Regína Ósk greindist með Covid-19: „Ég hef það loksins bara gott“ Atli Ísleifsson skrifar 19. apríl 2020 09:31 Vinir Regínu Óskar mættu að heimili hennar til að gleðja hana, en hún hefur verið í einangrun í einhverjar vikur. Instagram „Ég hef það loksins bara gott. Ég er búin að heyra alls kyns sögur af fólki og þvílík veikindi sem sumir hafa gengið í gegnum. Ég fór nú ekki alveg þangað, en þetta tekur bara yfir líf manns. Gjörsamlega.“ Þetta segir Regína Ósk Óskarsdóttir söngkona sem er ein þeirra sem greindist með Covid-19 á síðustu vikum. Regína Ósk ræddi veikindin í samtali við útvarpskonuna Siggu Lund á Bylgjunni í gær. Þá spjölluðu þær einnig um það þegar vinir Regínu Óskar úr stétt söngvara mættu fyrir utan húsið hennar og sungu fyrir hana – allt í þeim tilgangi að gleðja vinkonu sína sem hafði verið í einangrun í nokkrar vikur. Flutti inn í unglingastelpuherbergið á heimilinu Regína Ósk segist vera heppin hvað það varðar að geta verið á heimili sínu, þó að hún hafi verið þurft að sæta einangrun. „Fólk er nátturulega í mismunandi aðstöðu. Ég er í þeirri góðu aðstöðu að ég bý í húsi á tveimur hæðum og ég flutti inn í unglingastelpuherbergið sem er á neðri hæðinni og með sér baðherbergi. Þannig að ég er í góðum málum. Ég þurfi ekki að fara út af heimilinu. Ég veit um marga sem þurftu annað hvort að leigja sér íbúð eða þá fá lánaða íbúð eða herbergi. Ég heyri alveg í fjölskyldunni þó að ég geti ekki komið við þau eða verið nálægt þeim.“ Hún segir það þó geta verið erfitt, líkt og þegar hún heyrði að sonur hennar hafi meitt sig. „Ég mátti ekki hugga hann. Ég mátti ekki koma við hann. Hann meiddi sig í gærkvöldi og mömmuhjartað var svo veikt. Ég var alveg á nálum. En sem betur fer á hann nú góðan pabba sem að hjálpar.“ Hlusta má á viðtalið við Regínu Ósk í heild sinni í spilaranum að neðan, en það hefst þegar rúmar 28 mínútur eru liðnar. Missti bragð- og lyktarskyn Regína Ósk segir að veikindin hafi byrjað líkt og hjá flestum - að hún hafi fengið kvef. Svo hafi hún fundið fyrir þrýstingi og fengið hausverk. „Ég hringi bara samviskusamlega tveimur dögum síðar á heilsugæslu og spyr hvort að ég eigi að koma í test, hvort þetta sé óvanalegt. Þau segja þá nei, og að þetta sé ekki orðið alveg „kórónuveirulegt“.“ Regína Ósk segist hafa misst bragð- og lyktarskyn strax, og að í dag sé það talið vera eitt af helstu einkennunum. „Ég fer svo í próf á föstudegi og fæ svo úr því skorið á sunnudegi að ég sé með þetta.“ Hún segist nú hafa verið í tuttugu daga án bragð- og lyktarskyns. „Sem er mjög skrýtin tilfinning. Ég bíð svo mjög spennt að vita hvað sé það fyrsta sem ég mun finna lykt af. Hvað er það fyrsta sem ég mun finna bragð af?“ „Ég fæ bara gæsahúð að segja þetta“ Regína segir að þetta séu nú orðnir tuttugu dagar sem liðnir eru frá fyrstu einkennum. „Ég slepp nú vel miðað við marga sem eru komnir upp í fjörutíu- og eitthvað daga. Ég er á batavegi. Ég fann fyrir tveimur dögum að þá fann ég eitthvað losna í höfðinu. Þetta er búið að vera mikill höfuðverkur, svimi, kvef og þyngsli.“ Þær Sigga og Regína ræddu svo einnig frá atviki fyrr í vikunni þar sem nokkrir vinir hennar úr bransanum mættu og tóku lagið fyrir utan gluggann hjá henni – allt í þeim tilgangi að gleðja vinkonu sína. Fyrst hafi hún séð þá Friðrik Ómar og Jógvan og heyrt einhvern gítarleik. „Svo birtist Selma [Björnsdóttir], Birna Björns, Erna Hrönn og ég hugsa „Ó mæ god, en æðislegt“. En svo birtist bara fleira og fleira. Hera, Margrét Eir, Yasmin, Heiða Ólafs og dóttir mín og maður minn að spila. Ég fæ bara gæsahúð að segja þetta,“ segir Regína Ósk. View this post on Instagram Falleg heimsókn í dag frá yndislegum vinum Þakklát A post shared by Regína Ósk (@rexarinn) on Apr 15, 2020 at 11:25am PDT Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kópavogur Bylgjan Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Sjá meira
„Ég hef það loksins bara gott. Ég er búin að heyra alls kyns sögur af fólki og þvílík veikindi sem sumir hafa gengið í gegnum. Ég fór nú ekki alveg þangað, en þetta tekur bara yfir líf manns. Gjörsamlega.“ Þetta segir Regína Ósk Óskarsdóttir söngkona sem er ein þeirra sem greindist með Covid-19 á síðustu vikum. Regína Ósk ræddi veikindin í samtali við útvarpskonuna Siggu Lund á Bylgjunni í gær. Þá spjölluðu þær einnig um það þegar vinir Regínu Óskar úr stétt söngvara mættu fyrir utan húsið hennar og sungu fyrir hana – allt í þeim tilgangi að gleðja vinkonu sína sem hafði verið í einangrun í nokkrar vikur. Flutti inn í unglingastelpuherbergið á heimilinu Regína Ósk segist vera heppin hvað það varðar að geta verið á heimili sínu, þó að hún hafi verið þurft að sæta einangrun. „Fólk er nátturulega í mismunandi aðstöðu. Ég er í þeirri góðu aðstöðu að ég bý í húsi á tveimur hæðum og ég flutti inn í unglingastelpuherbergið sem er á neðri hæðinni og með sér baðherbergi. Þannig að ég er í góðum málum. Ég þurfi ekki að fara út af heimilinu. Ég veit um marga sem þurftu annað hvort að leigja sér íbúð eða þá fá lánaða íbúð eða herbergi. Ég heyri alveg í fjölskyldunni þó að ég geti ekki komið við þau eða verið nálægt þeim.“ Hún segir það þó geta verið erfitt, líkt og þegar hún heyrði að sonur hennar hafi meitt sig. „Ég mátti ekki hugga hann. Ég mátti ekki koma við hann. Hann meiddi sig í gærkvöldi og mömmuhjartað var svo veikt. Ég var alveg á nálum. En sem betur fer á hann nú góðan pabba sem að hjálpar.“ Hlusta má á viðtalið við Regínu Ósk í heild sinni í spilaranum að neðan, en það hefst þegar rúmar 28 mínútur eru liðnar. Missti bragð- og lyktarskyn Regína Ósk segir að veikindin hafi byrjað líkt og hjá flestum - að hún hafi fengið kvef. Svo hafi hún fundið fyrir þrýstingi og fengið hausverk. „Ég hringi bara samviskusamlega tveimur dögum síðar á heilsugæslu og spyr hvort að ég eigi að koma í test, hvort þetta sé óvanalegt. Þau segja þá nei, og að þetta sé ekki orðið alveg „kórónuveirulegt“.“ Regína Ósk segist hafa misst bragð- og lyktarskyn strax, og að í dag sé það talið vera eitt af helstu einkennunum. „Ég fer svo í próf á föstudegi og fæ svo úr því skorið á sunnudegi að ég sé með þetta.“ Hún segist nú hafa verið í tuttugu daga án bragð- og lyktarskyns. „Sem er mjög skrýtin tilfinning. Ég bíð svo mjög spennt að vita hvað sé það fyrsta sem ég mun finna lykt af. Hvað er það fyrsta sem ég mun finna bragð af?“ „Ég fæ bara gæsahúð að segja þetta“ Regína segir að þetta séu nú orðnir tuttugu dagar sem liðnir eru frá fyrstu einkennum. „Ég slepp nú vel miðað við marga sem eru komnir upp í fjörutíu- og eitthvað daga. Ég er á batavegi. Ég fann fyrir tveimur dögum að þá fann ég eitthvað losna í höfðinu. Þetta er búið að vera mikill höfuðverkur, svimi, kvef og þyngsli.“ Þær Sigga og Regína ræddu svo einnig frá atviki fyrr í vikunni þar sem nokkrir vinir hennar úr bransanum mættu og tóku lagið fyrir utan gluggann hjá henni – allt í þeim tilgangi að gleðja vinkonu sína. Fyrst hafi hún séð þá Friðrik Ómar og Jógvan og heyrt einhvern gítarleik. „Svo birtist Selma [Björnsdóttir], Birna Björns, Erna Hrönn og ég hugsa „Ó mæ god, en æðislegt“. En svo birtist bara fleira og fleira. Hera, Margrét Eir, Yasmin, Heiða Ólafs og dóttir mín og maður minn að spila. Ég fæ bara gæsahúð að segja þetta,“ segir Regína Ósk. View this post on Instagram Falleg heimsókn í dag frá yndislegum vinum Þakklát A post shared by Regína Ósk (@rexarinn) on Apr 15, 2020 at 11:25am PDT
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kópavogur Bylgjan Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Sjá meira