Innlit inn í þungamiðju faraldursins á ítölsku sjúkrahúsi Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. mars 2020 12:05 Sjúklingar með Covid-19-sjúkdóminn á Papa Giovanni XII-sjúkrahúsinu í Bergamo. Í umfjöllun Sky segir að plasthylkin utan um höfuð sjúklinganna séu notuð til að jafna loftþrýsting í lungum þeirra. Skjáskot/YouTube Skelfingarástand ríkir á sjúkrahúsi í ítölsku borginni Bergamo í Langbarðalandi á Norður-Ítalíu, sem farið hefur hvað verst út úr kórónuveirufaraldrinum á landsvísu. Fréttamaður Sky-fréttastofunnar varpar ljósi á ástandið með myndum og ítarlegri umfjöllun sem birt var í gær og í dag. „Starfsmenn bægja okkur frá í óðagoti, á meðan þeir ýta á undan sér körlum og konum á sjúkrabörum í færanlegum öndunarvélum. […] Þeir hlaupa fram hjá deildum sem þegar eru yfirfullar af rúmum, öll skipuð fólki í hræðilegri neyð – sem nær ekki andanum, sem heldur um brjóst sér og í slöngur sem dæla súrefni í súrefnissvelt lungu þeirra,“ skrifar Stuart Ramsay, fréttamaður Sky, sem fékk að heimsækja Papa Giovanni XXII-sjúkrahúsið í Bergamo. Sjá einnig: Ítalía fer fram úr Kína í dauðsföllum Í umfjölluninni segir að ástandið sé verst á nákvæmlega þessum spítala á Ítalíu. „Þetta er hreinlega skelfilegt,“ skrifar Ramsay, og lýsir því að hingað til hafi fréttamönnum ekki verið hleypt inn á sjúkrahúsið. Hann segir gjörgæsluna löngu sprungna og að hver einasti krókur og kimi spítalans, þar með taldir gangar og biðstofur, sé nýttur undir Covid-19-sjúklinga. Það sem virðist vera gjörgæsla sé í raun bráðamóttaka; fólkið sem lagt er inn er þegar mjög alvarlega veikt. Myndband sem fylgir umfjölluninni sýnir vel hversu erfitt ástandið er. Starfsfólk hleypur á milli sjúklinga, sem flestir hafa nokkurs konar plasthylki utan um höfuðið til að jafna loftþrýsting í lungunum, og læknar sem rætt er við segjast aldrei hafa upplifað annað eins. Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan. Umfjöllun Sky í heild má nálgast hér. Fleiri eru nú látnir af völdum kórónuveirunnar á Ítalíu en í Kína. Tala látinna hækkaði um 427 í gær og þar með eru alls 3405 látnir í landinu. Kalla hefur þurft út ítalska herinn í Bergamo til að flytja lík þeirra sem hafa látist úr Covid-19-sjúkdómnum til brennslu, svo alvarlegt er ástandið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Tengdar fréttir Allir skiptinemar á vegum AFS þurfa að snúa til síns heima Allir skiptinemar á vegum AFS þurfa að snúa heim samkvæmt tilskipun frá alþjóðasamtökunum. 20. mars 2020 07:22 „Það geta í raun allir veikst alvarlega“ Íslendingum með kórónuveiruna fjölgar hratt en á síðustu tveimur dögum hafa vel á annað hundrað greinst með veiruna en smitum hefur fjölgað um þriðjung. Þá eru taldar miklar líkur að ástralskur ferðamaður um fertugt hafi látist af völdum COVID-19 hér á landi. 19. mars 2020 21:45 Ítalía fer fram úr Kína í dauðsföllum Dauðföll vegna kórónuveirufaraldursins á Ítalíu eru nú fleiri en í Kína þar sem veiran skaut fyrst upp kollinum. Alls hafa nú rúmlega 3.400 manns látið lífið á Ítalíu. 19. mars 2020 18:15 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Sjá meira
Skelfingarástand ríkir á sjúkrahúsi í ítölsku borginni Bergamo í Langbarðalandi á Norður-Ítalíu, sem farið hefur hvað verst út úr kórónuveirufaraldrinum á landsvísu. Fréttamaður Sky-fréttastofunnar varpar ljósi á ástandið með myndum og ítarlegri umfjöllun sem birt var í gær og í dag. „Starfsmenn bægja okkur frá í óðagoti, á meðan þeir ýta á undan sér körlum og konum á sjúkrabörum í færanlegum öndunarvélum. […] Þeir hlaupa fram hjá deildum sem þegar eru yfirfullar af rúmum, öll skipuð fólki í hræðilegri neyð – sem nær ekki andanum, sem heldur um brjóst sér og í slöngur sem dæla súrefni í súrefnissvelt lungu þeirra,“ skrifar Stuart Ramsay, fréttamaður Sky, sem fékk að heimsækja Papa Giovanni XXII-sjúkrahúsið í Bergamo. Sjá einnig: Ítalía fer fram úr Kína í dauðsföllum Í umfjölluninni segir að ástandið sé verst á nákvæmlega þessum spítala á Ítalíu. „Þetta er hreinlega skelfilegt,“ skrifar Ramsay, og lýsir því að hingað til hafi fréttamönnum ekki verið hleypt inn á sjúkrahúsið. Hann segir gjörgæsluna löngu sprungna og að hver einasti krókur og kimi spítalans, þar með taldir gangar og biðstofur, sé nýttur undir Covid-19-sjúklinga. Það sem virðist vera gjörgæsla sé í raun bráðamóttaka; fólkið sem lagt er inn er þegar mjög alvarlega veikt. Myndband sem fylgir umfjölluninni sýnir vel hversu erfitt ástandið er. Starfsfólk hleypur á milli sjúklinga, sem flestir hafa nokkurs konar plasthylki utan um höfuðið til að jafna loftþrýsting í lungunum, og læknar sem rætt er við segjast aldrei hafa upplifað annað eins. Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan. Umfjöllun Sky í heild má nálgast hér. Fleiri eru nú látnir af völdum kórónuveirunnar á Ítalíu en í Kína. Tala látinna hækkaði um 427 í gær og þar með eru alls 3405 látnir í landinu. Kalla hefur þurft út ítalska herinn í Bergamo til að flytja lík þeirra sem hafa látist úr Covid-19-sjúkdómnum til brennslu, svo alvarlegt er ástandið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Tengdar fréttir Allir skiptinemar á vegum AFS þurfa að snúa til síns heima Allir skiptinemar á vegum AFS þurfa að snúa heim samkvæmt tilskipun frá alþjóðasamtökunum. 20. mars 2020 07:22 „Það geta í raun allir veikst alvarlega“ Íslendingum með kórónuveiruna fjölgar hratt en á síðustu tveimur dögum hafa vel á annað hundrað greinst með veiruna en smitum hefur fjölgað um þriðjung. Þá eru taldar miklar líkur að ástralskur ferðamaður um fertugt hafi látist af völdum COVID-19 hér á landi. 19. mars 2020 21:45 Ítalía fer fram úr Kína í dauðsföllum Dauðföll vegna kórónuveirufaraldursins á Ítalíu eru nú fleiri en í Kína þar sem veiran skaut fyrst upp kollinum. Alls hafa nú rúmlega 3.400 manns látið lífið á Ítalíu. 19. mars 2020 18:15 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Sjá meira
Allir skiptinemar á vegum AFS þurfa að snúa til síns heima Allir skiptinemar á vegum AFS þurfa að snúa heim samkvæmt tilskipun frá alþjóðasamtökunum. 20. mars 2020 07:22
„Það geta í raun allir veikst alvarlega“ Íslendingum með kórónuveiruna fjölgar hratt en á síðustu tveimur dögum hafa vel á annað hundrað greinst með veiruna en smitum hefur fjölgað um þriðjung. Þá eru taldar miklar líkur að ástralskur ferðamaður um fertugt hafi látist af völdum COVID-19 hér á landi. 19. mars 2020 21:45
Ítalía fer fram úr Kína í dauðsföllum Dauðföll vegna kórónuveirufaraldursins á Ítalíu eru nú fleiri en í Kína þar sem veiran skaut fyrst upp kollinum. Alls hafa nú rúmlega 3.400 manns látið lífið á Ítalíu. 19. mars 2020 18:15
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent