Tólf á Landspítalanum með COVID-19 Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. mars 2020 12:39 Páll Matthíasson Vísir/Egill Tólf liggja á Landspítalanum með COVID-19 þar af einn á gjörgæslu. Forstjóri Landspítalans segir mikla vinnu hafa farið í það í vikunni að koma upp sérstakri COVID-19 göngudeild. Staðfest smit af kórónuveirunni eru orðin fjögur hundruð og sjötíu og þrjú hér á landi en á síðasta sólarhring greindust sextíu og fjórir með veiruna. Í gær voru tekin fimm hundruð sjötíu og níu sýni en daginn áður voru sýnin um þrettán hundruð. Mestu munar þar um að Íslensk erfðagreining tók aðeins áttatíu og eitt sýni í gær en hefur verið að taka allt yfir fjórtán hundruð sýni á dag hingað til. Skortur á sýnapinnum hefur orðið til þess að fyrirtækið getur ekki tekið sama fjölda af sýnum. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir álagið á spítalanum vegna veirunnar hafa aukist mikið síðustu daga. „Við erum með níu inniliggjandi vegna COVID-sýkingar,“ Hann segir einn af þeim sem eru á spítalanum vera á gjörgæslu. Páll segir mikla vinnu hafa farið í það í vikunni að koma upp sérstakri COVID-19 göngudeild. „Fólk sem að kennir sér meins, eða telur sig hugsanlega vera að veikjast, það hefur samband í gegnum 1770 og heilsugæsluna. Þegar fólk hefur verið greint með sýkingu þá heldur Landspítali utan um það fólk. Við erum með markvissar hringingar og reynum að halda fólki heima. En ef það þarf að koma þá sjáum við það hér í gámum,“ segir Páll. Þá segir Páll reglulega hringt í þá sem eru með veiruna og til að meta líðan og ástand fólkins. „Þetta er gríðarleg vinna okkar heilbrigðisstarfsfólks og við erum með í kringum fimmtíu manns í þessari göngudeild núna sem að var ekki til fyrir tíu dögum,“ segir Páll Matthíasson. Uppfært: Samkvæmt nýjustu tölum liggja nú tólf á Landspítala COVID-19. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Tólf liggja á Landspítalanum með COVID-19 þar af einn á gjörgæslu. Forstjóri Landspítalans segir mikla vinnu hafa farið í það í vikunni að koma upp sérstakri COVID-19 göngudeild. Staðfest smit af kórónuveirunni eru orðin fjögur hundruð og sjötíu og þrjú hér á landi en á síðasta sólarhring greindust sextíu og fjórir með veiruna. Í gær voru tekin fimm hundruð sjötíu og níu sýni en daginn áður voru sýnin um þrettán hundruð. Mestu munar þar um að Íslensk erfðagreining tók aðeins áttatíu og eitt sýni í gær en hefur verið að taka allt yfir fjórtán hundruð sýni á dag hingað til. Skortur á sýnapinnum hefur orðið til þess að fyrirtækið getur ekki tekið sama fjölda af sýnum. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir álagið á spítalanum vegna veirunnar hafa aukist mikið síðustu daga. „Við erum með níu inniliggjandi vegna COVID-sýkingar,“ Hann segir einn af þeim sem eru á spítalanum vera á gjörgæslu. Páll segir mikla vinnu hafa farið í það í vikunni að koma upp sérstakri COVID-19 göngudeild. „Fólk sem að kennir sér meins, eða telur sig hugsanlega vera að veikjast, það hefur samband í gegnum 1770 og heilsugæsluna. Þegar fólk hefur verið greint með sýkingu þá heldur Landspítali utan um það fólk. Við erum með markvissar hringingar og reynum að halda fólki heima. En ef það þarf að koma þá sjáum við það hér í gámum,“ segir Páll. Þá segir Páll reglulega hringt í þá sem eru með veiruna og til að meta líðan og ástand fólkins. „Þetta er gríðarleg vinna okkar heilbrigðisstarfsfólks og við erum með í kringum fimmtíu manns í þessari göngudeild núna sem að var ekki til fyrir tíu dögum,“ segir Páll Matthíasson. Uppfært: Samkvæmt nýjustu tölum liggja nú tólf á Landspítala COVID-19.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira