Engin merki um að ónæmissvar eða veikindi séu ólík milli L- og S-afbrigða kórónuveirunnar Birgir Olgeirsson skrifar 29. mars 2020 18:29 Skimun fyrir kórónaveirunni hjá Heilsugæslunni Höfða Vísir/Vilhelm Þegar fregnir fóru að berast af kórónuveirunni leið ekki langur tími þar til greint var frá því að hún hefði stökkbreyst. Annars vegar var S-afbrigði veirunnar og L-afbrigði veirunnar. S-afbrigðið átti að vera vægara afbrigðið, það er að segja að þeir sem smituðust af því áttu ekki að veikjast eins mikið og þeir sem smituðust af L-afbrigðinu. Í framhaldinu vöknuðu spurningar um hvort þeir sem hefðu náð sér eftir að hafa smitast af S-afbrigðinu gætu í framhaldinu smitast af L-afbrigðinu og öfugt. Við þessu er ekki fullnægjandi svar. Hins vegar er ekkert hingað til sem bendir til þess að hægt sé að sýkjast aftur af nýju kórónuveirunni. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á fundi almannavarna. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Óljóst hvort hægt er að skipta veirunni í tvo flokka Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, var spurður á upplýsingafundi almannavarna í gær hvort möguleiki væri á því að smitast af báðum afbrigðum veirunnar, bæði saman og í sitthvoru lagi. „Það er kannski óljóst hvort það er hægt að skipta veirunni upp í þessa tvo flokka,“ svaraði Þórólfur og bætti við: „Hún hefur greinilega meiri breytileika í sér en bara L og S. Hvað það þýðir nákvæmlega er ekki vitað.“ Þá sé heldur ekki vitað nákvæmlega hvort ónæmi gegn einni tegund af þessari veiru, ef hægt er að skilgreina hana þannig, valdi ónæmi gegn annarri að sögn Þórólfs. „Þetta á eftir að skýrast betur en það virðist ekki vera eins og Kína og á þeim stöðum þar sem faraldurinn er genginn yfir, allavega enn sem komið er, það er allavega ekki kominn annar faraldur til dæmis. Þetta bara vitum við ekki nákvæmlega hvernig verður,“ sagði Þórólfur. Mikil gagnrýni á þessa „uppgötvun" Undir þetta tekur Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir á Landspítalanum, sem ritaði grein á Vísindavef Háskóla Íslands þar sem hann svaraði spurningunni hvort hægt sé að smitast tvisvar af kórónuveirunni? Jón Magnús segir í samtali við Vísi að vísindamenn við Peking-háskólann í Kína, Xialou Tang og kollegar hans, hefðu rannsakað erfðamengi veirunni úr 103 sýnum og fundið tvær algengar stökkbreytingar og skilgreindu út frá því tvö afbrigði: L og S. „Hins vegar hefur mikil gagnrýni komið fram eftir að greinin birtist og, í stuttu máli, eru ekki næg gögn til staðar sem styðja að um mismunandi afbrigði sé að ræða,“ segir Jón Magnús. Hann bendir á að munurinn á milli veiranna felist í einum tilteknum stað í erfðamenginu með óljósa þýðingu. „Það eru engin gögn sem sýna að munurinn á milli „afbrigðanna“ breyti nokkru varðandi dreifingu, enn síður einkenni og alvarleika veikinda. Það er að sama skapi engin merki um að ónæmi sé mismunandi milli þessara „afbrigða”,“ segir Jón Magnús. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Heilbrigðismál Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Sjá meira
Þegar fregnir fóru að berast af kórónuveirunni leið ekki langur tími þar til greint var frá því að hún hefði stökkbreyst. Annars vegar var S-afbrigði veirunnar og L-afbrigði veirunnar. S-afbrigðið átti að vera vægara afbrigðið, það er að segja að þeir sem smituðust af því áttu ekki að veikjast eins mikið og þeir sem smituðust af L-afbrigðinu. Í framhaldinu vöknuðu spurningar um hvort þeir sem hefðu náð sér eftir að hafa smitast af S-afbrigðinu gætu í framhaldinu smitast af L-afbrigðinu og öfugt. Við þessu er ekki fullnægjandi svar. Hins vegar er ekkert hingað til sem bendir til þess að hægt sé að sýkjast aftur af nýju kórónuveirunni. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á fundi almannavarna. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Óljóst hvort hægt er að skipta veirunni í tvo flokka Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, var spurður á upplýsingafundi almannavarna í gær hvort möguleiki væri á því að smitast af báðum afbrigðum veirunnar, bæði saman og í sitthvoru lagi. „Það er kannski óljóst hvort það er hægt að skipta veirunni upp í þessa tvo flokka,“ svaraði Þórólfur og bætti við: „Hún hefur greinilega meiri breytileika í sér en bara L og S. Hvað það þýðir nákvæmlega er ekki vitað.“ Þá sé heldur ekki vitað nákvæmlega hvort ónæmi gegn einni tegund af þessari veiru, ef hægt er að skilgreina hana þannig, valdi ónæmi gegn annarri að sögn Þórólfs. „Þetta á eftir að skýrast betur en það virðist ekki vera eins og Kína og á þeim stöðum þar sem faraldurinn er genginn yfir, allavega enn sem komið er, það er allavega ekki kominn annar faraldur til dæmis. Þetta bara vitum við ekki nákvæmlega hvernig verður,“ sagði Þórólfur. Mikil gagnrýni á þessa „uppgötvun" Undir þetta tekur Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir á Landspítalanum, sem ritaði grein á Vísindavef Háskóla Íslands þar sem hann svaraði spurningunni hvort hægt sé að smitast tvisvar af kórónuveirunni? Jón Magnús segir í samtali við Vísi að vísindamenn við Peking-háskólann í Kína, Xialou Tang og kollegar hans, hefðu rannsakað erfðamengi veirunni úr 103 sýnum og fundið tvær algengar stökkbreytingar og skilgreindu út frá því tvö afbrigði: L og S. „Hins vegar hefur mikil gagnrýni komið fram eftir að greinin birtist og, í stuttu máli, eru ekki næg gögn til staðar sem styðja að um mismunandi afbrigði sé að ræða,“ segir Jón Magnús. Hann bendir á að munurinn á milli veiranna felist í einum tilteknum stað í erfðamenginu með óljósa þýðingu. „Það eru engin gögn sem sýna að munurinn á milli „afbrigðanna“ breyti nokkru varðandi dreifingu, enn síður einkenni og alvarleika veikinda. Það er að sama skapi engin merki um að ónæmi sé mismunandi milli þessara „afbrigða”,“ segir Jón Magnús.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Heilbrigðismál Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Sjá meira