um mannræktarstarf í Nuuk má sjá hér: Grænland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Sala áfengis bönnuð fyrirvaralaust í Nuuk Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, setti fyrirvaralaust á áfengisbann í Nuuk og nágrannabyggðum í gærkvöldi, sem tók gildi kl. 20 á laugardagskvöldi. 29. mars 2020 07:44 Kórónaveiran veikir stöðu kvenna Fulltrúar UN Women í Asíu segja það staðreynd að í neyðaraðstæðum séu konur berskjaldaðri en nokkru sinni fyrir ofbeldi. 24. mars 2020 12:00 COVID 19: Aukin hætta á að börn sæti ofbeldi UNICEF hvetur stjórnvöld um allan heim til að tryggja öryggi og velferð barna í því félags- og efnahagslega ástandi sem skapast hefur vegna Covid-19 heimsfaraldursins. 23. mars 2020 10:15 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Dökkar hliðar á félagslegum áhrifum samkomubanns, sem fylgja aðgerðum gegn kórónu-faraldrinum, eru nú teknar að birtast á Grænlandi þegar skólum, stofnunum, veitingastöðum og samkomuhúsum hefur verið lokað. „Því miður höfum við upplifað meira heimilisofbeldi í Nuuk undanfarnar vikur sem hefur valdið því að neyðarathvarf sveitarfélagsins hefur fyllst. Þess vegna höfum við undirritað samstarfssamning um að tryggja aukið rými,“ segir Martha Abelsen, heilbrigðis-, félags- og dómsmálaráðherra Grænlands, í yfirlýsingu sem Sermitsiaq greinir frá. Sjá einnig: Sala áfengis bönnuð fyrirvaralaust í Nuuk „Fyrir sum börn þýðir óhófleg áfengisnotkun meðal foreldra að heimilið er ekki lengur öruggur staður. Það eru líka aðrir hópar sem verða fyrir miklum áhrifum, þar með talið aldraðir, fatlaðir og heimilislausir. Við erum í viðræðum við sveitarfélögin og ég er ánægð með hvað þau leggja mikla áherslu á þessa hópa,“ segir ráðherrann. Þess má geta að Íslendingur rekur athvarf í Nuuk fyrir fólk sem stendur höllum fæti. Sjá hér: Gujo byggir upp grænlenska þjóð Martha Abelsen hvetur foreldra að til að reyna að nýta þessa óvenjulegu daga vel og gefa sér tíma til nánari samverustunda með börnunum, sem annars hefur ekki gefist næði til í amstri daglegs lífs. Martha Abelsen, til vinstri, ásamt Svandísi Svavarsdóttur, til hægri, og Sirið Stenberg, í miðju, á fundi vestnorrænna heilbrigðisráðherra í Færeyjum í fyrra.Mynd/Heilbrigðisráðuneytið. Í frétt á heimasíðu ráðuneytis hennar segir að kórónu-faraldurinn og sérstaklega lokun Nuuk hafi skapað aukið álag á fjölskyldur. Neyðarathvarfið í Nuuk sjái nú fjölgun tilfella þar sem fórnarlömb heimilisofbeldis, konur og börn, óska eftir skjóli. Búist sé við að það sama geti gerst í öðrum landshlutum. „Við vitum að átök geta aukist á heimilum við þessar aðstæður. Landsstjórnin vill að konur og börn fái nauðsynlega hjálp og hafi öruggt skjól sem þau geta leitað í,“ er haft eftir ráðherranum. Sjá einnig: Ofbeldi, áfengi og karlamenning á Grænlandi „Þar af leiðandi er ánægjulegt að geta greint frá því að Forvarna- og félagsmálastofnun Grænlands hefur fengið aukið fjármagn sem neyðarathvörf um allt land geta sótt um til að mæta hærri útgjöldum sem leiðir af aukinni starfsemi,“ segir Martha Abelsen, ráðherra heilbrigðis-, félags- og dómsmála. Frétt Stöðvar 2 fyrir þremur árum um mannræktarstarf í Nuuk má sjá hér:
Grænland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Sala áfengis bönnuð fyrirvaralaust í Nuuk Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, setti fyrirvaralaust á áfengisbann í Nuuk og nágrannabyggðum í gærkvöldi, sem tók gildi kl. 20 á laugardagskvöldi. 29. mars 2020 07:44 Kórónaveiran veikir stöðu kvenna Fulltrúar UN Women í Asíu segja það staðreynd að í neyðaraðstæðum séu konur berskjaldaðri en nokkru sinni fyrir ofbeldi. 24. mars 2020 12:00 COVID 19: Aukin hætta á að börn sæti ofbeldi UNICEF hvetur stjórnvöld um allan heim til að tryggja öryggi og velferð barna í því félags- og efnahagslega ástandi sem skapast hefur vegna Covid-19 heimsfaraldursins. 23. mars 2020 10:15 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Sala áfengis bönnuð fyrirvaralaust í Nuuk Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, setti fyrirvaralaust á áfengisbann í Nuuk og nágrannabyggðum í gærkvöldi, sem tók gildi kl. 20 á laugardagskvöldi. 29. mars 2020 07:44
Kórónaveiran veikir stöðu kvenna Fulltrúar UN Women í Asíu segja það staðreynd að í neyðaraðstæðum séu konur berskjaldaðri en nokkru sinni fyrir ofbeldi. 24. mars 2020 12:00
COVID 19: Aukin hætta á að börn sæti ofbeldi UNICEF hvetur stjórnvöld um allan heim til að tryggja öryggi og velferð barna í því félags- og efnahagslega ástandi sem skapast hefur vegna Covid-19 heimsfaraldursins. 23. mars 2020 10:15