Sportið í dag er þáttur í umsjón þeirra Henry Birgis Gunnarssonar og Kjartans Atla Kjartanssonar. Á föstudaginn var heimsótti Henry Birgir íþróttahúsið magnaða Austurberg sem staðsett er í Breiðholti.
Þar leikur handknattleiksdeild ÍR leiki sína en þar sem það eru engir leikir né æfingar í húsinu þessa dagana vegna samkomubanns sökum kórónuveirunnar þá hafa Breiðhyltingar ákveðið að skreyta húsið að innan.
Í spilaranum hér að neðan má sjá þetta skemmtilega innslag sem og hvernig er verið að skreyta húsið en það verður að teljast einkar óvanalegt, allavega þegar kemur að íþróttamannvirkjum.