Stjórnarmenn WOW fengið nóg af „rangfærslum og aðdróttunum“ Stefáns Einars Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. mars 2020 14:45 Stefán Einar Stefánsson hefur flutt reglulegar fréttir af málefnum WOW air í viðskiptahluta Morgunblaðsins, auk þess að hafa skrifað bók um flugfélagið. Fyrrverandi stjórnarmenn í hinu fallna WOW air saka viðskiptaritstjóra Morgunblaðsins um fréttaflutning sem ýmist sé efnislega rangur, byggður á endurteknu efni eða inniheldur „aðdróttanir sem nauðsynlegt er að bregðast við.“ Stjórnarmennirnir bregðast einmitt við fréttaflutningi hans í dag, í yfirlýsingu sem þeir sendu fjölmiðlum nú í hádeginu. Þar fara þeir hörðum orðum um skrif Stefáns Einars Stefánssonar, viðskiptaritstjóra og höfund bókarinnar WOW - ris og fall flugfélags sem gefin var út í fyrra. Skúli Mogensen, stofnandi flugfélagsins, hefur áður lýst óánægju sinni með bókina og sagt Stefán hafa farið með „ítrekaðar dylgur og ósannindi“ um málefni WOW. Sjá einnig: Skúli segir „ranga“ forsíðufrétt Stefáns Einars hafa haft neikvæð áhrif á starfsemi WOW Stefán er skrifaður fyrir frétt sem birtist í Morgunblaðinu í dag og ber yfirskriftina „Sækja á 2,8 milljarða tryggingu.“ Fréttin hverfist um tilraunir slitabús flugfélagsins og kröfuhafa til að fá bætt tjón sem „þessir aðilar telja sig hafa orðið fyrir vegna ákvaðana stjórnenda og stjórnar WOW air,“ eins og það er orðað í fréttinni. Skúli Mogensen, stofnandi WOW air, reyndi hvað hann gat að bjarga flugfélagi sínu. Þrátt fyrir andvökunætur og ótal símtöl tókst honum það ekki.Vísir/vilhelm „Undarlegt samhengi“ Umræddir stjórnarmenn hafa ýmislegt við fréttina að athuga og segja hana til að mynda setta í „undarlegt samhengi“ eins og það er orðað í fyrrnefndri yfirlýsingu. „Þar er því haldið fram að félagið hafi keypt stjórnendatryggingu á ögurstundu, sem er ekki aðeins villandi heldur beinlínis rangt. Á ögurstundu stendur fyrirtækjum ekki til boða að kaupa stjórnendatryggingar,“ skrifa stjórnendurnir. Hið rétta sé hinsvegar, að sögn stjórnarmannanna, að stjórn og stjórnendur WOW air hafi verið með stjórnendatryggingu „frá fyrsta degi og hún var reglulega endurnýjuð, eins og aðrar tryggingar félagsins.“ Þar að auki telja stjórnarmennirnir ekkert nýtt í skrifum Stefáns Einars, þetta sé í raun gömul frétt. Ekki aðeins sé eðlilegt að fólk sem telur sig hafa orðið fyrir tjóni vegna gjaldþrots leiti réttar síns heldur hafi verið leitað í umrædda stjórnendatryggingu á síðasta ári, um það leyti sem hún rann úr gildi. „Ekkert hefur hins vegar gerst í málinu síðan - engar frekari kröfur hafa verið gerðar né nokkrar umleitanir átt sér stað.“ Liv Bergþórsdóttir, fyrrverandi stjórnarformaður WOW air, er talsmaður stjórnarinnar hvað þessa gagnrýni varðar. Hún var á dögunum kynnt sem nýr forstjóri ORF Líftækni.orf Mótsagnakenndur Stefán Þar að auki telja stjórnarmennirnir að Stefán Einar sé í mótsögn við sjálfan sig. Orðalag hans um „veikburða tilraun til að forða félaginu frá gjaldþroti“ stangist þannig á við fullyrðingar hans sjálfs um stóræktar björgunartilraunir, sem birtist framar í sömu frétt. „Tilraunir til að bjarga WOW air voru ekki veikburða og virðist ætlun höfundarins sú að gera lítið úr þeim aðgerðum sem farið var í til að reyna að bjarga félaginu. Það hafði gríðarlega mikla þýðingu fyrir framtíð félagsins að allir skyldu leggjast á eitt um björgun þess. Þetta ætti að vera hverjum sem er ljóst þegar nánast öll flugfélög heims standa nú í viðamiklum björgunaraðgerðum. En því miður fór sem fór með ömurlegum afleiðingum,“ skrifa stjórnarmennirnir. Rangfærslur og endurtekið efni Þeir segja jafnframt „fjarri sannleikanum“ að stjórnin sé klofin og „hafi eytt undanförnum mánuðum í að undirbúa varnir sínar vegna fram kominna krafna,“ eins og haldið sé fram í Morgunblaðinu. „Ítrekaður fréttaflutningur viðskiptaritstjóra Morgunblaðsins og höfundar bókarinnar um fall WOW air af málinu byggir því ýmist á rangfærslum eða endurteknu efni.“ WOW Air Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Fyrrverandi stjórnarmenn í hinu fallna WOW air saka viðskiptaritstjóra Morgunblaðsins um fréttaflutning sem ýmist sé efnislega rangur, byggður á endurteknu efni eða inniheldur „aðdróttanir sem nauðsynlegt er að bregðast við.“ Stjórnarmennirnir bregðast einmitt við fréttaflutningi hans í dag, í yfirlýsingu sem þeir sendu fjölmiðlum nú í hádeginu. Þar fara þeir hörðum orðum um skrif Stefáns Einars Stefánssonar, viðskiptaritstjóra og höfund bókarinnar WOW - ris og fall flugfélags sem gefin var út í fyrra. Skúli Mogensen, stofnandi flugfélagsins, hefur áður lýst óánægju sinni með bókina og sagt Stefán hafa farið með „ítrekaðar dylgur og ósannindi“ um málefni WOW. Sjá einnig: Skúli segir „ranga“ forsíðufrétt Stefáns Einars hafa haft neikvæð áhrif á starfsemi WOW Stefán er skrifaður fyrir frétt sem birtist í Morgunblaðinu í dag og ber yfirskriftina „Sækja á 2,8 milljarða tryggingu.“ Fréttin hverfist um tilraunir slitabús flugfélagsins og kröfuhafa til að fá bætt tjón sem „þessir aðilar telja sig hafa orðið fyrir vegna ákvaðana stjórnenda og stjórnar WOW air,“ eins og það er orðað í fréttinni. Skúli Mogensen, stofnandi WOW air, reyndi hvað hann gat að bjarga flugfélagi sínu. Þrátt fyrir andvökunætur og ótal símtöl tókst honum það ekki.Vísir/vilhelm „Undarlegt samhengi“ Umræddir stjórnarmenn hafa ýmislegt við fréttina að athuga og segja hana til að mynda setta í „undarlegt samhengi“ eins og það er orðað í fyrrnefndri yfirlýsingu. „Þar er því haldið fram að félagið hafi keypt stjórnendatryggingu á ögurstundu, sem er ekki aðeins villandi heldur beinlínis rangt. Á ögurstundu stendur fyrirtækjum ekki til boða að kaupa stjórnendatryggingar,“ skrifa stjórnendurnir. Hið rétta sé hinsvegar, að sögn stjórnarmannanna, að stjórn og stjórnendur WOW air hafi verið með stjórnendatryggingu „frá fyrsta degi og hún var reglulega endurnýjuð, eins og aðrar tryggingar félagsins.“ Þar að auki telja stjórnarmennirnir ekkert nýtt í skrifum Stefáns Einars, þetta sé í raun gömul frétt. Ekki aðeins sé eðlilegt að fólk sem telur sig hafa orðið fyrir tjóni vegna gjaldþrots leiti réttar síns heldur hafi verið leitað í umrædda stjórnendatryggingu á síðasta ári, um það leyti sem hún rann úr gildi. „Ekkert hefur hins vegar gerst í málinu síðan - engar frekari kröfur hafa verið gerðar né nokkrar umleitanir átt sér stað.“ Liv Bergþórsdóttir, fyrrverandi stjórnarformaður WOW air, er talsmaður stjórnarinnar hvað þessa gagnrýni varðar. Hún var á dögunum kynnt sem nýr forstjóri ORF Líftækni.orf Mótsagnakenndur Stefán Þar að auki telja stjórnarmennirnir að Stefán Einar sé í mótsögn við sjálfan sig. Orðalag hans um „veikburða tilraun til að forða félaginu frá gjaldþroti“ stangist þannig á við fullyrðingar hans sjálfs um stóræktar björgunartilraunir, sem birtist framar í sömu frétt. „Tilraunir til að bjarga WOW air voru ekki veikburða og virðist ætlun höfundarins sú að gera lítið úr þeim aðgerðum sem farið var í til að reyna að bjarga félaginu. Það hafði gríðarlega mikla þýðingu fyrir framtíð félagsins að allir skyldu leggjast á eitt um björgun þess. Þetta ætti að vera hverjum sem er ljóst þegar nánast öll flugfélög heims standa nú í viðamiklum björgunaraðgerðum. En því miður fór sem fór með ömurlegum afleiðingum,“ skrifa stjórnarmennirnir. Rangfærslur og endurtekið efni Þeir segja jafnframt „fjarri sannleikanum“ að stjórnin sé klofin og „hafi eytt undanförnum mánuðum í að undirbúa varnir sínar vegna fram kominna krafna,“ eins og haldið sé fram í Morgunblaðinu. „Ítrekaður fréttaflutningur viðskiptaritstjóra Morgunblaðsins og höfundar bókarinnar um fall WOW air af málinu byggir því ýmist á rangfærslum eða endurteknu efni.“
WOW Air Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent