Telur skíðaáhuga heilbrigðisstarfsmanna sökudólginn Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. mars 2020 15:16 Alma Möller, landlæknir. Vísir/vilhelm Landlæknir telur skíðaáhuga heilbrigðisstarfsmanna ástæðu þess að á þriðja hundrað starfsmenn Landspítala séu í sóttkví, sem er talsverður fjöldi. Hún kvað fjöldann áhyggjuefni en sagði að gengið hefði mjög vel að halda starfseminni gangandi. Þetta kom fram í máli landlæknis á upplýsingafundi vegna kórónuveiru nú síðdegis. Samkvæmt Covid-tölum Landspítalans fyrir daginn í dag eru alls 21 innlagðir sjúklingar á spítalanum í sóttkví. Ölmu Möller landlækni var ekki kunnugt um hvort einhver sjúklingur á spítalanum hefði smitast af veirunni þegar hún var spurð að því á upplýsingafundinum. Þá eru 25 starfsmenn Landspítala í einangrun og 224 starfsmenn í sóttkví. Alma sagði aðspurð að það væri áhyggjuefni hversu margir starfsmenn spítalans væru í sóttkví. „En Landspítala hefur gengið ótrúlega vel að takast á við það og tekist að halda mikilli starfsemi.“ Þá var Alma spurð hvort þennan mikla fjölda starfsmanna í sóttkví mætti rekja til starfsins inni á spítalanum eða utanlandsferða. „Ég held þetta sé skíðaáhugi starfsmanna,“ sagði Alma. Upplýsingafundinn í heild má sjá hér fyrir neðan. Í byrjun mars var þeim tilmælum beint til heilbrigðisstarfsfólks og annarra í framlínu á heilbrigðisstofnunum að fara ekki til útlanda vegna veirunnar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu fóru hjúkrunarfræðingar og læknar í skíðaferð til Austurríkis eftir að þessi tilmæli voru gefin út. Þá hafa heilbrigðisyfirvöld óskað eftir liðsinni heilbrigðisstarfsfólks úr hópi lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða í svokallaða bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. Hundruð heilbrigðisstarfsmanna hafa þegar skráð sig í bakvarðasveitina. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Kynna fjölþættar aðgerðir stjórnvalda í Hörpu á morgun Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, boða til blaðamannafundar í Hörpu á morgun klukkan 13. 20. mars 2020 15:02 Fjórir úr sömu fjölskyldunni dánir og þrír veikir Fjórir meðlimir sömu fjölskyldunnar í New Jersey í Bandaríkjunum eru dánir vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur. 20. mars 2020 14:35 Biðla til fólks að biðja ekki um undanþágu frá sóttkví nema nauðsyn krefji Töluvert hafi borið á undanþágubeiðnum en erfitt sé að verða við þeim ef aðgerðin eigi að hafa tilætluð áhrif. 20. mars 2020 14:22 Vísbendingar um „gott og verndandi ónæmissvar“ við kórónuveirunni Helsta óvissan nú snýr að því hversu lengi þetta ónæmi varir. 20. mars 2020 14:52 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Sjá meira
Landlæknir telur skíðaáhuga heilbrigðisstarfsmanna ástæðu þess að á þriðja hundrað starfsmenn Landspítala séu í sóttkví, sem er talsverður fjöldi. Hún kvað fjöldann áhyggjuefni en sagði að gengið hefði mjög vel að halda starfseminni gangandi. Þetta kom fram í máli landlæknis á upplýsingafundi vegna kórónuveiru nú síðdegis. Samkvæmt Covid-tölum Landspítalans fyrir daginn í dag eru alls 21 innlagðir sjúklingar á spítalanum í sóttkví. Ölmu Möller landlækni var ekki kunnugt um hvort einhver sjúklingur á spítalanum hefði smitast af veirunni þegar hún var spurð að því á upplýsingafundinum. Þá eru 25 starfsmenn Landspítala í einangrun og 224 starfsmenn í sóttkví. Alma sagði aðspurð að það væri áhyggjuefni hversu margir starfsmenn spítalans væru í sóttkví. „En Landspítala hefur gengið ótrúlega vel að takast á við það og tekist að halda mikilli starfsemi.“ Þá var Alma spurð hvort þennan mikla fjölda starfsmanna í sóttkví mætti rekja til starfsins inni á spítalanum eða utanlandsferða. „Ég held þetta sé skíðaáhugi starfsmanna,“ sagði Alma. Upplýsingafundinn í heild má sjá hér fyrir neðan. Í byrjun mars var þeim tilmælum beint til heilbrigðisstarfsfólks og annarra í framlínu á heilbrigðisstofnunum að fara ekki til útlanda vegna veirunnar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu fóru hjúkrunarfræðingar og læknar í skíðaferð til Austurríkis eftir að þessi tilmæli voru gefin út. Þá hafa heilbrigðisyfirvöld óskað eftir liðsinni heilbrigðisstarfsfólks úr hópi lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða í svokallaða bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. Hundruð heilbrigðisstarfsmanna hafa þegar skráð sig í bakvarðasveitina.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Kynna fjölþættar aðgerðir stjórnvalda í Hörpu á morgun Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, boða til blaðamannafundar í Hörpu á morgun klukkan 13. 20. mars 2020 15:02 Fjórir úr sömu fjölskyldunni dánir og þrír veikir Fjórir meðlimir sömu fjölskyldunnar í New Jersey í Bandaríkjunum eru dánir vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur. 20. mars 2020 14:35 Biðla til fólks að biðja ekki um undanþágu frá sóttkví nema nauðsyn krefji Töluvert hafi borið á undanþágubeiðnum en erfitt sé að verða við þeim ef aðgerðin eigi að hafa tilætluð áhrif. 20. mars 2020 14:22 Vísbendingar um „gott og verndandi ónæmissvar“ við kórónuveirunni Helsta óvissan nú snýr að því hversu lengi þetta ónæmi varir. 20. mars 2020 14:52 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Sjá meira
Kynna fjölþættar aðgerðir stjórnvalda í Hörpu á morgun Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, boða til blaðamannafundar í Hörpu á morgun klukkan 13. 20. mars 2020 15:02
Fjórir úr sömu fjölskyldunni dánir og þrír veikir Fjórir meðlimir sömu fjölskyldunnar í New Jersey í Bandaríkjunum eru dánir vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur. 20. mars 2020 14:35
Biðla til fólks að biðja ekki um undanþágu frá sóttkví nema nauðsyn krefji Töluvert hafi borið á undanþágubeiðnum en erfitt sé að verða við þeim ef aðgerðin eigi að hafa tilætluð áhrif. 20. mars 2020 14:22
Vísbendingar um „gott og verndandi ónæmissvar“ við kórónuveirunni Helsta óvissan nú snýr að því hversu lengi þetta ónæmi varir. 20. mars 2020 14:52