Fjöldi látinna á Spáni hækkar mjög Samúel Karl Ólason skrifar 25. mars 2020 18:43 Fjöldi látinna á Spáni vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, hækkaði um 738 á síðasta sólarhring og er nú í heildina 3.434. Með því hefur Spánn tekið fram úr Kína varðandi fjölda látinna, þar sem opinberar tölur segja að 3.285 hafi dáið. Það ríki sem er hvað verst statt er Ítalía, þar sem tala látinna er 6.820. Á heimsvísu er búið að staðfesta um 450 þúsund smit og hafa rúmlega 20 þúsund látið lífið. Rúmlega 110 þúsund manns hafa smitast og náð sér, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum í Bandaríkjunum. Samkvæmt frétt BBC mun ríkisstjórn Spánar falast eftir því í kvöld að þingmenn framlengi neyðarástandsyfirlýsingu um tvær vikur. Samkvæmt neyðaraðgerðum á Spáni hefur fólki verið meinað að yfirgefa heimili sín, nema til að versla nauðsynjar eða fara til vinnu. Carmen Calvo, aðstoðarforsætisráðherra Spánar, hefur verið lögð inn á sjúkrahús vegna öndunarerfiðleika og er hún með Covid-19. Kórónuveiran hefur komið verulega niður á heilbrigðisstarfsfólki á heimsvísu en hvergi verr en á Ítalíu og Spáni. Þar hefur verið skortur á hlífðarbúnaði um margra vikna skeið. Á spáni hafa um 6.500 heilbrigðisstarfsmenn smitast og samsvarar það 13,6 prósentum allra tilfella í landinu. Minnst þrír heilbrigðisstarfsmenn hafa dáið, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. „Við erum að hruni komin. Við þurfum meira fólk,“ sagði hjúkrunarfræðingurinn Lidia Perera. „Ef þú hefðir sagt mér fyrir þremur mánuðum að við yrðum að vinna við þessar kringumstæður á Spáni, hefði ég ekki trúað þér.“ Á Ítalíu er heilbrigðisstarfsfólk um tíu prósent allra smitaðra munu minnst 19 hafa dáið. Hjúkrunarfræðingar og læknar hafa grátbeðið ríkisstjórn landsins um fleiri grímur, hanska og gleraugu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Ítalía Kína Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Sjá meira
Fjöldi látinna á Spáni vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, hækkaði um 738 á síðasta sólarhring og er nú í heildina 3.434. Með því hefur Spánn tekið fram úr Kína varðandi fjölda látinna, þar sem opinberar tölur segja að 3.285 hafi dáið. Það ríki sem er hvað verst statt er Ítalía, þar sem tala látinna er 6.820. Á heimsvísu er búið að staðfesta um 450 þúsund smit og hafa rúmlega 20 þúsund látið lífið. Rúmlega 110 þúsund manns hafa smitast og náð sér, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum í Bandaríkjunum. Samkvæmt frétt BBC mun ríkisstjórn Spánar falast eftir því í kvöld að þingmenn framlengi neyðarástandsyfirlýsingu um tvær vikur. Samkvæmt neyðaraðgerðum á Spáni hefur fólki verið meinað að yfirgefa heimili sín, nema til að versla nauðsynjar eða fara til vinnu. Carmen Calvo, aðstoðarforsætisráðherra Spánar, hefur verið lögð inn á sjúkrahús vegna öndunarerfiðleika og er hún með Covid-19. Kórónuveiran hefur komið verulega niður á heilbrigðisstarfsfólki á heimsvísu en hvergi verr en á Ítalíu og Spáni. Þar hefur verið skortur á hlífðarbúnaði um margra vikna skeið. Á spáni hafa um 6.500 heilbrigðisstarfsmenn smitast og samsvarar það 13,6 prósentum allra tilfella í landinu. Minnst þrír heilbrigðisstarfsmenn hafa dáið, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. „Við erum að hruni komin. Við þurfum meira fólk,“ sagði hjúkrunarfræðingurinn Lidia Perera. „Ef þú hefðir sagt mér fyrir þremur mánuðum að við yrðum að vinna við þessar kringumstæður á Spáni, hefði ég ekki trúað þér.“ Á Ítalíu er heilbrigðisstarfsfólk um tíu prósent allra smitaðra munu minnst 19 hafa dáið. Hjúkrunarfræðingar og læknar hafa grátbeðið ríkisstjórn landsins um fleiri grímur, hanska og gleraugu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Ítalía Kína Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Sjá meira