Snorri Steinn: Í stóra samhenginu er ekkert stórmál að missa út nokkrar handboltaæfingar Anton Ingi Leifsson skrifar 25. mars 2020 07:00 Snorri Steinn Guðjónsson og lærisveinar hafa unnið sjö leiki í röð. vísir/vilhelm Seinni bylgjan heldur áfram að rúlla á mánudagskvöldum þrátt fyrir að það sé ekkert leikið í handboltanum hér heima. Henry Birgir kíkti á Snorra Stein Guðjónsson, þjálfara Vals, og fór yfir stöðuna með honum. Ekkert hefur verið leikið í handboltanum hér heima síðan 12. mars og óvíst er hvort eða hvenær byrjað verði aftur að spila. „Þetta hefur örugglega verið bara eins og hjá flestum. Þetta eru sérstakir tímar og óraunverulegt en ekkert mikið við þessu að gera og í stóra samhenginu er ekkert stórmál að missa út nokkrar handboltaæfingar,“ sagði Snorri og hélt áfram: „Handboltalega séð er þetta brekka. Þetta er mjög svekkjandi. Við vorum á góðum stað og það liggur hellings vinna í þessu. Margir mánuðir og vikur farið í þetta. Að sjálfsögðu er þetta mjög svekkjandi og hafa ekki fengið að fylgja eftir þessu.“ Hann segist hafa reynt að halda úti æfingum í síðustu viku eftir besta móti en það hafa ekki verið ákjósanlegar æfingar. „Við höfum reynt að gera eitthvað í síðustu viku með líkamlega þáttinn og leiðinlegum æfingum. Við reyndum og menn reyna að halda sér í standi en það er ekki búið að loka þessu móti. Á meðan það er ekki búið að loka mótinu þá er ekkert annað í stöðunni en að halda sér gangandi. Það er ekkert mál að halda sér í formi þrátt fyrir að maður sé ekki í handbolta.“ Valsmenn hafa skellt húsinu í lás og þar hittist toppliðið ekki á næstunni. „Skilaboð helgarinnar eru þau að það sé búið að loka Valsheimilinu. Við virðum það að sjálfsögðu. Í kjölfarið verða menn að æfa einir og reyna að sníða sér stakk eftir vexti og gera sem er hægt að gera,“ en er öllum leikmönnum treystandi til þess að æfa einir? „Ég treysti þeim allavega og ég ætla ekkert að fara sykurhúða það að þegar og ef deildin fer aftur af stað þá verða ekkert allir í jafngóðu formi. Það er alveg pottþétt. Í því samhengi er þetta tækifæri. Þeir sem eru duglegastir koma best utan að þessu.“ Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan þar sem hann ræðir meðal annars líkurnar á að mótið fari aftur af stað. Klippa: Seinni bylgjan: Snorri Steinn Seinni bylgjan Olís-deild karla Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Liverpool vill fá Kimmich Allt jafnt fyrir lokadaginn Rooney bað Coleen á bensínstöð Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna Eyjaför hjá bikarmeisturunum Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Gæti mætt mömmu sinni á EM Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Sjá meira
Seinni bylgjan heldur áfram að rúlla á mánudagskvöldum þrátt fyrir að það sé ekkert leikið í handboltanum hér heima. Henry Birgir kíkti á Snorra Stein Guðjónsson, þjálfara Vals, og fór yfir stöðuna með honum. Ekkert hefur verið leikið í handboltanum hér heima síðan 12. mars og óvíst er hvort eða hvenær byrjað verði aftur að spila. „Þetta hefur örugglega verið bara eins og hjá flestum. Þetta eru sérstakir tímar og óraunverulegt en ekkert mikið við þessu að gera og í stóra samhenginu er ekkert stórmál að missa út nokkrar handboltaæfingar,“ sagði Snorri og hélt áfram: „Handboltalega séð er þetta brekka. Þetta er mjög svekkjandi. Við vorum á góðum stað og það liggur hellings vinna í þessu. Margir mánuðir og vikur farið í þetta. Að sjálfsögðu er þetta mjög svekkjandi og hafa ekki fengið að fylgja eftir þessu.“ Hann segist hafa reynt að halda úti æfingum í síðustu viku eftir besta móti en það hafa ekki verið ákjósanlegar æfingar. „Við höfum reynt að gera eitthvað í síðustu viku með líkamlega þáttinn og leiðinlegum æfingum. Við reyndum og menn reyna að halda sér í standi en það er ekki búið að loka þessu móti. Á meðan það er ekki búið að loka mótinu þá er ekkert annað í stöðunni en að halda sér gangandi. Það er ekkert mál að halda sér í formi þrátt fyrir að maður sé ekki í handbolta.“ Valsmenn hafa skellt húsinu í lás og þar hittist toppliðið ekki á næstunni. „Skilaboð helgarinnar eru þau að það sé búið að loka Valsheimilinu. Við virðum það að sjálfsögðu. Í kjölfarið verða menn að æfa einir og reyna að sníða sér stakk eftir vexti og gera sem er hægt að gera,“ en er öllum leikmönnum treystandi til þess að æfa einir? „Ég treysti þeim allavega og ég ætla ekkert að fara sykurhúða það að þegar og ef deildin fer aftur af stað þá verða ekkert allir í jafngóðu formi. Það er alveg pottþétt. Í því samhengi er þetta tækifæri. Þeir sem eru duglegastir koma best utan að þessu.“ Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan þar sem hann ræðir meðal annars líkurnar á að mótið fari aftur af stað. Klippa: Seinni bylgjan: Snorri Steinn
Seinni bylgjan Olís-deild karla Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Liverpool vill fá Kimmich Allt jafnt fyrir lokadaginn Rooney bað Coleen á bensínstöð Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna Eyjaför hjá bikarmeisturunum Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Gæti mætt mömmu sinni á EM Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Sjá meira