„Við höfum ekki gefið þau tilmæli út að afar og ömmur megi ekki hitta barnabörnin sín“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. mars 2020 15:50 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að ekki hafi verið gefin út þau tilmæli að ömmur og afar megi ekki hitta barnabörnin sín. Það sé af og frá. Þetta kom fram á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag vegna kórónuveirufaraldursins. Þar var varpað fram spurningu varðandi tvo kennara á sjötugsaldri sem hafa ekki getað hitt barnabörnin sín í tvær vikur þar sem þær taki tilmæli sóttvarnalæknis og almannavarna mjög alvarlega. Þær séu því ekki að umgangast barnabörnin en séu aftur á móti útsettar fyrir þeim börnum sem þær eru að kenna. Þá hefðu kennararnir einnig áhyggjur af því að börnin væru að leika saman eftir skóla og blönduðust þá stærri hópum en þau eru í í skólanum. „Við höfum ekki gefið þau tilmæli út að afar og ömmur megi ekki hitta barnabörnin sín, það er af og frá. Við höfum sagt að það þurfi að passa og gæta að sér. Á því byggja líka þessar ráðleggingar um takmarkanir á skólahaldi sem eru vissulega fyrir hendi. Það er alveg hárrétt að það hafa komið athugasemdir við það að börn væru í takmörkuðum hópum í skólanum en gætu síðan sameinast og verið í stærri hópum utan skólans. Við höfum lagt á það mikla áherslu að það gerist ekki,“ sagði Þórólfur. Ekki hægt að segja til um hvenær heimsóknarbanni verður aflétt Þó er það auðvitað svo að mikil áhersla hefur verið lögð á það í baráttunni við kórónuveiruna hér á landi að vernda viðkvæma hópa, aldraða og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Vegna þessa hefur til að mynda verið heimsóknarbann á dvalarheimilum og hjúkrunarheimilum og ástvinir ekki geta heimsótt ættingja sína, til dæmis ömmu, afa, langömmu og langafa. Þórólfur var spurður að því á fundinum hve lengi þau sæju fyrir sér að slíkt heimsóknarbann yrði í gildi. „Ég held að það sé erfitt að segja nákvæmlega um tímapunktinn, eins og nákvæmlega um þær aðgerðir sem við erum með í gangi nú þegar. Það ræðst mjög mikið af því hvernig framþróun faraldursins verður. Hvort við fáum mikið af sýkingum hjá öldruðum sem skapa mikið álag á heilbrigðiskerfið og heilbrigðisþjónustuna. Þannig að þetta er eins og allt annað sem við erum að gera í endurmati frá degi til dags þannig að nákvæma tímasetningu er ekki hægt að gefa,“ sagði Þórólfur. Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Börn og uppeldi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að ekki hafi verið gefin út þau tilmæli að ömmur og afar megi ekki hitta barnabörnin sín. Það sé af og frá. Þetta kom fram á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag vegna kórónuveirufaraldursins. Þar var varpað fram spurningu varðandi tvo kennara á sjötugsaldri sem hafa ekki getað hitt barnabörnin sín í tvær vikur þar sem þær taki tilmæli sóttvarnalæknis og almannavarna mjög alvarlega. Þær séu því ekki að umgangast barnabörnin en séu aftur á móti útsettar fyrir þeim börnum sem þær eru að kenna. Þá hefðu kennararnir einnig áhyggjur af því að börnin væru að leika saman eftir skóla og blönduðust þá stærri hópum en þau eru í í skólanum. „Við höfum ekki gefið þau tilmæli út að afar og ömmur megi ekki hitta barnabörnin sín, það er af og frá. Við höfum sagt að það þurfi að passa og gæta að sér. Á því byggja líka þessar ráðleggingar um takmarkanir á skólahaldi sem eru vissulega fyrir hendi. Það er alveg hárrétt að það hafa komið athugasemdir við það að börn væru í takmörkuðum hópum í skólanum en gætu síðan sameinast og verið í stærri hópum utan skólans. Við höfum lagt á það mikla áherslu að það gerist ekki,“ sagði Þórólfur. Ekki hægt að segja til um hvenær heimsóknarbanni verður aflétt Þó er það auðvitað svo að mikil áhersla hefur verið lögð á það í baráttunni við kórónuveiruna hér á landi að vernda viðkvæma hópa, aldraða og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Vegna þessa hefur til að mynda verið heimsóknarbann á dvalarheimilum og hjúkrunarheimilum og ástvinir ekki geta heimsótt ættingja sína, til dæmis ömmu, afa, langömmu og langafa. Þórólfur var spurður að því á fundinum hve lengi þau sæju fyrir sér að slíkt heimsóknarbann yrði í gildi. „Ég held að það sé erfitt að segja nákvæmlega um tímapunktinn, eins og nákvæmlega um þær aðgerðir sem við erum með í gangi nú þegar. Það ræðst mjög mikið af því hvernig framþróun faraldursins verður. Hvort við fáum mikið af sýkingum hjá öldruðum sem skapa mikið álag á heilbrigðiskerfið og heilbrigðisþjónustuna. Þannig að þetta er eins og allt annað sem við erum að gera í endurmati frá degi til dags þannig að nákvæma tímasetningu er ekki hægt að gefa,“ sagði Þórólfur.
Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Börn og uppeldi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira