KR skuldar langmest af íþróttafélögunum í Reykjavík Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. mars 2020 11:00 KR-ingar hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta undanfarin sex ár. Skýrslan hefur áhyggjur af skuldsöfnuna körfuboltadeilda Reykjavíkurborgar. Vísir/Bára Skýrsla Reykjavíkurborgar um íþróttamál í Reykjavík sýnir að íþróttafélög innan höfuðborgarinnar skulda mikinn pening og hún hefur sérstakar áhyggjur af rekstri körfuboltadeildanna í borginni. Fréttablaðið segir í dag frá niðurstöðunum úr þessari skýrslu sem ber nafnið, Stefnumótun í íþróttamálum Reykjavíkur til 2030, en hún dregur upp dökka mynd af skuldastöðu félaga innan borgarinnar. KR skuldar mest af íþróttafélögunum í Reykjavík en árið 2018 skuldaði félagið tvö hundruð milljónir. Skuldastaða félaga er mjög mismunandi en heildarskuldirnar hafa aukist um 7,2 milljarða króna á tímabilinu 2014-2018. Fylkismenn hafa verið duglegastir að greiða niður skuldir og Fjölnir rauf 100 milljón króna markið árið 2018. KR, Fjölnir og Fylkir skulda mest af félögunum en KR-ingar eru næstum því hundrað milljónum hærri skuldir en hin tvö. Í skýrslunni kemur einnig fram að heildarlaunakostnaður íþróttafélaganna í Reykjavík hefur vaxið gríðarlega síðan árið 2014, eða um helming. Valsmenn eru þar í algjörum sérflokki en Hlíðarendafélagið er komið yfir 350 milljón króna múrinn. Önnur félög komast varla með tærnar þar sem Valsmenn hafa hælana eins og segir í frétt Benedikts Bóas Hinrikssonar í Fréttablaðinu. Skýrslan sýnir að á flestum árum eru deildir með nokkuð jákvæða útkomu. Knattspyrnudeildir borgarinnar voru þannig með 117 milljón króna jákvæða niðurstöðu en áhyggjurnar snúa sérstaklega af rekstri körfuboltadeildanna. „Þá sést einnig að rekstur körfuboltadeilda hefur greinilega þyngst allra síðustu ár,“ segir orðrétt í skýrslunni. Körfuknattleiksdeildir borgarinnar skiluðu 12,4 milljónum í mínus en handboltinn græðir á tá og fingri. Árið 2016 var sú tala 51 milljón, ári eftir um 20 milljónir og árið 2018 skiluðu handboltadeildir borgarinnar 37 milljónum í hagnað. Það má lesa alla fréttina í Fréttablaðinu með því að smella hér. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Olís-deild karla Olís-deild kvenna Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íþróttir Reykjavík KR Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Jón Axel og félagar spila til úrslita Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Tveggja marka tap í toppslagnum Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Sögulegur árangur Portúgals á HM Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Borðuðu aldrei kvöldmat saman „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Lífið leikur við Kessler „Íslenska liðið lítur vel út“ Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjá meira
Skýrsla Reykjavíkurborgar um íþróttamál í Reykjavík sýnir að íþróttafélög innan höfuðborgarinnar skulda mikinn pening og hún hefur sérstakar áhyggjur af rekstri körfuboltadeildanna í borginni. Fréttablaðið segir í dag frá niðurstöðunum úr þessari skýrslu sem ber nafnið, Stefnumótun í íþróttamálum Reykjavíkur til 2030, en hún dregur upp dökka mynd af skuldastöðu félaga innan borgarinnar. KR skuldar mest af íþróttafélögunum í Reykjavík en árið 2018 skuldaði félagið tvö hundruð milljónir. Skuldastaða félaga er mjög mismunandi en heildarskuldirnar hafa aukist um 7,2 milljarða króna á tímabilinu 2014-2018. Fylkismenn hafa verið duglegastir að greiða niður skuldir og Fjölnir rauf 100 milljón króna markið árið 2018. KR, Fjölnir og Fylkir skulda mest af félögunum en KR-ingar eru næstum því hundrað milljónum hærri skuldir en hin tvö. Í skýrslunni kemur einnig fram að heildarlaunakostnaður íþróttafélaganna í Reykjavík hefur vaxið gríðarlega síðan árið 2014, eða um helming. Valsmenn eru þar í algjörum sérflokki en Hlíðarendafélagið er komið yfir 350 milljón króna múrinn. Önnur félög komast varla með tærnar þar sem Valsmenn hafa hælana eins og segir í frétt Benedikts Bóas Hinrikssonar í Fréttablaðinu. Skýrslan sýnir að á flestum árum eru deildir með nokkuð jákvæða útkomu. Knattspyrnudeildir borgarinnar voru þannig með 117 milljón króna jákvæða niðurstöðu en áhyggjurnar snúa sérstaklega af rekstri körfuboltadeildanna. „Þá sést einnig að rekstur körfuboltadeilda hefur greinilega þyngst allra síðustu ár,“ segir orðrétt í skýrslunni. Körfuknattleiksdeildir borgarinnar skiluðu 12,4 milljónum í mínus en handboltinn græðir á tá og fingri. Árið 2016 var sú tala 51 milljón, ári eftir um 20 milljónir og árið 2018 skiluðu handboltadeildir borgarinnar 37 milljónum í hagnað. Það má lesa alla fréttina í Fréttablaðinu með því að smella hér.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Olís-deild karla Olís-deild kvenna Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íþróttir Reykjavík KR Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Jón Axel og félagar spila til úrslita Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Tveggja marka tap í toppslagnum Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Sögulegur árangur Portúgals á HM Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Borðuðu aldrei kvöldmat saman „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Lífið leikur við Kessler „Íslenska liðið lítur vel út“ Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjá meira