B-2 sprengjuþotur í oddaflugi yfir Íslandi með norskum herþotum Kristján Már Unnarsson skrifar 19. mars 2020 23:31 Bandarísk B-2 sprengjuþota yfir Íslandi ásamt þremur norskum F-35 orustuþotum síðastliðinn mánudag. U.S. Air Force/Matthew Plew Tvær bandarískar B-2 sprengjuþotur tóku þátt í heræfingu yfir Íslandi og hafinu við landið í byrjun vikunnar ásamt bandarískum F-15 Eagle orustuþotum og norskum F-35 orustuþotum. Þoturnar voru í samflugi í tæpa klukkustund. Bandarísku þoturnar komu frá Fairford og Lakenheath-herflugvöllunum í Bretlandi, þar sem þær eru staðsettar tímabundið, en F-35 þoturnar tilheyra norsku flugsveitinni sem sinnt hefur loftrýmisgæslu frá Keflavíkurflugvelli frá því í febrúar. Sjá nánar hér: 130 manna norskt herlið og herþotur fyrir á sjötta tug milljarða sinna gæslu á Íslandi B-2 sprengjuþota leiðir oddaflugið. Bandarískar F-15 og norskar F-35 orustuþotur fylgja.U.S. Air Force/Matthew Plew Bandaríski fréttamiðillinn Business Insider vekur athygli á því að þetta sé í annað sinn í sögunni sem hinar torséðu B-2 sprengjuþotur komi til Íslands og að fyrra skiptið hafi verið fyrir aðeins hálfu ári. Aukin spenna í samskiptum NATO og Rússa hafi aukið áhugann á Norður-Atlantshafi og Norðurslóðum. Ísland liggi á milli þessara tveggja svæða og þetta nýjasta flug B-2 undirstriki hernaðarlegt mikilvægi landsins í augum hershöfðingja, en þotan er skæðasta kjarnorkuárásarþota heims og dýrasta flugvél sögunnar. Sjá meira hér: Skilgreina Keflavík sem útstöð skæðustu sprengjuþotu heims Norska fréttasíðan The Barents Observer segir þetta í fyrsta sinn sem norskar F-35 þotur hafi tekið þátt í heræfingu með B-2 sprengjuþotum. „Þetta var vissulega sérstakt augnablik. Flugmennirnir voru virkilega spenntir,“ segir Sigurd Tonning-Olsen, talsmaður norsku flugsveitarinnar, í samtali við Barents Observer. Hersingin yfir Íslandi. B-2 sprengjuþotur fremst og aftast ásamt norsku og bandarísku orustuþotunum.U.S. Air Force/Matthew Plew „Heimurinn býst við að NATO og Bandaríkin haldi áfram að framfylgja verkefni sínu með afgerandi hætti,“ segir bandaríski hershöfðinginn Jeff Harrigian, yfirmaður flughers Bandaríkjamanna í Evrópu og Afríku, og bætir við: „Verkefni sem þessi gefa okkur tækifæri til að fullvissa bandamenn okkar, og á sama tíma að senda skýr skilaboð til allra andstæðinga, um að hver sem áskorunin er, þá séum við tilbúin.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá komu B-2 til Keflavíkur síðastliðið sumar: NATO Norðurslóðir Keflavíkurflugvöllur Noregur Fréttir af flugi Varnarmál Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Tvær bandarískar B-2 sprengjuþotur tóku þátt í heræfingu yfir Íslandi og hafinu við landið í byrjun vikunnar ásamt bandarískum F-15 Eagle orustuþotum og norskum F-35 orustuþotum. Þoturnar voru í samflugi í tæpa klukkustund. Bandarísku þoturnar komu frá Fairford og Lakenheath-herflugvöllunum í Bretlandi, þar sem þær eru staðsettar tímabundið, en F-35 þoturnar tilheyra norsku flugsveitinni sem sinnt hefur loftrýmisgæslu frá Keflavíkurflugvelli frá því í febrúar. Sjá nánar hér: 130 manna norskt herlið og herþotur fyrir á sjötta tug milljarða sinna gæslu á Íslandi B-2 sprengjuþota leiðir oddaflugið. Bandarískar F-15 og norskar F-35 orustuþotur fylgja.U.S. Air Force/Matthew Plew Bandaríski fréttamiðillinn Business Insider vekur athygli á því að þetta sé í annað sinn í sögunni sem hinar torséðu B-2 sprengjuþotur komi til Íslands og að fyrra skiptið hafi verið fyrir aðeins hálfu ári. Aukin spenna í samskiptum NATO og Rússa hafi aukið áhugann á Norður-Atlantshafi og Norðurslóðum. Ísland liggi á milli þessara tveggja svæða og þetta nýjasta flug B-2 undirstriki hernaðarlegt mikilvægi landsins í augum hershöfðingja, en þotan er skæðasta kjarnorkuárásarþota heims og dýrasta flugvél sögunnar. Sjá meira hér: Skilgreina Keflavík sem útstöð skæðustu sprengjuþotu heims Norska fréttasíðan The Barents Observer segir þetta í fyrsta sinn sem norskar F-35 þotur hafi tekið þátt í heræfingu með B-2 sprengjuþotum. „Þetta var vissulega sérstakt augnablik. Flugmennirnir voru virkilega spenntir,“ segir Sigurd Tonning-Olsen, talsmaður norsku flugsveitarinnar, í samtali við Barents Observer. Hersingin yfir Íslandi. B-2 sprengjuþotur fremst og aftast ásamt norsku og bandarísku orustuþotunum.U.S. Air Force/Matthew Plew „Heimurinn býst við að NATO og Bandaríkin haldi áfram að framfylgja verkefni sínu með afgerandi hætti,“ segir bandaríski hershöfðinginn Jeff Harrigian, yfirmaður flughers Bandaríkjamanna í Evrópu og Afríku, og bætir við: „Verkefni sem þessi gefa okkur tækifæri til að fullvissa bandamenn okkar, og á sama tíma að senda skýr skilaboð til allra andstæðinga, um að hver sem áskorunin er, þá séum við tilbúin.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá komu B-2 til Keflavíkur síðastliðið sumar:
NATO Norðurslóðir Keflavíkurflugvöllur Noregur Fréttir af flugi Varnarmál Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira