Sendi frá sér yfirlýsingu eftir að hafa brotið reglur um sóttkví Anton Ingi Leifsson skrifar 20. mars 2020 10:45 Luka Jovic á varamannabekknum hjá Real fyrr í vetur. vísir/getty Luka Jovic, framherji Real Madrid, sendi frá sér stutta yfirlýsingu á Instagram í gær eftir að fréttir bárust af því að hann hefði brotið af sér í sóttkví er hann var í heimsókn í heimalandi sínu, Serbíu. Þessi 22 ára gamli framherji kom til Serbíu frá Spáni í síðustu viku og átti hann að vera 28 daga í sóttkví eins og allir aðrir sem koma heim frá löndum þar sem veiran hefur náð til. Hann sást hins vegar á götum Belgrad og í viðtali í gær sagði innanríkisráðherra Serba að það skipti engu máli hvort menn væru íþróttamenn eða ekki; þeim yrði refsað sem myndu brjóta gagnvart sóttkví reglunum. „Það er mjög erfitt að fylgjast með aðstæðunum í landinu okkar sem og öllum heiminum. Ég vil senda stuðning á alla en fyrst vil ég segja að ég er miður mín að vera aðal umræðuefnið þessa dagana,“ skrifaði Jovic á Instagram-síðu sína. Real Madrid striker Luka Jovic has moved to explain hismself after allegedly breaking the coronavirus quarantine imposed by Serbian authorities.https://t.co/3TKbZ9vZRT— Sky Sports Football (@SkyFootball) March 20, 2020 „Það er stöðugt verið að skrifa um mig og mér finnst það miður því það er ekki verið að skrifa um þessar hetjur sem eru að berjast við veiruna, sem eru læknar og þeir sem vinna í heilbrigðisgeiranum.“ „Í Madríd var ég mældur fyrir COVID-19 en það kom neikvætt út. Ég ferðaðist þar af leiðandi til Serbíu til að styðja fólkið og vera nálægt fólkinu mínu, en ég fékk leyfi frá félaginu. Þegar ég kom til Serbíu fór ég aftur í prufu og hún kom neikvæð út.“ „Ég er sorgmæddur yfir því að það er fólk sem hefur ekki unnið þeirra vinnu almennilega og hefur ekki gefið mér fullkomnar upplýsingar um sóttkví. Á Spáni máttu fara í matvörubúð og apótek en ekki hér. Ég vona að við getum komist yfir þetta saman,“ skrifað Jovic. Spænski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Fleiri fréttir Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ KA Íslandsmeistari kvenna í blaki: Unnu allt sem hægt var að vinna Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Ætla að leyfa mér að vona að við séum að nálgast“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Sjá meira
Luka Jovic, framherji Real Madrid, sendi frá sér stutta yfirlýsingu á Instagram í gær eftir að fréttir bárust af því að hann hefði brotið af sér í sóttkví er hann var í heimsókn í heimalandi sínu, Serbíu. Þessi 22 ára gamli framherji kom til Serbíu frá Spáni í síðustu viku og átti hann að vera 28 daga í sóttkví eins og allir aðrir sem koma heim frá löndum þar sem veiran hefur náð til. Hann sást hins vegar á götum Belgrad og í viðtali í gær sagði innanríkisráðherra Serba að það skipti engu máli hvort menn væru íþróttamenn eða ekki; þeim yrði refsað sem myndu brjóta gagnvart sóttkví reglunum. „Það er mjög erfitt að fylgjast með aðstæðunum í landinu okkar sem og öllum heiminum. Ég vil senda stuðning á alla en fyrst vil ég segja að ég er miður mín að vera aðal umræðuefnið þessa dagana,“ skrifaði Jovic á Instagram-síðu sína. Real Madrid striker Luka Jovic has moved to explain hismself after allegedly breaking the coronavirus quarantine imposed by Serbian authorities.https://t.co/3TKbZ9vZRT— Sky Sports Football (@SkyFootball) March 20, 2020 „Það er stöðugt verið að skrifa um mig og mér finnst það miður því það er ekki verið að skrifa um þessar hetjur sem eru að berjast við veiruna, sem eru læknar og þeir sem vinna í heilbrigðisgeiranum.“ „Í Madríd var ég mældur fyrir COVID-19 en það kom neikvætt út. Ég ferðaðist þar af leiðandi til Serbíu til að styðja fólkið og vera nálægt fólkinu mínu, en ég fékk leyfi frá félaginu. Þegar ég kom til Serbíu fór ég aftur í prufu og hún kom neikvæð út.“ „Ég er sorgmæddur yfir því að það er fólk sem hefur ekki unnið þeirra vinnu almennilega og hefur ekki gefið mér fullkomnar upplýsingar um sóttkví. Á Spáni máttu fara í matvörubúð og apótek en ekki hér. Ég vona að við getum komist yfir þetta saman,“ skrifað Jovic.
Spænski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Fleiri fréttir Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ KA Íslandsmeistari kvenna í blaki: Unnu allt sem hægt var að vinna Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Ætla að leyfa mér að vona að við séum að nálgast“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Sjá meira