Engin merki um að ónæmissvar eða veikindi séu ólík milli L- og S-afbrigða kórónuveirunnar Birgir Olgeirsson skrifar 29. mars 2020 18:29 Skimun fyrir kórónaveirunni hjá Heilsugæslunni Höfða Vísir/Vilhelm Þegar fregnir fóru að berast af kórónuveirunni leið ekki langur tími þar til greint var frá því að hún hefði stökkbreyst. Annars vegar var S-afbrigði veirunnar og L-afbrigði veirunnar. S-afbrigðið átti að vera vægara afbrigðið, það er að segja að þeir sem smituðust af því áttu ekki að veikjast eins mikið og þeir sem smituðust af L-afbrigðinu. Í framhaldinu vöknuðu spurningar um hvort þeir sem hefðu náð sér eftir að hafa smitast af S-afbrigðinu gætu í framhaldinu smitast af L-afbrigðinu og öfugt. Við þessu er ekki fullnægjandi svar. Hins vegar er ekkert hingað til sem bendir til þess að hægt sé að sýkjast aftur af nýju kórónuveirunni. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á fundi almannavarna. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Óljóst hvort hægt er að skipta veirunni í tvo flokka Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, var spurður á upplýsingafundi almannavarna í gær hvort möguleiki væri á því að smitast af báðum afbrigðum veirunnar, bæði saman og í sitthvoru lagi. „Það er kannski óljóst hvort það er hægt að skipta veirunni upp í þessa tvo flokka,“ svaraði Þórólfur og bætti við: „Hún hefur greinilega meiri breytileika í sér en bara L og S. Hvað það þýðir nákvæmlega er ekki vitað.“ Þá sé heldur ekki vitað nákvæmlega hvort ónæmi gegn einni tegund af þessari veiru, ef hægt er að skilgreina hana þannig, valdi ónæmi gegn annarri að sögn Þórólfs. „Þetta á eftir að skýrast betur en það virðist ekki vera eins og Kína og á þeim stöðum þar sem faraldurinn er genginn yfir, allavega enn sem komið er, það er allavega ekki kominn annar faraldur til dæmis. Þetta bara vitum við ekki nákvæmlega hvernig verður,“ sagði Þórólfur. Mikil gagnrýni á þessa „uppgötvun" Undir þetta tekur Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir á Landspítalanum, sem ritaði grein á Vísindavef Háskóla Íslands þar sem hann svaraði spurningunni hvort hægt sé að smitast tvisvar af kórónuveirunni? Jón Magnús segir í samtali við Vísi að vísindamenn við Peking-háskólann í Kína, Xialou Tang og kollegar hans, hefðu rannsakað erfðamengi veirunni úr 103 sýnum og fundið tvær algengar stökkbreytingar og skilgreindu út frá því tvö afbrigði: L og S. „Hins vegar hefur mikil gagnrýni komið fram eftir að greinin birtist og, í stuttu máli, eru ekki næg gögn til staðar sem styðja að um mismunandi afbrigði sé að ræða,“ segir Jón Magnús. Hann bendir á að munurinn á milli veiranna felist í einum tilteknum stað í erfðamenginu með óljósa þýðingu. „Það eru engin gögn sem sýna að munurinn á milli „afbrigðanna“ breyti nokkru varðandi dreifingu, enn síður einkenni og alvarleika veikinda. Það er að sama skapi engin merki um að ónæmi sé mismunandi milli þessara „afbrigða”,“ segir Jón Magnús. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Heilbrigðismál Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Þegar fregnir fóru að berast af kórónuveirunni leið ekki langur tími þar til greint var frá því að hún hefði stökkbreyst. Annars vegar var S-afbrigði veirunnar og L-afbrigði veirunnar. S-afbrigðið átti að vera vægara afbrigðið, það er að segja að þeir sem smituðust af því áttu ekki að veikjast eins mikið og þeir sem smituðust af L-afbrigðinu. Í framhaldinu vöknuðu spurningar um hvort þeir sem hefðu náð sér eftir að hafa smitast af S-afbrigðinu gætu í framhaldinu smitast af L-afbrigðinu og öfugt. Við þessu er ekki fullnægjandi svar. Hins vegar er ekkert hingað til sem bendir til þess að hægt sé að sýkjast aftur af nýju kórónuveirunni. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á fundi almannavarna. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Óljóst hvort hægt er að skipta veirunni í tvo flokka Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, var spurður á upplýsingafundi almannavarna í gær hvort möguleiki væri á því að smitast af báðum afbrigðum veirunnar, bæði saman og í sitthvoru lagi. „Það er kannski óljóst hvort það er hægt að skipta veirunni upp í þessa tvo flokka,“ svaraði Þórólfur og bætti við: „Hún hefur greinilega meiri breytileika í sér en bara L og S. Hvað það þýðir nákvæmlega er ekki vitað.“ Þá sé heldur ekki vitað nákvæmlega hvort ónæmi gegn einni tegund af þessari veiru, ef hægt er að skilgreina hana þannig, valdi ónæmi gegn annarri að sögn Þórólfs. „Þetta á eftir að skýrast betur en það virðist ekki vera eins og Kína og á þeim stöðum þar sem faraldurinn er genginn yfir, allavega enn sem komið er, það er allavega ekki kominn annar faraldur til dæmis. Þetta bara vitum við ekki nákvæmlega hvernig verður,“ sagði Þórólfur. Mikil gagnrýni á þessa „uppgötvun" Undir þetta tekur Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir á Landspítalanum, sem ritaði grein á Vísindavef Háskóla Íslands þar sem hann svaraði spurningunni hvort hægt sé að smitast tvisvar af kórónuveirunni? Jón Magnús segir í samtali við Vísi að vísindamenn við Peking-háskólann í Kína, Xialou Tang og kollegar hans, hefðu rannsakað erfðamengi veirunni úr 103 sýnum og fundið tvær algengar stökkbreytingar og skilgreindu út frá því tvö afbrigði: L og S. „Hins vegar hefur mikil gagnrýni komið fram eftir að greinin birtist og, í stuttu máli, eru ekki næg gögn til staðar sem styðja að um mismunandi afbrigði sé að ræða,“ segir Jón Magnús. Hann bendir á að munurinn á milli veiranna felist í einum tilteknum stað í erfðamenginu með óljósa þýðingu. „Það eru engin gögn sem sýna að munurinn á milli „afbrigðanna“ breyti nokkru varðandi dreifingu, enn síður einkenni og alvarleika veikinda. Það er að sama skapi engin merki um að ónæmi sé mismunandi milli þessara „afbrigða”,“ segir Jón Magnús.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Heilbrigðismál Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira