Aðeins brýnustu skurðaðgerðirnar framkvæmdar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. mars 2020 21:00 Landspítalinn Skurðaðgerðum hefur fækkað verulega á Landspítalanum vegna kórónuveirufaraldursins. Aðeins eru nú gerðar brýnustu aðgerðirnar og er viðbúið að biðlistar verði orðnir langir þegar starfsemi spítalans kemst aftur í eðlilegt horf. Síðustu vikur hefur mikið mætt á starfsfólki Landspítalans enda hefur álagið aukist hratt. „Það eru allir, allir, á fullu við að vera þessi hornsteinn, varnarhlekkur ef svo má segja, síðasta vörnin, í baráttunni gegn þessari veiru,“ segir Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans. Á spítalanum hefur nú sérstök COVID-göngudeild tekið til starfa. „Við erum með í kringum fimmtíu manns í þessari göngudeild núna sem að var ekki til fyrir tíu dögum,“ segir Páll. Að jafnaði eru gerðar um eitt hundrað skurðaðgerðir hvern virkan dag á spítalanum. Þessa daga er aðeins hægt að gera um þrjátíu á dag. „Það sem við erum að sinna núna eru í rauninni engar valkvæðar aðgerðir nema þær sem að ekki geta beðið og það eru þá sérstaklega aðgerðir við krabbameinum, hjartaaðgerðir sem að ekki geta beðið og svo framvegis,“ segir Páll. Gera má ráð fyrir að biðlistar eftir aðgerðunum, sem nú hafa verið slegnar af, lengist töluvert og verði orðnir langir þegar verður farið að gera þær aftur. Páll segir álagið koma til með að aukast frekar á spítalanum á næstunni vegna faraldursins. „Þetta mun þyngjast á næstu vikum en ég veit það að við komust í gegnum þetta og við ætlum að gera það og við bara gerum það sem þarf til þess að það takist,“ segir Páll. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Tólf á Landspítalanum með COVID-19 Tólf liggja á Landspítalanum með COVID-19 þar af einn á gjörgæslu. Forstjóri Landspítalans segir mikla vinnu hafa farið í það í vikunni að koma upp sérstakri COVID-19 göngudeild. 21. mars 2020 12:39 Á fjórða tug starfsmanna bráðadeildar í sóttkví eða veikir Um 10-15% starfsmanna bráðadeildar Landspítalans eru nú veikir eða í sóttkví vegna kórónuveirufaraldursins. Yfirlæknir bráðalækninga segir að þrátt fyrir það hafi tekist að halda fullri starfsemi á deildinni. 20. mars 2020 20:09 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Skurðaðgerðum hefur fækkað verulega á Landspítalanum vegna kórónuveirufaraldursins. Aðeins eru nú gerðar brýnustu aðgerðirnar og er viðbúið að biðlistar verði orðnir langir þegar starfsemi spítalans kemst aftur í eðlilegt horf. Síðustu vikur hefur mikið mætt á starfsfólki Landspítalans enda hefur álagið aukist hratt. „Það eru allir, allir, á fullu við að vera þessi hornsteinn, varnarhlekkur ef svo má segja, síðasta vörnin, í baráttunni gegn þessari veiru,“ segir Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans. Á spítalanum hefur nú sérstök COVID-göngudeild tekið til starfa. „Við erum með í kringum fimmtíu manns í þessari göngudeild núna sem að var ekki til fyrir tíu dögum,“ segir Páll. Að jafnaði eru gerðar um eitt hundrað skurðaðgerðir hvern virkan dag á spítalanum. Þessa daga er aðeins hægt að gera um þrjátíu á dag. „Það sem við erum að sinna núna eru í rauninni engar valkvæðar aðgerðir nema þær sem að ekki geta beðið og það eru þá sérstaklega aðgerðir við krabbameinum, hjartaaðgerðir sem að ekki geta beðið og svo framvegis,“ segir Páll. Gera má ráð fyrir að biðlistar eftir aðgerðunum, sem nú hafa verið slegnar af, lengist töluvert og verði orðnir langir þegar verður farið að gera þær aftur. Páll segir álagið koma til með að aukast frekar á spítalanum á næstunni vegna faraldursins. „Þetta mun þyngjast á næstu vikum en ég veit það að við komust í gegnum þetta og við ætlum að gera það og við bara gerum það sem þarf til þess að það takist,“ segir Páll.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Tólf á Landspítalanum með COVID-19 Tólf liggja á Landspítalanum með COVID-19 þar af einn á gjörgæslu. Forstjóri Landspítalans segir mikla vinnu hafa farið í það í vikunni að koma upp sérstakri COVID-19 göngudeild. 21. mars 2020 12:39 Á fjórða tug starfsmanna bráðadeildar í sóttkví eða veikir Um 10-15% starfsmanna bráðadeildar Landspítalans eru nú veikir eða í sóttkví vegna kórónuveirufaraldursins. Yfirlæknir bráðalækninga segir að þrátt fyrir það hafi tekist að halda fullri starfsemi á deildinni. 20. mars 2020 20:09 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Tólf á Landspítalanum með COVID-19 Tólf liggja á Landspítalanum með COVID-19 þar af einn á gjörgæslu. Forstjóri Landspítalans segir mikla vinnu hafa farið í það í vikunni að koma upp sérstakri COVID-19 göngudeild. 21. mars 2020 12:39
Á fjórða tug starfsmanna bráðadeildar í sóttkví eða veikir Um 10-15% starfsmanna bráðadeildar Landspítalans eru nú veikir eða í sóttkví vegna kórónuveirufaraldursins. Yfirlæknir bráðalækninga segir að þrátt fyrir það hafi tekist að halda fullri starfsemi á deildinni. 20. mars 2020 20:09