Rússum gert að halda sig heima þó ekki ríki faraldur Andri Eysteinsson skrifar 28. mars 2020 09:52 Frá Sochi við Svartahaf þar srem varað er við kórónuveirunni. Getty/Feoktistov Rússnesk yfirvöld hafa beðið Rússa um að halda sig heima í næstu viku til þess að reyna að hægja á útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Yfir 1000 tilfelli kórónuveirunnar sem getur valdið COVID-19 sjúkdómnum hafa greinst í Rússlandi, flest í höfuðborginni Moskvu. Forseti Rússlands, Vladimir Pútín tilkynnti á dögunum að öllum yrði gefið launað frí frá vinnu í viku, eitthvað virtust Rússar misskilja skilaboðin því BBC greinir frá að eftir að áformin voru kynnt hafi orðið mikil aukning í viðskiptum hjá ferðaskrifstofum landsins. Talið er líklegt að misvísandi skilaboð frá yfirvöldum beri þar sök. Þrátt fyrir tilfellin 1000 og frí-vikuna hefur talsmaður rússnesku ríkisstjórnarinnar sagt að í landinu ríki enginn faraldur kórónuveirunnar og byggir það á samanburði á tölum yfir smitaða í Rússlandi og annars staðar í Evrópu. Þó hefur verið hægt að merkja aukningu hjá þeim sem bera andlitsgrímur eftir að áform Pútín voru kynnt en með þeim verður öllu nema matvöruverslunum og veitingastöðum lokað, að ótöldum framvarðarsveitum almannavarna. Aðsókn í hótel við Svartahaf jókst til muna Ríkisstjóri Krasnódar héraðs, Benjamín Kondratíev, áréttaði fyrir fylgjendum sínum á Instagram að í raun væri ekki að ræða aukafrídaga. Krasnodar hérað, þar sem Sochi við Svartahaf er að finna, er vinsæll áfangastaður Rússa í fríhugleiðingum. Eftir ávarp Pútín jukust hótelbókanir á svæðinu umtalsvert. Kondratíev og aðrir ráðamenn í Krasnódar hafa hins vegar ákveðið að láta loka veitingastöðum, görðum og verslunarmiðstöðvum og hafa sett takmarkanir á flugsamgöngur til þess að leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn kórónuveirunni. Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Rússnesk yfirvöld hafa beðið Rússa um að halda sig heima í næstu viku til þess að reyna að hægja á útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Yfir 1000 tilfelli kórónuveirunnar sem getur valdið COVID-19 sjúkdómnum hafa greinst í Rússlandi, flest í höfuðborginni Moskvu. Forseti Rússlands, Vladimir Pútín tilkynnti á dögunum að öllum yrði gefið launað frí frá vinnu í viku, eitthvað virtust Rússar misskilja skilaboðin því BBC greinir frá að eftir að áformin voru kynnt hafi orðið mikil aukning í viðskiptum hjá ferðaskrifstofum landsins. Talið er líklegt að misvísandi skilaboð frá yfirvöldum beri þar sök. Þrátt fyrir tilfellin 1000 og frí-vikuna hefur talsmaður rússnesku ríkisstjórnarinnar sagt að í landinu ríki enginn faraldur kórónuveirunnar og byggir það á samanburði á tölum yfir smitaða í Rússlandi og annars staðar í Evrópu. Þó hefur verið hægt að merkja aukningu hjá þeim sem bera andlitsgrímur eftir að áform Pútín voru kynnt en með þeim verður öllu nema matvöruverslunum og veitingastöðum lokað, að ótöldum framvarðarsveitum almannavarna. Aðsókn í hótel við Svartahaf jókst til muna Ríkisstjóri Krasnódar héraðs, Benjamín Kondratíev, áréttaði fyrir fylgjendum sínum á Instagram að í raun væri ekki að ræða aukafrídaga. Krasnodar hérað, þar sem Sochi við Svartahaf er að finna, er vinsæll áfangastaður Rússa í fríhugleiðingum. Eftir ávarp Pútín jukust hótelbókanir á svæðinu umtalsvert. Kondratíev og aðrir ráðamenn í Krasnódar hafa hins vegar ákveðið að láta loka veitingastöðum, görðum og verslunarmiðstöðvum og hafa sett takmarkanir á flugsamgöngur til þess að leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn kórónuveirunni.
Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira