Einn mesti skemmtikraftur fótboltans fagnaði fertugsafmælinu í fangelsi Sindri Sverrisson skrifar 21. mars 2020 23:00 Fjölmiðlaáhuginn sem Ronaldinho er sýndur í Paragvæ er litlu minni en á leikdegi á Camp Nou. VÍSIR/EPA Ein skærasta knattspyrnustjarna 21. aldarinnar, hinn brasilíski Ronaldinho, átti stórafmæli í dag en sennilega hefur lítið farið fyrir veisluhöldum þar sem hann er nú staddur. Ronaldinho er nú í fangelsi í Paragvæ ásamt bróður sínum eftir að þeir komu til landsins á fölsuðum vegabréfum. Rannsókn málsins er ekki lokið en talið er að Ronaldinho gæti þurft að verja hálfu ári á bakvið lás og slá. Fjölmiðlar og aðdáendur hafa rifjað upp nokkur af helstu tilþrifum kappans í gegnum tíðina í tilefni afmælisins. Ronaldinho turns 40 today. What a player (via @ChampionsLeague) pic.twitter.com/vHvNN3wd8E— ESPN FC (@ESPNFC) March 21, 2020 Is Ronaldinho the greatest La Liga player of all time? pic.twitter.com/O1Qjs7CH2I— FutbolBible (@FutbolBible) March 21, 2020 Ronaldinho made everything look so easy pic.twitter.com/vboXjDnDjc— Goal (@goal) March 21, 2020 Ronaldinho, sem heillaði knattspyrnuunnendur með tækni sinni og töktum í búningi Barcelona, AC Milan, PSG og brasilíska landsliðsins, hlaut Gullknöttinn (Ballon d‘Or) árið 2005. Þessa dagana fær hann hins vegar í mesta lagi að leika sér í futsal með samföngum sínum, en Ronaldinho kom að öllum mörkum síns liðs í 11-2 sigurleik í fangelsinu um daginn. Ronaldinho og hinn 49 ára gamli Roberto bróðir hans voru leiddir burt í handjárnum á miðvikudag eftir að hafa haldið fram sakleysi sínu fyrir rétti. Lögmaður Ronaldinho sagði hann hafa verið „heimskan“ af því að hann hefði „ekki vitað að hann væri að fremja glæp því hann skildi ekki að hann hefði fengið fölsuð skilríki“. Fótbolti Brasilía Paragvæ Mest lesið Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Sjá meira
Ein skærasta knattspyrnustjarna 21. aldarinnar, hinn brasilíski Ronaldinho, átti stórafmæli í dag en sennilega hefur lítið farið fyrir veisluhöldum þar sem hann er nú staddur. Ronaldinho er nú í fangelsi í Paragvæ ásamt bróður sínum eftir að þeir komu til landsins á fölsuðum vegabréfum. Rannsókn málsins er ekki lokið en talið er að Ronaldinho gæti þurft að verja hálfu ári á bakvið lás og slá. Fjölmiðlar og aðdáendur hafa rifjað upp nokkur af helstu tilþrifum kappans í gegnum tíðina í tilefni afmælisins. Ronaldinho turns 40 today. What a player (via @ChampionsLeague) pic.twitter.com/vHvNN3wd8E— ESPN FC (@ESPNFC) March 21, 2020 Is Ronaldinho the greatest La Liga player of all time? pic.twitter.com/O1Qjs7CH2I— FutbolBible (@FutbolBible) March 21, 2020 Ronaldinho made everything look so easy pic.twitter.com/vboXjDnDjc— Goal (@goal) March 21, 2020 Ronaldinho, sem heillaði knattspyrnuunnendur með tækni sinni og töktum í búningi Barcelona, AC Milan, PSG og brasilíska landsliðsins, hlaut Gullknöttinn (Ballon d‘Or) árið 2005. Þessa dagana fær hann hins vegar í mesta lagi að leika sér í futsal með samföngum sínum, en Ronaldinho kom að öllum mörkum síns liðs í 11-2 sigurleik í fangelsinu um daginn. Ronaldinho og hinn 49 ára gamli Roberto bróðir hans voru leiddir burt í handjárnum á miðvikudag eftir að hafa haldið fram sakleysi sínu fyrir rétti. Lögmaður Ronaldinho sagði hann hafa verið „heimskan“ af því að hann hefði „ekki vitað að hann væri að fremja glæp því hann skildi ekki að hann hefði fengið fölsuð skilríki“.
Fótbolti Brasilía Paragvæ Mest lesið Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Sjá meira