Skoða stærri framkvæmdir Samúel Karl Ólason skrifar 20. mars 2020 08:41 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, Vísir/Einar „Við sjáum fram á að hér verði verulegur samdráttur og erum að reyna að koma í veg fyrir að hér verði eins mikið atvinnuleysi og ef við gerðum ekkert. Við erum að reyna að gera það sem við teljum að gera þurfi til að komast í gegnum tímabilið og að við verðum þá sterkari á eftir.“ Þetta sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, sem mætti í Bítið á Bylgjunni og Stöð 2 í morgun þar sem hann ræddi faraldurinn og sagði frá undirbúningi fyrir stórframkvæmdir hér á landi. Hann sagði Íslendinga hafa í reynslubanka að leita og hann yrði að nota. Sigurður sagði vinnu hafa staðið yfir þar sem verið væri að skoða hvaða verkefni væri hægt að hefja sem fyrst og jafnvel stækka. Meðal stóru verkefnanna væri að aðgreina akstursstefnur og tvöfalda vegi og breikka í kringum höfuðborgina. Klippa: Bítið - Sigurður Ingi Jóhannsson Sigurður Ingi sagði spár ekki reikna með því að verðbólga fari að aukast hér á landi, þrátt fyrir gengislækkun krónunnar. Ríkið búi þó yfir sterkum gjaldeyrisforða til að vega upp á móti því. „Við sjáum olíuverð fara niður, því það er engin eftirspurn, og það verður heldur engin eftirspurn eða spenna eftir þessum innflutningi.“ Hann sagði ríkisstjórnina vera að skoða margar aðgerðir til að sporna gegn áhrifum faraldursins á efnahaginn og halda uppi einkaneyslu. Skilur gagnrýni Spurður út í gagnrýni stjórnarandstöðunnar yfir því að fá ekki aðkomu að umræðum um aðgerðir vegna faraldursins, sagðist Sigurður þeirrar skoðunar að mikilvægt væri að halda þinginu starfhæfu. Því þyrfti að takmarka umgengni þar. Hins vegar væri tekið við öllum hugmyndum. „Auðvitað skilur maður það að þeir sem ekki eru akkúrat við eitthvað borð að vinna við einhverjar tölur eða aðgerðir, að þeim líði eins og þeir séu fyrir utan það. En, þannig þarf nú stundum að vinna þegar þú þarft að vinna mjög hratt og það er það sem við þurfum að gera þessa dagana.“ Samgöngur Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Sjá meira
„Við sjáum fram á að hér verði verulegur samdráttur og erum að reyna að koma í veg fyrir að hér verði eins mikið atvinnuleysi og ef við gerðum ekkert. Við erum að reyna að gera það sem við teljum að gera þurfi til að komast í gegnum tímabilið og að við verðum þá sterkari á eftir.“ Þetta sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, sem mætti í Bítið á Bylgjunni og Stöð 2 í morgun þar sem hann ræddi faraldurinn og sagði frá undirbúningi fyrir stórframkvæmdir hér á landi. Hann sagði Íslendinga hafa í reynslubanka að leita og hann yrði að nota. Sigurður sagði vinnu hafa staðið yfir þar sem verið væri að skoða hvaða verkefni væri hægt að hefja sem fyrst og jafnvel stækka. Meðal stóru verkefnanna væri að aðgreina akstursstefnur og tvöfalda vegi og breikka í kringum höfuðborgina. Klippa: Bítið - Sigurður Ingi Jóhannsson Sigurður Ingi sagði spár ekki reikna með því að verðbólga fari að aukast hér á landi, þrátt fyrir gengislækkun krónunnar. Ríkið búi þó yfir sterkum gjaldeyrisforða til að vega upp á móti því. „Við sjáum olíuverð fara niður, því það er engin eftirspurn, og það verður heldur engin eftirspurn eða spenna eftir þessum innflutningi.“ Hann sagði ríkisstjórnina vera að skoða margar aðgerðir til að sporna gegn áhrifum faraldursins á efnahaginn og halda uppi einkaneyslu. Skilur gagnrýni Spurður út í gagnrýni stjórnarandstöðunnar yfir því að fá ekki aðkomu að umræðum um aðgerðir vegna faraldursins, sagðist Sigurður þeirrar skoðunar að mikilvægt væri að halda þinginu starfhæfu. Því þyrfti að takmarka umgengni þar. Hins vegar væri tekið við öllum hugmyndum. „Auðvitað skilur maður það að þeir sem ekki eru akkúrat við eitthvað borð að vinna við einhverjar tölur eða aðgerðir, að þeim líði eins og þeir séu fyrir utan það. En, þannig þarf nú stundum að vinna þegar þú þarft að vinna mjög hratt og það er það sem við þurfum að gera þessa dagana.“
Samgöngur Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Sjá meira