Hjalti Úrsus leiðrétti gríðarlegan misskilning um konur og lyftingar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2020 15:00 Amalía Ósk Sigurðardóttir og Kristín Dóra Sigurðardóttir ræddu við þá Heimi Karlsson og Gunnlaug Helgason „Í Bítinu“ á Stöð 2 Sport, Bylgjunni og Vísi í morgun. Þær lyftu líka þungum lóðum. Skjámynd/S2 Það voru mikil átök í „Í Bítinu“ á Stöð 2 Sport, Bylgjunni og Vísi í morgun þegar tvær öflugar kraftakonur mættu í settið hjá þeim Heimi Karlssyni og Gunnlaugi Helgasyni og sýndu ólympískar lyftingar. Hjalti Úrsus mætti líka og hvatti stelpurnar áfram. Amalía Ósk Sigurðardóttir og Kristín Dóra Sigurðardóttir hafa báðar orðið Íslandsmeistarar í ólympískum lyftingum, Amalía Ósk í ár og Kristín Dóra í fyrra. Amalía Ósk Sigurðardóttir hitaði upp með því að jafnhenda 65 kílóum en lyfti síðan bæði 80 og 90 kílóum. Íslandsmet hennar er 100 kíló. Kristín Dóra Sigurðardóttir snaraði 50, 55 og 60 kílóum. Hjalti Úrsus var mjög ánægður með stelpurnar og hrósaði þeim mikið fyrir tæknina. Hjalti Úrsus ræddi líka við Heimi og Gunnlaug um lyftingar og þá sérstaklega lyftingar kvenna. Konur sáust varla í lyftingasalnum þegar hann var að byrja en það hefur gjörbreyst á síðustu árum. „Ég hélt að lyftingarnar væri að deyja út en svo kemur CrossFit inn og það verður bara sprengja út um allan heim. Önnur hver kona er að taka jafnhendingu, snörun eða réttstöðulyftu. Almenningur er búinn að samþykkja þetta,“ sagði Hjalti Úrsus. „Maður hefur heyrt það að konurnar vilji ekki fara í lyftingar af því að þær vilja ekki fá vöðva,“ sagði Gunnlaugur Helgason en Hjalti vildi leiðrétta þá mýtu. „Það er gríðarlegur misskilningur. Til að fá einhvern vöðvamassa þá þarf að æfa alveg gríðarlega mikið og með sérstöku mataræði og allt þetta. Þetta er breytt í dag. Konurnar vilja vera tónaðar, vera í flottu formi og þær vilja vera með vöðva,“ sagði Hjalti Úrsus. „Svo heyrir maður stundum að einhverjar konur tala um það að þær þora ekki að fara að lyfta af því að þá fái svo hrikalega kálfa eða læri. Ég fékk sæmilegt læri en ég þurfti að taka 400 kíló í hnébeygju og ganga í gegnum helvíti til að fá þessi læri. Þetta hoppar ekki á þig. Þetta er smá misskilningur því vöðvarnir eru ekki að fara að hoppa á neinn,“ sagði Hjalti Úrsus. Það má sjá myndbandið með heimsókninni hér fyrir neðan. Kraftlyftingar Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Sjá meira
Það voru mikil átök í „Í Bítinu“ á Stöð 2 Sport, Bylgjunni og Vísi í morgun þegar tvær öflugar kraftakonur mættu í settið hjá þeim Heimi Karlssyni og Gunnlaugi Helgasyni og sýndu ólympískar lyftingar. Hjalti Úrsus mætti líka og hvatti stelpurnar áfram. Amalía Ósk Sigurðardóttir og Kristín Dóra Sigurðardóttir hafa báðar orðið Íslandsmeistarar í ólympískum lyftingum, Amalía Ósk í ár og Kristín Dóra í fyrra. Amalía Ósk Sigurðardóttir hitaði upp með því að jafnhenda 65 kílóum en lyfti síðan bæði 80 og 90 kílóum. Íslandsmet hennar er 100 kíló. Kristín Dóra Sigurðardóttir snaraði 50, 55 og 60 kílóum. Hjalti Úrsus var mjög ánægður með stelpurnar og hrósaði þeim mikið fyrir tæknina. Hjalti Úrsus ræddi líka við Heimi og Gunnlaug um lyftingar og þá sérstaklega lyftingar kvenna. Konur sáust varla í lyftingasalnum þegar hann var að byrja en það hefur gjörbreyst á síðustu árum. „Ég hélt að lyftingarnar væri að deyja út en svo kemur CrossFit inn og það verður bara sprengja út um allan heim. Önnur hver kona er að taka jafnhendingu, snörun eða réttstöðulyftu. Almenningur er búinn að samþykkja þetta,“ sagði Hjalti Úrsus. „Maður hefur heyrt það að konurnar vilji ekki fara í lyftingar af því að þær vilja ekki fá vöðva,“ sagði Gunnlaugur Helgason en Hjalti vildi leiðrétta þá mýtu. „Það er gríðarlegur misskilningur. Til að fá einhvern vöðvamassa þá þarf að æfa alveg gríðarlega mikið og með sérstöku mataræði og allt þetta. Þetta er breytt í dag. Konurnar vilja vera tónaðar, vera í flottu formi og þær vilja vera með vöðva,“ sagði Hjalti Úrsus. „Svo heyrir maður stundum að einhverjar konur tala um það að þær þora ekki að fara að lyfta af því að þá fái svo hrikalega kálfa eða læri. Ég fékk sæmilegt læri en ég þurfti að taka 400 kíló í hnébeygju og ganga í gegnum helvíti til að fá þessi læri. Þetta hoppar ekki á þig. Þetta er smá misskilningur því vöðvarnir eru ekki að fara að hoppa á neinn,“ sagði Hjalti Úrsus. Það má sjá myndbandið með heimsókninni hér fyrir neðan.
Kraftlyftingar Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Sjá meira