Efla þarf viðhaldsmeðferð fólks með alvarlegan vímuefnavanda hér á landi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. mars 2020 22:57 Svala Jóhannsdóttir, verkefnastýra Frú Rangheiðar, segir að auka þurfi aðgang að viðhaldsmeðferð á Íslandi. Stöð 2 Efla þarf viðhaldsmeðferð fólks með alvarlegan vímuefnavanda hér á landi. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar, skaðaminnkunarverkefnis Rauða krossins, segir að þurrkur sé að myndast á ólöglega vímuefnamarkaðinum vegna faraldursins. Samkvæmt upplýsingum frá Svölu Jóhannsdóttur, verkefnastýru Frú Ragnheiðar, hefur dregið verulega úr framboði á OxyContin, Fentanyl, Contalgin og kókaíni hér á landi frá því að kórónuveiran breiddist um heimsbyggðina en ferðafrelsi setur mark sitt á að ólöglegum lyfjum og fíkniefnum sé smyglað til landsins. Rauði Krossinn á Íslandi hefur miklar áhyggjur af vímuefnaneytendum í viðkvæmasta hópi samfélagsins vegna kórónuveirunnar. Verklagi hefur verið breytt en skimað er eftir einkennum veirunnar símleiðis. Svala sagði í Víglínunni á Stöð 2 í dag að eftir tvær vikur, eða um það leiti sem kórónuveirufaraldurinn væri að ná hámarki hér á landi, verði töluverður skortur á morfínskyldum lyfjum. „Þegar skortur er á framboði en eftirspurnin er sú sama bitnar það verst á fólki með veikasta vímuefnavandann. Hann verður útsettur fyrir meiri hörku og neyð og misnotkun.“ Svala segir að við þær aðstæður sem nú ríki í þjóðfélaginu væri skynsöm viðbrögð yfirvalda að auka viðhaldsmeðferð fyrir þennan hóp samfélagsins. „Af því að við erum að fá símtöl næstum því daglega núna og höfum gert síðustu viku og fólk er að óska eftir aðstoð við að komast í viðhaldsmeðferð en því miður er staðan í landinu þannig að það eru biðlistar alls staðar og af því að við erum að fara þá leið að fólk þurfi fyrst að fara í innlögn þá er mjög erfitt að koma fólki í viðhaldsmeðferð á Íslandi.“ „Þetta er hópur sem sækir mjög illa heilbrigðisþjónustu og hefur í raun mjög skert aðgengi að heilbrigðisþjónustu þannig að úrræði eins og Frú Ragnheiður og öll önnur vettvangsþjónusta þarf núna á þessum tíma að halda eins miklu sambandi við þennan afar jaðarsetta hóp eins og hægt er. Þannig að við leggjum mikla áherslu á að Frú Ragnheiður gangi sex kvöld í viku og á daginn erum við í miklu símasambandi við okkar fólk,“ segir Svala. Víglínan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir gæfu að Landspítalinn sé í tveimur húsum „Verkefnin eru að aukast og róðurinn er að þyngjast inni á spítalanum en hafandi sagt það þá höfum við haft nógan tíma til þess að undirbúa okkur og við höfum fylgst gríðarlega vel með því sem hefur verið að gerast bæði úti í heimi og í okkar samfélagi.“ 29. mars 2020 20:56 Ekki útilokað að innfluttar vörur hækki í verði Ekki er útilokað að innfluttar vörur kunni að hækka í verði að sögn fjármálaráðherra í ljósi þess að blikur eru á lofti í efnahagsmálum og flugsamgöngur í lamasessi. Því sé tilvalið að styðja við íslenska framleiðslu að hans mati. 22. mars 2020 19:55 Efnahagsaðgerðir og ferðaþjónustan í Víglínunni Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, er fyrri gestur Víglínunnar í dag. Þá verður einnig rætt við Kristófer Oliversson, formann Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu og eiganda og framkvæmdastjóra Center hótela. Báðir munu þeir ræða þá stöðu sem nú er uppi í þjóðfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins sem nú geisar. 22. mars 2020 17:19 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira
Efla þarf viðhaldsmeðferð fólks með alvarlegan vímuefnavanda hér á landi. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar, skaðaminnkunarverkefnis Rauða krossins, segir að þurrkur sé að myndast á ólöglega vímuefnamarkaðinum vegna faraldursins. Samkvæmt upplýsingum frá Svölu Jóhannsdóttur, verkefnastýru Frú Ragnheiðar, hefur dregið verulega úr framboði á OxyContin, Fentanyl, Contalgin og kókaíni hér á landi frá því að kórónuveiran breiddist um heimsbyggðina en ferðafrelsi setur mark sitt á að ólöglegum lyfjum og fíkniefnum sé smyglað til landsins. Rauði Krossinn á Íslandi hefur miklar áhyggjur af vímuefnaneytendum í viðkvæmasta hópi samfélagsins vegna kórónuveirunnar. Verklagi hefur verið breytt en skimað er eftir einkennum veirunnar símleiðis. Svala sagði í Víglínunni á Stöð 2 í dag að eftir tvær vikur, eða um það leiti sem kórónuveirufaraldurinn væri að ná hámarki hér á landi, verði töluverður skortur á morfínskyldum lyfjum. „Þegar skortur er á framboði en eftirspurnin er sú sama bitnar það verst á fólki með veikasta vímuefnavandann. Hann verður útsettur fyrir meiri hörku og neyð og misnotkun.“ Svala segir að við þær aðstæður sem nú ríki í þjóðfélaginu væri skynsöm viðbrögð yfirvalda að auka viðhaldsmeðferð fyrir þennan hóp samfélagsins. „Af því að við erum að fá símtöl næstum því daglega núna og höfum gert síðustu viku og fólk er að óska eftir aðstoð við að komast í viðhaldsmeðferð en því miður er staðan í landinu þannig að það eru biðlistar alls staðar og af því að við erum að fara þá leið að fólk þurfi fyrst að fara í innlögn þá er mjög erfitt að koma fólki í viðhaldsmeðferð á Íslandi.“ „Þetta er hópur sem sækir mjög illa heilbrigðisþjónustu og hefur í raun mjög skert aðgengi að heilbrigðisþjónustu þannig að úrræði eins og Frú Ragnheiður og öll önnur vettvangsþjónusta þarf núna á þessum tíma að halda eins miklu sambandi við þennan afar jaðarsetta hóp eins og hægt er. Þannig að við leggjum mikla áherslu á að Frú Ragnheiður gangi sex kvöld í viku og á daginn erum við í miklu símasambandi við okkar fólk,“ segir Svala.
Víglínan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir gæfu að Landspítalinn sé í tveimur húsum „Verkefnin eru að aukast og róðurinn er að þyngjast inni á spítalanum en hafandi sagt það þá höfum við haft nógan tíma til þess að undirbúa okkur og við höfum fylgst gríðarlega vel með því sem hefur verið að gerast bæði úti í heimi og í okkar samfélagi.“ 29. mars 2020 20:56 Ekki útilokað að innfluttar vörur hækki í verði Ekki er útilokað að innfluttar vörur kunni að hækka í verði að sögn fjármálaráðherra í ljósi þess að blikur eru á lofti í efnahagsmálum og flugsamgöngur í lamasessi. Því sé tilvalið að styðja við íslenska framleiðslu að hans mati. 22. mars 2020 19:55 Efnahagsaðgerðir og ferðaþjónustan í Víglínunni Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, er fyrri gestur Víglínunnar í dag. Þá verður einnig rætt við Kristófer Oliversson, formann Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu og eiganda og framkvæmdastjóra Center hótela. Báðir munu þeir ræða þá stöðu sem nú er uppi í þjóðfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins sem nú geisar. 22. mars 2020 17:19 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira
Segir gæfu að Landspítalinn sé í tveimur húsum „Verkefnin eru að aukast og róðurinn er að þyngjast inni á spítalanum en hafandi sagt það þá höfum við haft nógan tíma til þess að undirbúa okkur og við höfum fylgst gríðarlega vel með því sem hefur verið að gerast bæði úti í heimi og í okkar samfélagi.“ 29. mars 2020 20:56
Ekki útilokað að innfluttar vörur hækki í verði Ekki er útilokað að innfluttar vörur kunni að hækka í verði að sögn fjármálaráðherra í ljósi þess að blikur eru á lofti í efnahagsmálum og flugsamgöngur í lamasessi. Því sé tilvalið að styðja við íslenska framleiðslu að hans mati. 22. mars 2020 19:55
Efnahagsaðgerðir og ferðaþjónustan í Víglínunni Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, er fyrri gestur Víglínunnar í dag. Þá verður einnig rætt við Kristófer Oliversson, formann Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu og eiganda og framkvæmdastjóra Center hótela. Báðir munu þeir ræða þá stöðu sem nú er uppi í þjóðfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins sem nú geisar. 22. mars 2020 17:19