Fyrirtæki skella í lás: „Við lifum á skrítnum tímum“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 23. mars 2020 07:03 Æ fleiri fyrirtæki skella í lás um óákveðinn tíma. Vísir/Getty „Kæru viðskiptavinir, við lifum á skrítnum tímum…“ Svona hefst tilkynning Narfeyrarstofu, veitingastaðar í Stykkishólmi, sem tilkynnti lokun í gærkveldi. Tilkynningin er ekkert einsdæmi því á Facebook mátti strax sjá tilkynningar frá ýmsum fyrirtækjum um lokun strax í kjölfar fregna um hert samgöngubann. Þær tilkynningar voru ekki einungis frá fyrirtækjum sem tilmæli stjórnvalda ná til. Í gær tilkynnti Heilbrigðisráðuneytið, eftir tillögu sóttvarnalæknis, að samkomur skuli nú takmarkaðar við 20 manns í stað 100. Tekur hert samgöngubann gildi á miðnætti í kvöld. Þá þurfa fyrirtæki eins og hárgreiðslustofur, snyrtistofur, nuddstofur og sambærileg starfsemi, sundlaugar, líkamsræktarstöðvar, skemmtistaðir, spilasalir, spilakassar og söfn að loka. Íþróttastarf fellur niður þar sem notkun á sameiginlegum búnaði getur haft smithættu í för með sér, s.s. skíðalyftur. En fleiri fyrirtæki tilkynna lokanir og það á einnig við um fyrirtæki sem áður höfðu leitað lausna til að bregðast við samdrátt og samgöngubann. Sem dæmi má nefna tilkynntu veitingahúsin Narfeyrastofa og Sjávarpakkhúsið í Stykkishólmi fyrr í mánuðinum, að staðirnir myndu deila með sér opnunartíma þar sem hvor staður væri með opið í viku á víxl. Allt kom þó fyrir ekki. „Á þeim 19 árum sem við höfum verið að reka veitingahúsið Narfeyrarstofu í Stykkishólmi hefur aldrei verið uppi viðlík staða í rekstrarumhverfi í ferðaþjónustu,“ segir í tilkynningu frá eigendum Narfeyrarstofu í gærkveldi. Lokunin er um óákveðinn tíma. Fleiri fyrirtæki hafa lokað þar sem önnur úrræði hafa ekki dugað til. Kvikmyndahúsið á Selfossi tilkynnti um lokun um helgina en hafði áður tilkynnt ráðstafanir til að tryggja að tilmælum um fjarlægðarmörk og fleira væri fylgt eftir. „Vegna skertrar aðsóknar af völdum COVID19 mun Bíóhúsið loka frá og með 22. mars um óákveðinn tíma,“ sagði í tilkynningu um lokun kvikmyndahússins á Selfossi um helgina.“ Á laugardaginn boðaði ríkistjórnir aðgerðir til að bregðast við efnahagslegum áhrifum kórónuveirunnar, meðal annars í formi lántökuleiða og greiðslufresta. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Veitingastaðir Árborg Stykkishólmur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Fordómar: „Mætti halda að á Íslandi væri ekkert sölustarf til“ „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Að leysa hratt og vel úr málum í stað þess að pirrast Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Bissnessinn í tónlist: „Þetta er ekki lengur eins og þetta var í gamla daga“ Á erfitt með að tapa fyrir eiginmanninum í skrafli Að takast á við sjokkerandi breytingar í vinnunni Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Bolabítur á buxnaskálm: Fjöldi „kerfisfræðinga“ að misnota veikindaréttinn „Ég hef þó aldrei kunnað vel við titilinn framkvæmdastjóri“ Fjórar týpur af yfirmönnum sem eru sjálfir að drukkna í vinnu Segir mun á launum stjórnarmanna sláandi Íslenskir kvenstjórnendur: Bjartsýnar en með áhyggjur af stríði Lausnamiðuð ferilskrá og að þora Sjá meira
„Kæru viðskiptavinir, við lifum á skrítnum tímum…“ Svona hefst tilkynning Narfeyrarstofu, veitingastaðar í Stykkishólmi, sem tilkynnti lokun í gærkveldi. Tilkynningin er ekkert einsdæmi því á Facebook mátti strax sjá tilkynningar frá ýmsum fyrirtækjum um lokun strax í kjölfar fregna um hert samgöngubann. Þær tilkynningar voru ekki einungis frá fyrirtækjum sem tilmæli stjórnvalda ná til. Í gær tilkynnti Heilbrigðisráðuneytið, eftir tillögu sóttvarnalæknis, að samkomur skuli nú takmarkaðar við 20 manns í stað 100. Tekur hert samgöngubann gildi á miðnætti í kvöld. Þá þurfa fyrirtæki eins og hárgreiðslustofur, snyrtistofur, nuddstofur og sambærileg starfsemi, sundlaugar, líkamsræktarstöðvar, skemmtistaðir, spilasalir, spilakassar og söfn að loka. Íþróttastarf fellur niður þar sem notkun á sameiginlegum búnaði getur haft smithættu í för með sér, s.s. skíðalyftur. En fleiri fyrirtæki tilkynna lokanir og það á einnig við um fyrirtæki sem áður höfðu leitað lausna til að bregðast við samdrátt og samgöngubann. Sem dæmi má nefna tilkynntu veitingahúsin Narfeyrastofa og Sjávarpakkhúsið í Stykkishólmi fyrr í mánuðinum, að staðirnir myndu deila með sér opnunartíma þar sem hvor staður væri með opið í viku á víxl. Allt kom þó fyrir ekki. „Á þeim 19 árum sem við höfum verið að reka veitingahúsið Narfeyrarstofu í Stykkishólmi hefur aldrei verið uppi viðlík staða í rekstrarumhverfi í ferðaþjónustu,“ segir í tilkynningu frá eigendum Narfeyrarstofu í gærkveldi. Lokunin er um óákveðinn tíma. Fleiri fyrirtæki hafa lokað þar sem önnur úrræði hafa ekki dugað til. Kvikmyndahúsið á Selfossi tilkynnti um lokun um helgina en hafði áður tilkynnt ráðstafanir til að tryggja að tilmælum um fjarlægðarmörk og fleira væri fylgt eftir. „Vegna skertrar aðsóknar af völdum COVID19 mun Bíóhúsið loka frá og með 22. mars um óákveðinn tíma,“ sagði í tilkynningu um lokun kvikmyndahússins á Selfossi um helgina.“ Á laugardaginn boðaði ríkistjórnir aðgerðir til að bregðast við efnahagslegum áhrifum kórónuveirunnar, meðal annars í formi lántökuleiða og greiðslufresta.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Veitingastaðir Árborg Stykkishólmur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Fordómar: „Mætti halda að á Íslandi væri ekkert sölustarf til“ „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Að leysa hratt og vel úr málum í stað þess að pirrast Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Bissnessinn í tónlist: „Þetta er ekki lengur eins og þetta var í gamla daga“ Á erfitt með að tapa fyrir eiginmanninum í skrafli Að takast á við sjokkerandi breytingar í vinnunni Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Bolabítur á buxnaskálm: Fjöldi „kerfisfræðinga“ að misnota veikindaréttinn „Ég hef þó aldrei kunnað vel við titilinn framkvæmdastjóri“ Fjórar týpur af yfirmönnum sem eru sjálfir að drukkna í vinnu Segir mun á launum stjórnarmanna sláandi Íslenskir kvenstjórnendur: Bjartsýnar en með áhyggjur af stríði Lausnamiðuð ferilskrá og að þora Sjá meira