Snorri Steinn: Í stóra samhenginu er ekkert stórmál að missa út nokkrar handboltaæfingar Anton Ingi Leifsson skrifar 25. mars 2020 07:00 Snorri Steinn Guðjónsson og lærisveinar hafa unnið sjö leiki í röð. vísir/vilhelm Seinni bylgjan heldur áfram að rúlla á mánudagskvöldum þrátt fyrir að það sé ekkert leikið í handboltanum hér heima. Henry Birgir kíkti á Snorra Stein Guðjónsson, þjálfara Vals, og fór yfir stöðuna með honum. Ekkert hefur verið leikið í handboltanum hér heima síðan 12. mars og óvíst er hvort eða hvenær byrjað verði aftur að spila. „Þetta hefur örugglega verið bara eins og hjá flestum. Þetta eru sérstakir tímar og óraunverulegt en ekkert mikið við þessu að gera og í stóra samhenginu er ekkert stórmál að missa út nokkrar handboltaæfingar,“ sagði Snorri og hélt áfram: „Handboltalega séð er þetta brekka. Þetta er mjög svekkjandi. Við vorum á góðum stað og það liggur hellings vinna í þessu. Margir mánuðir og vikur farið í þetta. Að sjálfsögðu er þetta mjög svekkjandi og hafa ekki fengið að fylgja eftir þessu.“ Hann segist hafa reynt að halda úti æfingum í síðustu viku eftir besta móti en það hafa ekki verið ákjósanlegar æfingar. „Við höfum reynt að gera eitthvað í síðustu viku með líkamlega þáttinn og leiðinlegum æfingum. Við reyndum og menn reyna að halda sér í standi en það er ekki búið að loka þessu móti. Á meðan það er ekki búið að loka mótinu þá er ekkert annað í stöðunni en að halda sér gangandi. Það er ekkert mál að halda sér í formi þrátt fyrir að maður sé ekki í handbolta.“ Valsmenn hafa skellt húsinu í lás og þar hittist toppliðið ekki á næstunni. „Skilaboð helgarinnar eru þau að það sé búið að loka Valsheimilinu. Við virðum það að sjálfsögðu. Í kjölfarið verða menn að æfa einir og reyna að sníða sér stakk eftir vexti og gera sem er hægt að gera,“ en er öllum leikmönnum treystandi til þess að æfa einir? „Ég treysti þeim allavega og ég ætla ekkert að fara sykurhúða það að þegar og ef deildin fer aftur af stað þá verða ekkert allir í jafngóðu formi. Það er alveg pottþétt. Í því samhengi er þetta tækifæri. Þeir sem eru duglegastir koma best utan að þessu.“ Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan þar sem hann ræðir meðal annars líkurnar á að mótið fari aftur af stað. Klippa: Seinni bylgjan: Snorri Steinn Seinni bylgjan Olís-deild karla Mest lesið „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Fótbolti Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna Fótbolti Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Íslenski boltinn „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Handbolti Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Enski boltinn Fleiri fréttir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Hermoso ekki í landsliðinu í miðjum réttarhöldum „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Havertz frá út leiktíðina og framlínan fámenn Síðasti leikur Liverpool á Goodison Park Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Vandræðaleg samskipti við dómarann í fyrsta leiknum Amanda meidd og Ásdís kemur inn Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Dansarinn fær aldrei aftur að mæta á NFL-leik Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Ólympíumeistari í bann til ársins 2031 Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Dagskráin: Meistaradeildin og einvígi NBA leikmanna í Bónus deildinni Dómarinn spilaði fyrir lið sem hann dæmdi hjá í sömu viku Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Bellingham: „Þessi var skrýtinn“ Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Naumt hjá Juve en Dortmund í frábærum málum Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Díana: „Vonandi verður þetta ævintýri lengra og skemmtilegra“ Þorsteinn Leó markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Sjá meira
Seinni bylgjan heldur áfram að rúlla á mánudagskvöldum þrátt fyrir að það sé ekkert leikið í handboltanum hér heima. Henry Birgir kíkti á Snorra Stein Guðjónsson, þjálfara Vals, og fór yfir stöðuna með honum. Ekkert hefur verið leikið í handboltanum hér heima síðan 12. mars og óvíst er hvort eða hvenær byrjað verði aftur að spila. „Þetta hefur örugglega verið bara eins og hjá flestum. Þetta eru sérstakir tímar og óraunverulegt en ekkert mikið við þessu að gera og í stóra samhenginu er ekkert stórmál að missa út nokkrar handboltaæfingar,“ sagði Snorri og hélt áfram: „Handboltalega séð er þetta brekka. Þetta er mjög svekkjandi. Við vorum á góðum stað og það liggur hellings vinna í þessu. Margir mánuðir og vikur farið í þetta. Að sjálfsögðu er þetta mjög svekkjandi og hafa ekki fengið að fylgja eftir þessu.“ Hann segist hafa reynt að halda úti æfingum í síðustu viku eftir besta móti en það hafa ekki verið ákjósanlegar æfingar. „Við höfum reynt að gera eitthvað í síðustu viku með líkamlega þáttinn og leiðinlegum æfingum. Við reyndum og menn reyna að halda sér í standi en það er ekki búið að loka þessu móti. Á meðan það er ekki búið að loka mótinu þá er ekkert annað í stöðunni en að halda sér gangandi. Það er ekkert mál að halda sér í formi þrátt fyrir að maður sé ekki í handbolta.“ Valsmenn hafa skellt húsinu í lás og þar hittist toppliðið ekki á næstunni. „Skilaboð helgarinnar eru þau að það sé búið að loka Valsheimilinu. Við virðum það að sjálfsögðu. Í kjölfarið verða menn að æfa einir og reyna að sníða sér stakk eftir vexti og gera sem er hægt að gera,“ en er öllum leikmönnum treystandi til þess að æfa einir? „Ég treysti þeim allavega og ég ætla ekkert að fara sykurhúða það að þegar og ef deildin fer aftur af stað þá verða ekkert allir í jafngóðu formi. Það er alveg pottþétt. Í því samhengi er þetta tækifæri. Þeir sem eru duglegastir koma best utan að þessu.“ Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan þar sem hann ræðir meðal annars líkurnar á að mótið fari aftur af stað. Klippa: Seinni bylgjan: Snorri Steinn
Seinni bylgjan Olís-deild karla Mest lesið „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Fótbolti Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna Fótbolti Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Íslenski boltinn „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Handbolti Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Enski boltinn Fleiri fréttir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Hermoso ekki í landsliðinu í miðjum réttarhöldum „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Havertz frá út leiktíðina og framlínan fámenn Síðasti leikur Liverpool á Goodison Park Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Vandræðaleg samskipti við dómarann í fyrsta leiknum Amanda meidd og Ásdís kemur inn Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Dansarinn fær aldrei aftur að mæta á NFL-leik Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Ólympíumeistari í bann til ársins 2031 Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Dagskráin: Meistaradeildin og einvígi NBA leikmanna í Bónus deildinni Dómarinn spilaði fyrir lið sem hann dæmdi hjá í sömu viku Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Bellingham: „Þessi var skrýtinn“ Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Naumt hjá Juve en Dortmund í frábærum málum Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Díana: „Vonandi verður þetta ævintýri lengra og skemmtilegra“ Þorsteinn Leó markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Sjá meira