Liðlega sjötug kona lést af völdum COVID-19 Atli Ísleifsson skrifar 24. mars 2020 07:38 Konan lést á Landspítalanum í gær. Getty Sjötug kona, sem glímt hafði við langvarandi veikindi, lést af völdum sjúkdómsins COVID-19 á smitsjúkdómadeild Landspítalans í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landspítalans. Þar segir að andlátið hafi orðið í kjölfar veikinda konunnar af völdum Covid-19-sjúkdómsins. Sonur konunnar tjáir sig um andlátið á Facebook. Hann segir að þó dauðsfall í fjölskyldunni sé mikið einkamál fyrir flesta þá langi hann til þess að sem flestir læri eitthvað af þessu. Hann birtir mynd af móður sinni og skrifar: „Þetta er mamma mín, hún barðist í heila viku fyrir lífi sínu smituð af Covid-19 veirunni, hún var í áhættuflokki eins og mjög margir aðrir. Þrír úr minni fjölskyldu höfðu tækifæri til að kveðja hana fyrir endalokin. Tveir þeirra vegna þess að þeir eru smitaðir af veirunni og ein sem lagði sig í mikla smithættu, ég hefði alveg þegið að fá að horfa í augu hennar og segja bless en vegna aðstæðna var það ekki hægt. Í staðinn fæ ég að minnast hennar eins og ég sá hana síðast og fékk að kveðja hana í gegnum símann og ekkasog. Það er alveg kominn tími til að þessi þjóð og þegnar hennar taki þessu alvarlega og hætti að haga sér eins og hálfvitar.“ Um er að ræða fyrsta staðfesta dauðsfallið af völdum sjúkdómsins hér á landi. Áður hefur komið fram að ástralskur ferðamaður á fertugsaldri, sem lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík, hafi verið smitaður af kórónuveirunni. Ekki hefur þó fengist endanlega staðfest hvort að COVID-19 hafi dregið hann til dauða, þó að Alma D. Möller landlæknir hafi sagt síðastliðinn fimmtudag að „miklar líkur væru á því.“ Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira
Sjötug kona, sem glímt hafði við langvarandi veikindi, lést af völdum sjúkdómsins COVID-19 á smitsjúkdómadeild Landspítalans í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landspítalans. Þar segir að andlátið hafi orðið í kjölfar veikinda konunnar af völdum Covid-19-sjúkdómsins. Sonur konunnar tjáir sig um andlátið á Facebook. Hann segir að þó dauðsfall í fjölskyldunni sé mikið einkamál fyrir flesta þá langi hann til þess að sem flestir læri eitthvað af þessu. Hann birtir mynd af móður sinni og skrifar: „Þetta er mamma mín, hún barðist í heila viku fyrir lífi sínu smituð af Covid-19 veirunni, hún var í áhættuflokki eins og mjög margir aðrir. Þrír úr minni fjölskyldu höfðu tækifæri til að kveðja hana fyrir endalokin. Tveir þeirra vegna þess að þeir eru smitaðir af veirunni og ein sem lagði sig í mikla smithættu, ég hefði alveg þegið að fá að horfa í augu hennar og segja bless en vegna aðstæðna var það ekki hægt. Í staðinn fæ ég að minnast hennar eins og ég sá hana síðast og fékk að kveðja hana í gegnum símann og ekkasog. Það er alveg kominn tími til að þessi þjóð og þegnar hennar taki þessu alvarlega og hætti að haga sér eins og hálfvitar.“ Um er að ræða fyrsta staðfesta dauðsfallið af völdum sjúkdómsins hér á landi. Áður hefur komið fram að ástralskur ferðamaður á fertugsaldri, sem lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík, hafi verið smitaður af kórónuveirunni. Ekki hefur þó fengist endanlega staðfest hvort að COVID-19 hafi dregið hann til dauða, þó að Alma D. Möller landlæknir hafi sagt síðastliðinn fimmtudag að „miklar líkur væru á því.“
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira