Fyrirtækjum í stóriðju, sjávarútvegi og matvælaframleiðslu veitt undanþága Atli Ísleifsson skrifar 25. mars 2020 08:20 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Flestum beiðnum um undanþágur frá samkomubanni hefur verið hafnað. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðuneytið ákvað í gær að veita fyrirtækjum í stóriðju, sjávarútvegi, matvælaframleiðslu og „annarri mikilvægri starfsemi“ undanþágu frá reglum um samkomubann. Var það gert að höfðu samráði við sóttvarnalækni, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Matvælastofnun. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytisins. Þar segir að undanþágurnar séu veittar að uppfylltum tilteknum ströngum skilyrðum. Samkvæmt reglugerðinni eru samkomur með tuttugu manns eða fleiri nú bannaðar og hefur slíkt mikil áhrif á starfsemi langflestra fyrirtækja landsins. Flestum beiðnum hafnað Í tilkynningunni kemur fram að margar umsóknir hafi borist ráðuneytinu um undanþágur frá reglunum sem ætlaðar eru til að sporna við útbreiðslu sjúkdómsins COVID-19. „Flestum þeirra hefur verið hafnað. Undanþágur eru því aðeins veittar að afar brýnir hagsmunir liggi að baki sem varði velferð almennings og þjóðarhag.“ Við mat á því hvort veita skuli undanþágu frá takmörkunum á samkomum horfði ráðuneytið til þeirra viðmiða sem sóttvarnalæknir byggir á við veitingu undanþága frá sóttkví. Samfélagslega ómissandi innviðir „Þau felast í því að um sé að ræða samfélagslega ómissandi innviði sem mega ekki stöðvast vegna lífsbjargandi starfsemi, svo sem raforku, fjarskipta, samgangna, heilbrigðisstarfsemi, löggæslu, sjúkraflutninga og slökkviliða. Önnur starfsemi sem mögulega getur fallið undir heimild til undanþágu skv. auglýsingu heilbrigðisráðherra um takmarkanir á samkomum er starfsemi fyrirtækja sem telst kerfislega og efnahagslega mikilvæg, svo sem til að tryggja innviði, sorphirðu, aðföng, mætvælaframleiðslu, flutninga matvæla, lyfja og annarra nauðsynjavara eða efnahagslegt öryggi ríkisins með útflutningi. Veiting undanþágu þarf einnig að byggjast á því að því sem næst ómögulegt sé að aðlaga starfsemi að reglum auglýsingar nr. 243/2020,“ segir í tilkynningunni frá heilbrigðisráðuneytinu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Stóriðja Verslun Samkomubann á Íslandi Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Fjöldi fyrirtækja skellti í lás í dag Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir fjölda fyrirtækja skella í lás í dag á fyrsta degi herts samkomubanns. 24. mars 2020 16:30 „Við erum ekkert að grínast með þetta“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, leggur þunga áherslu á það að fólk hlíti samkomubanninnu, sem hert var á miðnætti. 24. mars 2020 14:47 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Heilbrigðisráðuneytið ákvað í gær að veita fyrirtækjum í stóriðju, sjávarútvegi, matvælaframleiðslu og „annarri mikilvægri starfsemi“ undanþágu frá reglum um samkomubann. Var það gert að höfðu samráði við sóttvarnalækni, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Matvælastofnun. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytisins. Þar segir að undanþágurnar séu veittar að uppfylltum tilteknum ströngum skilyrðum. Samkvæmt reglugerðinni eru samkomur með tuttugu manns eða fleiri nú bannaðar og hefur slíkt mikil áhrif á starfsemi langflestra fyrirtækja landsins. Flestum beiðnum hafnað Í tilkynningunni kemur fram að margar umsóknir hafi borist ráðuneytinu um undanþágur frá reglunum sem ætlaðar eru til að sporna við útbreiðslu sjúkdómsins COVID-19. „Flestum þeirra hefur verið hafnað. Undanþágur eru því aðeins veittar að afar brýnir hagsmunir liggi að baki sem varði velferð almennings og þjóðarhag.“ Við mat á því hvort veita skuli undanþágu frá takmörkunum á samkomum horfði ráðuneytið til þeirra viðmiða sem sóttvarnalæknir byggir á við veitingu undanþága frá sóttkví. Samfélagslega ómissandi innviðir „Þau felast í því að um sé að ræða samfélagslega ómissandi innviði sem mega ekki stöðvast vegna lífsbjargandi starfsemi, svo sem raforku, fjarskipta, samgangna, heilbrigðisstarfsemi, löggæslu, sjúkraflutninga og slökkviliða. Önnur starfsemi sem mögulega getur fallið undir heimild til undanþágu skv. auglýsingu heilbrigðisráðherra um takmarkanir á samkomum er starfsemi fyrirtækja sem telst kerfislega og efnahagslega mikilvæg, svo sem til að tryggja innviði, sorphirðu, aðföng, mætvælaframleiðslu, flutninga matvæla, lyfja og annarra nauðsynjavara eða efnahagslegt öryggi ríkisins með útflutningi. Veiting undanþágu þarf einnig að byggjast á því að því sem næst ómögulegt sé að aðlaga starfsemi að reglum auglýsingar nr. 243/2020,“ segir í tilkynningunni frá heilbrigðisráðuneytinu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Stóriðja Verslun Samkomubann á Íslandi Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Fjöldi fyrirtækja skellti í lás í dag Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir fjölda fyrirtækja skella í lás í dag á fyrsta degi herts samkomubanns. 24. mars 2020 16:30 „Við erum ekkert að grínast með þetta“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, leggur þunga áherslu á það að fólk hlíti samkomubanninnu, sem hert var á miðnætti. 24. mars 2020 14:47 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Fjöldi fyrirtækja skellti í lás í dag Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir fjölda fyrirtækja skella í lás í dag á fyrsta degi herts samkomubanns. 24. mars 2020 16:30
„Við erum ekkert að grínast með þetta“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, leggur þunga áherslu á það að fólk hlíti samkomubanninnu, sem hert var á miðnætti. 24. mars 2020 14:47