Ráðleggja Manchester United mönnum að skoða leiki Frakka á HM 2018 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2020 14:00 Paul Pogba með heimsbikarinn sem hann vann með franska landsliðinu sumarið 2018. Getty/ David Ramos Miðja Manchester United gæti verið virkilega spennandi á næsta tímabili takist mönnum á Old Trafford að kveikja á Paul Pogba og fá hann til að vinna vel með nýju stjörnunni Bruno Fernandes. Bruno Fernandes hefur slegið í gegn á fyrstu mánuðum sínum hjá Manchester United og á sama tíma og Paul Pogba situr sem fastast á meiðslalistanum. Paul Pogba var á förum frá félaginu en það er komið eitthvað annað hljóð í kappann nú þegar hefur birt yfir öllu á Old Trafford eftir gott gengi að undanförnu. Verði Paul Pogba áfram er lykilatriði að hann nái sér aftur á strik og sýni meiri stöðugleika en hann hefur gert síðustu ár í búningi Manchester United. EXPLAINED: How Man Utd could learn from France's 2018 World Cup-winning team in order to fit Paul Pogba and Bruno Fernandes in the same side. The similarities are striking... but the problems might be the same. #SquawkaTalker— Squawka Football (@Squawka) March 19, 2020 Miðja með þá Paul Pogba og Bruno Fernandes hlýtur að vera spennandi kostur fyrir stuðningsmenn Manchester United. En hver á að vera aðalmaðurinn og hver á að taka af sér aukahlutverkið? Ekki geta þeir báðir verið í holunni og ekki er heldur gott að festa þá báða niður á miðjunni. Framtíðarmiðja Manchester United var umræðuefni í hlaðvarpsþætti Squawka og þar reyndu menn að svara spurningunni hvort að miðja með Pogba og Fernandes geti talist vera sú besta í ensku úrvalsdeildinni. Menn eru almennt bjartsýnir með sóknarleik Manchester United með þá Paul Pogba og Bruno Fernandes en hafa meiri áhyggjur af varnarleiknum og leikina á móti sterkari liðunum. Þar þyrfti möguleika að færa Bruno Fernandes enn framar á völlinn. Manchester United hefur ekki tapað leik með Bruno Fernandes innanborðs og Fred hefur vaxið mikið í sínu hlutverki að undanförnu. Þá er stærsta spurningin hvernig er hægt að koma Pogba inn í hlutina án þess að taka frá hinum. Hlaðvarpsmenn Squawka ráðleggja Manchester United mönnum meðal annars að horfa á leiki franska landsliðsins frá HM í Rússlandi 2018 og hvernig franska landsliðinu tókst að fá það besta frá Paul Pogba. Hjá franska liðinu er N'Golo Kanté náttúurlega gríðarlega mikilvægur til að vinna boltann inn á miðjunni. Hann spilar aftast á miðju franska liðsins. Þetta hlutverki gæti farið til manna eins og Fred, Scott McTominay og Nemanja Matić. Paul Pogba spilaði hægra megin við N'Golo Kanté sem er almennt ekki talin vera hans besta staða. Pogba var samt sannur leikstjórnandi franska liðsins en spilaði mun aftar en hann hefur gert hjá Manchester United. Pogba yrði áfram í því hlutverki sem kom svo vel út hjá United. Bruno Fernandes yrði þá í svipuðu hlutverki eins og Antoine Griezmann hjá franska landsliðinu á HM 2018 þar sem Griezmann skaut bæði oftast á markið og skapaði flest færi fyrir félaga sína. Hér fyrir neðan má heyra þessa fróðlegu umræðu um miðju Manchester United sem hefst eftir 45 mínútur. Enski boltinn Tengdar fréttir Pogba verður áfram á Old Trafford á næstu leiktíð Paul Pogba verður leikmaður Manchester United á næstu leiktíð ef marka má orð Ole Gunnar Solskjær, þjálfara liðsins, í gær. 13. mars 2020 15:00 Rio segir að United verði að fara taka ákvörðun varðandi Pogba Rio Ferdinand, fyrrum leikmaður Manchester United, segir að félagið þurfi að taka ákvörðun hvort að það ætli að halda Paul Pogba eða ekki. 6. mars 2020 12:30 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Sjá meira
Miðja Manchester United gæti verið virkilega spennandi á næsta tímabili takist mönnum á Old Trafford að kveikja á Paul Pogba og fá hann til að vinna vel með nýju stjörnunni Bruno Fernandes. Bruno Fernandes hefur slegið í gegn á fyrstu mánuðum sínum hjá Manchester United og á sama tíma og Paul Pogba situr sem fastast á meiðslalistanum. Paul Pogba var á förum frá félaginu en það er komið eitthvað annað hljóð í kappann nú þegar hefur birt yfir öllu á Old Trafford eftir gott gengi að undanförnu. Verði Paul Pogba áfram er lykilatriði að hann nái sér aftur á strik og sýni meiri stöðugleika en hann hefur gert síðustu ár í búningi Manchester United. EXPLAINED: How Man Utd could learn from France's 2018 World Cup-winning team in order to fit Paul Pogba and Bruno Fernandes in the same side. The similarities are striking... but the problems might be the same. #SquawkaTalker— Squawka Football (@Squawka) March 19, 2020 Miðja með þá Paul Pogba og Bruno Fernandes hlýtur að vera spennandi kostur fyrir stuðningsmenn Manchester United. En hver á að vera aðalmaðurinn og hver á að taka af sér aukahlutverkið? Ekki geta þeir báðir verið í holunni og ekki er heldur gott að festa þá báða niður á miðjunni. Framtíðarmiðja Manchester United var umræðuefni í hlaðvarpsþætti Squawka og þar reyndu menn að svara spurningunni hvort að miðja með Pogba og Fernandes geti talist vera sú besta í ensku úrvalsdeildinni. Menn eru almennt bjartsýnir með sóknarleik Manchester United með þá Paul Pogba og Bruno Fernandes en hafa meiri áhyggjur af varnarleiknum og leikina á móti sterkari liðunum. Þar þyrfti möguleika að færa Bruno Fernandes enn framar á völlinn. Manchester United hefur ekki tapað leik með Bruno Fernandes innanborðs og Fred hefur vaxið mikið í sínu hlutverki að undanförnu. Þá er stærsta spurningin hvernig er hægt að koma Pogba inn í hlutina án þess að taka frá hinum. Hlaðvarpsmenn Squawka ráðleggja Manchester United mönnum meðal annars að horfa á leiki franska landsliðsins frá HM í Rússlandi 2018 og hvernig franska landsliðinu tókst að fá það besta frá Paul Pogba. Hjá franska liðinu er N'Golo Kanté náttúurlega gríðarlega mikilvægur til að vinna boltann inn á miðjunni. Hann spilar aftast á miðju franska liðsins. Þetta hlutverki gæti farið til manna eins og Fred, Scott McTominay og Nemanja Matić. Paul Pogba spilaði hægra megin við N'Golo Kanté sem er almennt ekki talin vera hans besta staða. Pogba var samt sannur leikstjórnandi franska liðsins en spilaði mun aftar en hann hefur gert hjá Manchester United. Pogba yrði áfram í því hlutverki sem kom svo vel út hjá United. Bruno Fernandes yrði þá í svipuðu hlutverki eins og Antoine Griezmann hjá franska landsliðinu á HM 2018 þar sem Griezmann skaut bæði oftast á markið og skapaði flest færi fyrir félaga sína. Hér fyrir neðan má heyra þessa fróðlegu umræðu um miðju Manchester United sem hefst eftir 45 mínútur.
Enski boltinn Tengdar fréttir Pogba verður áfram á Old Trafford á næstu leiktíð Paul Pogba verður leikmaður Manchester United á næstu leiktíð ef marka má orð Ole Gunnar Solskjær, þjálfara liðsins, í gær. 13. mars 2020 15:00 Rio segir að United verði að fara taka ákvörðun varðandi Pogba Rio Ferdinand, fyrrum leikmaður Manchester United, segir að félagið þurfi að taka ákvörðun hvort að það ætli að halda Paul Pogba eða ekki. 6. mars 2020 12:30 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Sjá meira
Pogba verður áfram á Old Trafford á næstu leiktíð Paul Pogba verður leikmaður Manchester United á næstu leiktíð ef marka má orð Ole Gunnar Solskjær, þjálfara liðsins, í gær. 13. mars 2020 15:00
Rio segir að United verði að fara taka ákvörðun varðandi Pogba Rio Ferdinand, fyrrum leikmaður Manchester United, segir að félagið þurfi að taka ákvörðun hvort að það ætli að halda Paul Pogba eða ekki. 6. mars 2020 12:30