Fá margar kvartanir vegna dónalegra viðskiptavina Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. mars 2020 12:32 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR minnir almenning á að vanda sig í samskiptum. Það kemur honum á óvart hversu margar kvartanir hafa borist félaginu vegna þess að viðskiptavinir sýna verslunarfólki dónaskap. Vísir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að félaginu hafi borist töluvert af kvörtunum frá verslunum vegna þess dónaskapar sem viðskiptavinir sýna starfsfólki búðanna. Hann segir mun meira hafa borist af kvörtunum vegna þessa en reiknað var með í því ástandi sem nú ríkir í þjóðfélaginu vegna kórónuveirunnar. „Þannig að þetta hefur komið mér svolítið á óvart. En aftur á móti hefur maður skilning á því að fólk sé hrætt. Það er náttúrulega mikil óvissa sem er í samfélaginu, við vitum í sjálfu sér ekkert hvar þetta endar allt saman, varðandi dreifingu vírussins og fleira,“ segir Ragnar í samtali við Vísi en hann vakti fyrst athygli á þessu í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun. Hann segir að nú sé mikið álag á mörgum og mikil óvissa, til dæmis vegna mögulegs atvinnumissis og óvissu um framfærslu vegna þess. „Því fylgir streita og þreyta og það styttist þráðurinn eitthvað við það. Það sem við erum að gera er að vekja athygli á þessu þannig að við gleymum ekki að það eru allir að leggja sig 100 prósent fram við að halda öllu gangandi sem hægt er að halda gangandi, sérstaklega verslun og þjónustu sem við teljum að sé sjálfsögð að sé til staðar fyrir okkur þótt tímarnir séu erfiðir. Við þurfum bara að standa okkur í samskiptum og passa vel upp á þetta,“ segir Ragnar. Allir hafa áhyggjur, líka manneskjan sem vinnur á kassanum Hann tekur þó fram að það sé mikill minnihluti fólks sem sýni starfsfólki verslana dónaskap. „Það eru þessir fáu sem setja svartan blett á heildina, það er það sem við erum að vekja athygli á. Að við verðum allavega að reyna okkar besta í að sýna bæði tillitssemi og vera dugleg að hrósa,“ segir Ragnar. Nóg hefur verið að gera í verslunum undanfarna daga. Ítrekað er þó bent á að nóg sé til af mat í landinu og mikilvægt að fólk hamstri ekki svo ekki komi upp nein vandamál.Vísir Hann bendir á að allir hafi áhyggjur, líka fólkið sem er að afgreiða á kössunum í búðinni. Það fólk sé að setja sig í mjög mikla hættu, eðli málsins samkvæmt, þar sem kórónuveiran sé bráðsmitandi. „Þá sérstaklega er þetta ekki á bætandi. Það er svo sárt að vera að leggja sig 100 prósent fram og jafnvel heilsu sína að veði að fá síðan í sig einhvern hreyting yfir einhverju sem þú getur voðalega lítið gert í.“ VR vilji því benda á þetta og hvetja almenning til þess að vanda sig í samskiptum og koma vel fram. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Neytendur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að félaginu hafi borist töluvert af kvörtunum frá verslunum vegna þess dónaskapar sem viðskiptavinir sýna starfsfólki búðanna. Hann segir mun meira hafa borist af kvörtunum vegna þessa en reiknað var með í því ástandi sem nú ríkir í þjóðfélaginu vegna kórónuveirunnar. „Þannig að þetta hefur komið mér svolítið á óvart. En aftur á móti hefur maður skilning á því að fólk sé hrætt. Það er náttúrulega mikil óvissa sem er í samfélaginu, við vitum í sjálfu sér ekkert hvar þetta endar allt saman, varðandi dreifingu vírussins og fleira,“ segir Ragnar í samtali við Vísi en hann vakti fyrst athygli á þessu í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun. Hann segir að nú sé mikið álag á mörgum og mikil óvissa, til dæmis vegna mögulegs atvinnumissis og óvissu um framfærslu vegna þess. „Því fylgir streita og þreyta og það styttist þráðurinn eitthvað við það. Það sem við erum að gera er að vekja athygli á þessu þannig að við gleymum ekki að það eru allir að leggja sig 100 prósent fram við að halda öllu gangandi sem hægt er að halda gangandi, sérstaklega verslun og þjónustu sem við teljum að sé sjálfsögð að sé til staðar fyrir okkur þótt tímarnir séu erfiðir. Við þurfum bara að standa okkur í samskiptum og passa vel upp á þetta,“ segir Ragnar. Allir hafa áhyggjur, líka manneskjan sem vinnur á kassanum Hann tekur þó fram að það sé mikill minnihluti fólks sem sýni starfsfólki verslana dónaskap. „Það eru þessir fáu sem setja svartan blett á heildina, það er það sem við erum að vekja athygli á. Að við verðum allavega að reyna okkar besta í að sýna bæði tillitssemi og vera dugleg að hrósa,“ segir Ragnar. Nóg hefur verið að gera í verslunum undanfarna daga. Ítrekað er þó bent á að nóg sé til af mat í landinu og mikilvægt að fólk hamstri ekki svo ekki komi upp nein vandamál.Vísir Hann bendir á að allir hafi áhyggjur, líka fólkið sem er að afgreiða á kössunum í búðinni. Það fólk sé að setja sig í mjög mikla hættu, eðli málsins samkvæmt, þar sem kórónuveiran sé bráðsmitandi. „Þá sérstaklega er þetta ekki á bætandi. Það er svo sárt að vera að leggja sig 100 prósent fram og jafnvel heilsu sína að veði að fá síðan í sig einhvern hreyting yfir einhverju sem þú getur voðalega lítið gert í.“ VR vilji því benda á þetta og hvetja almenning til þess að vanda sig í samskiptum og koma vel fram.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Neytendur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Sjá meira