Stöðumælaverðir láta kórónuveiru ekki stoppa sig Jakob Bjarnar skrifar 25. mars 2020 15:31 Þó nú sé nóg af stæðum, Reykjavík er orðin hálfgerð draugaborg í kjölfar útbreiðslu kórónuveirunnar, þá halda stöðumælaverðir ótrauðir sínu striki. visir/jakob Þjóðin er lögst í híði vegna kórónuveirunnar, varla er maður á stjái en ein er þó sú stétt sem lætur ástandið ekki trufla sig: Stöðumælaverðir. Margur maðurinn furðar sig á því hversu ötullega þeir ganga fram í ljósi aðstæðna. Einn viðmælandi Vísis sagðist hafa lagt bíl sínum við Skólavörðustíg milli klukkan fimm og sex í gær. Fyrir utan heimili sitt. Hann sagðist bara ekki hafa látið sér til hugar koma að stöðumælaverðir væru á vappi við þessar aðstæður, nóg af stæðum og varla kráka á kreiki. En, seinna um kvöldið, þegar hann þurfti að bregða sér af bæ var sektarmiði undir rúðuþurrkunni. Allt í fullum gangi hjá Bílastæðasjóði Albert Heimisson er deildarstjóri hjá Bílastæðasjóði. Hann segir starfsemina óbreytta frá því sem verið hefur og allt í fullum gangi. Enginn stöðumælavörður er í sóttkví en þeir eru alls 16. „Allt óbreytt hjá okkur. Það er náttúrlega minna um bíla þannig að ekki er eins mikið að gera eins og áður. En, við höldum okkar striki þar til annað verður ákveðið.“ Sölvi Snær hefur fylgst með stöðumælavörðum undanfarna daga og segir þá ekki slá slöku við. Nú er ekki mikill skortur á stæðum. Megintilgangurinn með rekstri sjóðsins er að stýra nýtingu bílastæða í því skyni að útvega gestum og viðskiptavinum vel staðsett skammtímastæði þar sem nauðsyn krefur, segir um tilgang sjóðsins á heimasíðu Bílastæðasjóðs. Sem fer jafnframt með eftirlit með bifreiðastöðum í því skyni að greiða fyrir umferð gangandi jafnt sem akandi vegfarenda. Hefur ekkert komið til tals að breyta um stefnu í ljósi aðstæðna? „Ekki okkar að ákveða það. Það eru væntanlega borgaryfirvöld sem ákveða hvaða starfsemi er lögð niður og þess háttar. Við tökum ekki ákvörðun um það einir og sér,“ segir Albert. Þar halda þeir sínu striki þar til annað kemur í ljós. Allir eiga að vera heima, líka stöðumælaverðir Ýmsir borgarbúar furða sig hins vegar á þessu. Sölvi Snær Magnússon sölustjóri er einn þeirra en hann hefur fylgst með vöskum stöðumælavörðum að undanförnu. Hann segir háðslega á Facebooksíðu sinni: „Það er trausvekjandi að sjá þegar barist er fyrir hverri krónu hjá smáum sem stórum fyrirtækjum í miðborginni að borgin standi vaktina af fullum þunga og bílastæðaverðir sekti eins og enginn sé morgundagurinn.“ Sigurveig Káradóttir Miðborgarbúi og matgæðingur með meiru spyr á sinni Facebook-síðu hvort ekki sé bara í lagi að gefa stöðumælavörðum frí? Nóg sé af lausum stæðum og varla ráðlegt að nota greiðsluvélar. „Fólk hefur um margt annað að hugsa á þessum tímum. Nú á þetta ekki að vera ætla sem tekjulind, stöðumælasektir heldur til að losa fyrr um stæði og slíkt.“ Petrína Sæunn Úlfarsdóttir leggur orð í belg á síðu Sigurveigar og segir: „Nú eiga bara ALLIR að vera heima, líka stöðumælaverðir.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Stjórnsýsla Bílar Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Þjóðin er lögst í híði vegna kórónuveirunnar, varla er maður á stjái en ein er þó sú stétt sem lætur ástandið ekki trufla sig: Stöðumælaverðir. Margur maðurinn furðar sig á því hversu ötullega þeir ganga fram í ljósi aðstæðna. Einn viðmælandi Vísis sagðist hafa lagt bíl sínum við Skólavörðustíg milli klukkan fimm og sex í gær. Fyrir utan heimili sitt. Hann sagðist bara ekki hafa látið sér til hugar koma að stöðumælaverðir væru á vappi við þessar aðstæður, nóg af stæðum og varla kráka á kreiki. En, seinna um kvöldið, þegar hann þurfti að bregða sér af bæ var sektarmiði undir rúðuþurrkunni. Allt í fullum gangi hjá Bílastæðasjóði Albert Heimisson er deildarstjóri hjá Bílastæðasjóði. Hann segir starfsemina óbreytta frá því sem verið hefur og allt í fullum gangi. Enginn stöðumælavörður er í sóttkví en þeir eru alls 16. „Allt óbreytt hjá okkur. Það er náttúrlega minna um bíla þannig að ekki er eins mikið að gera eins og áður. En, við höldum okkar striki þar til annað verður ákveðið.“ Sölvi Snær hefur fylgst með stöðumælavörðum undanfarna daga og segir þá ekki slá slöku við. Nú er ekki mikill skortur á stæðum. Megintilgangurinn með rekstri sjóðsins er að stýra nýtingu bílastæða í því skyni að útvega gestum og viðskiptavinum vel staðsett skammtímastæði þar sem nauðsyn krefur, segir um tilgang sjóðsins á heimasíðu Bílastæðasjóðs. Sem fer jafnframt með eftirlit með bifreiðastöðum í því skyni að greiða fyrir umferð gangandi jafnt sem akandi vegfarenda. Hefur ekkert komið til tals að breyta um stefnu í ljósi aðstæðna? „Ekki okkar að ákveða það. Það eru væntanlega borgaryfirvöld sem ákveða hvaða starfsemi er lögð niður og þess háttar. Við tökum ekki ákvörðun um það einir og sér,“ segir Albert. Þar halda þeir sínu striki þar til annað kemur í ljós. Allir eiga að vera heima, líka stöðumælaverðir Ýmsir borgarbúar furða sig hins vegar á þessu. Sölvi Snær Magnússon sölustjóri er einn þeirra en hann hefur fylgst með vöskum stöðumælavörðum að undanförnu. Hann segir háðslega á Facebooksíðu sinni: „Það er trausvekjandi að sjá þegar barist er fyrir hverri krónu hjá smáum sem stórum fyrirtækjum í miðborginni að borgin standi vaktina af fullum þunga og bílastæðaverðir sekti eins og enginn sé morgundagurinn.“ Sigurveig Káradóttir Miðborgarbúi og matgæðingur með meiru spyr á sinni Facebook-síðu hvort ekki sé bara í lagi að gefa stöðumælavörðum frí? Nóg sé af lausum stæðum og varla ráðlegt að nota greiðsluvélar. „Fólk hefur um margt annað að hugsa á þessum tímum. Nú á þetta ekki að vera ætla sem tekjulind, stöðumælasektir heldur til að losa fyrr um stæði og slíkt.“ Petrína Sæunn Úlfarsdóttir leggur orð í belg á síðu Sigurveigar og segir: „Nú eiga bara ALLIR að vera heima, líka stöðumælaverðir.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Stjórnsýsla Bílar Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent