Lilja: Erum mjög meðvituð um stöðu íþróttahreyfingarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2020 15:43 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Íslensk stjórnvöld eru ekki enn tilbúin að gefa út sérstaka aðgerðapakka vegna stöðunnar í íslensku íþróttalífi út af kórónuveirunni. Íþróttamálaráðherra segir samt að stjórnvöld séu í miklum sambandi við íslensku íþróttahreyfinguna. Lilja Alfreðsdóttir, íþróttamálaráðherra, var gestur Henrys Birgis Gunnarssonar og Kjartans Atla Kjartanssonar í þættinum í Sportið í dag á Stöð 2 Sport. „Við erum að setja saman aðgerðapakka í þessum töluðu orðum og við vitum að það eru erfiðleikar út um allt. Vonandi er staðan tímabundin en þetta er rosalegt högg meðan á þessu stendur og þetta tekur sinn tíma,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir í þættinum. „Ég hef alltaf talað fyrir því að það sé mjög mikilvægt að við myndum svokallaða efnahagslega loftbrú meðan á þessu ástandi varir. Þetta er heilbrigðisvá sem er orðin núna samfélagsvá og þá kemur ríkisvaldið og hið opinbera og tekur höndum saman til að ná utan um þá þætti samfélagsins sem skipta okkur verulegu máli,“ sagði Lilja. „Við höfum verið með samninga við íþróttahreyfinguna og vitum auðvitað að það eru mörg vandamál og við viljum að sjálfsögðu gera allt sem við getum til að koma til móts við þessa fordómalausu stöðu,“ sagði Lilja. Lilja var ekki tilbúin að gefa neitt út um aðgerðapakka í þættinum hjá Henry og Kjartani en hún segir að þessi aðgerðapakki sé á leiðinni. „Það er ekki búið að klára aðgerðapakkann en ég get sagt ykkur það að við eigum í mjög miklu samstarfi við íþrótta- og æskulífshreyfinguna. Við höfum verið að heyra í henni um hver nákvæmlega staðan er. Sama á við um menntakerfið og um menninguna,“ sagði Lilja. Hún gat því ekki sagt neitt um sértækar aðgerðir fyrir íþróttahreyfinguna eins og staðan er núna. „Ég get ekki sagt það á þessum tímapunkti því það á eftir að kynna aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar sem verður gert á allra næstu dögum. Við erum mjög meðvituð um stöðuna og við vitum að íþróttahreyfingin hefur staðið sig frábærlega og hefur gert það um áratuga skeið. Ég hef sagt það að það gleymist stundum að íþróttafélögin eru eldri en elstu stjórnmálaflokkarnir og hafa heldur betur lagt sitt af mörkum til að búa til þetta sterka samfélag okkar,“ sagði Lilja. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sportið í dag Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sjá meira
Íslensk stjórnvöld eru ekki enn tilbúin að gefa út sérstaka aðgerðapakka vegna stöðunnar í íslensku íþróttalífi út af kórónuveirunni. Íþróttamálaráðherra segir samt að stjórnvöld séu í miklum sambandi við íslensku íþróttahreyfinguna. Lilja Alfreðsdóttir, íþróttamálaráðherra, var gestur Henrys Birgis Gunnarssonar og Kjartans Atla Kjartanssonar í þættinum í Sportið í dag á Stöð 2 Sport. „Við erum að setja saman aðgerðapakka í þessum töluðu orðum og við vitum að það eru erfiðleikar út um allt. Vonandi er staðan tímabundin en þetta er rosalegt högg meðan á þessu stendur og þetta tekur sinn tíma,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir í þættinum. „Ég hef alltaf talað fyrir því að það sé mjög mikilvægt að við myndum svokallaða efnahagslega loftbrú meðan á þessu ástandi varir. Þetta er heilbrigðisvá sem er orðin núna samfélagsvá og þá kemur ríkisvaldið og hið opinbera og tekur höndum saman til að ná utan um þá þætti samfélagsins sem skipta okkur verulegu máli,“ sagði Lilja. „Við höfum verið með samninga við íþróttahreyfinguna og vitum auðvitað að það eru mörg vandamál og við viljum að sjálfsögðu gera allt sem við getum til að koma til móts við þessa fordómalausu stöðu,“ sagði Lilja. Lilja var ekki tilbúin að gefa neitt út um aðgerðapakka í þættinum hjá Henry og Kjartani en hún segir að þessi aðgerðapakki sé á leiðinni. „Það er ekki búið að klára aðgerðapakkann en ég get sagt ykkur það að við eigum í mjög miklu samstarfi við íþrótta- og æskulífshreyfinguna. Við höfum verið að heyra í henni um hver nákvæmlega staðan er. Sama á við um menntakerfið og um menninguna,“ sagði Lilja. Hún gat því ekki sagt neitt um sértækar aðgerðir fyrir íþróttahreyfinguna eins og staðan er núna. „Ég get ekki sagt það á þessum tímapunkti því það á eftir að kynna aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar sem verður gert á allra næstu dögum. Við erum mjög meðvituð um stöðuna og við vitum að íþróttahreyfingin hefur staðið sig frábærlega og hefur gert það um áratuga skeið. Ég hef sagt það að það gleymist stundum að íþróttafélögin eru eldri en elstu stjórnmálaflokkarnir og hafa heldur betur lagt sitt af mörkum til að búa til þetta sterka samfélag okkar,“ sagði Lilja.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sportið í dag Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sjá meira