Útgöngubann sett á í Bretlandi Eiður Þór Árnason skrifar 23. mars 2020 20:54 „Þið verðið að halda ykkur heima" sagði Boris Johnson í ávarpi sínu nú í kvöld. Vísir/EPA Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, kynnti í ávarpi sínu í kvöld víðtækar takmarkanir sem ætlað er að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi. Samkvæmt þessum nýju tilmælum verður Bretum óheimilt að yfirgefa heimili sitt nema nauðsyn beri til. Sömuleiðis verður óheimilt fyrir fleiri en tvo einstaklinga að safnast saman á almannafæri nema um sé að ræða sambýlisfólk. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá þessu. Verður landsmönnum nú einungis leyft að fara út fyrir hússins dyr til innkaupa á nauðsynjum, til að sækja sér heilbrigðisþjónustu eða fara í og úr vinnu þegar nauðsyn krefur og um að ræða starf sem ekki er hægt að sinna heima fyrir. Einnig verður fólki leyft að yfirgefa heimilið til þess að hreyfa sig einu sinni á dag og til að veita öðrum nauðsynlega umönun eða aðstoð. Þar að auki verður öllum verslunum sem selja ekki nauðsynjar lokað ásamt bókasöfnum, leikvöllum og trúarbyggingum. Þá verður bannað að halda hinar ýmsu athafnir á borð við brúðkaup og skírnir, að jarðarförum undanskildum. Fram kom í ávarpi forsætisráðherrans að lögreglunni væri heimilt að beita sektum ef brotið yrði á tilmælunum sem taka gildi strax í kvöld. Þau munu gilda í minnst þrjár vikur. Alls hafa 335 látist í landinu af völdum kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, kynnti í ávarpi sínu í kvöld víðtækar takmarkanir sem ætlað er að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi. Samkvæmt þessum nýju tilmælum verður Bretum óheimilt að yfirgefa heimili sitt nema nauðsyn beri til. Sömuleiðis verður óheimilt fyrir fleiri en tvo einstaklinga að safnast saman á almannafæri nema um sé að ræða sambýlisfólk. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá þessu. Verður landsmönnum nú einungis leyft að fara út fyrir hússins dyr til innkaupa á nauðsynjum, til að sækja sér heilbrigðisþjónustu eða fara í og úr vinnu þegar nauðsyn krefur og um að ræða starf sem ekki er hægt að sinna heima fyrir. Einnig verður fólki leyft að yfirgefa heimilið til þess að hreyfa sig einu sinni á dag og til að veita öðrum nauðsynlega umönun eða aðstoð. Þar að auki verður öllum verslunum sem selja ekki nauðsynjar lokað ásamt bókasöfnum, leikvöllum og trúarbyggingum. Þá verður bannað að halda hinar ýmsu athafnir á borð við brúðkaup og skírnir, að jarðarförum undanskildum. Fram kom í ávarpi forsætisráðherrans að lögreglunni væri heimilt að beita sektum ef brotið yrði á tilmælunum sem taka gildi strax í kvöld. Þau munu gilda í minnst þrjár vikur. Alls hafa 335 látist í landinu af völdum kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Sjá meira