Stakkaborg lokuð í tvær vikur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. mars 2020 12:31 Þessi risaeðla var einmana í garðinum við Stakkaborg í hádeginu. Vísir/Vilhelm Tveir starfsmenn á leikskólanum Stakkaborg í Bólstaðahlið í Reykjavík eru veikir og hefur annar greinst með staðfest smit af kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Reiknað er með að leikskólanum verði lokað í tæpar tvær vikur vegna þessa eða til 30. mars. Jónína Einarsdóttir, leikskólastjóri á Stakkaborg, segir í tölvupósti til foreldra að smitið einskorðist við eina deild og auk þess börn sem voru á leikskólanum eftir klukkan 16:30 síðastliðinn föstudag. Um leið eiga önnur börn sem fengu póst frá skólanum í morgun, sem var áframsending frá Almannavörnum, að vera í sóttkví. „Við höfum öll áhyggjur, en munum að passa vel upp á alla í kringum okkur og sérstaklega þessi litlu börn sem eru ekki alveg að skilja aðstæður núna. Ég skil vel áhyggjurnar, við erum öll oft hrædd við það sem við þekkjum ekki og þessi veira er eitt af því,“ segir Jónína. „Það er talað um að einstaklingar geti smitað í 1-2 daga fyrir veikindi en þessi starfsmaður hefur ekki verið með börnum í leikskólanum síðan á föstudaginn í síðustu viku. Ég hvet ykkur sem hafið áhyggjur að leita upplýsinga á covid.is, fara í netspjall í gegnum heilsuveru eða heyra í ykkar heilsugæslulækni.“ Hún segist munu halda foreldrum upplýstum áfram en beðið sé niðurstöðu úr sýnatöku hjá hinum starfsmanninum en sá starfsmaður veiktist í lok mánudags. Því hafi engin börn verið á samvistum við starfsmanninn á þeim tímapunkti. Sá starfsmaður sem veiktist fyrr sé á góðum batavegi og virðist ætla að ganga hratt yfir. Nánari upplýsingar á heimasíðu Stakkaborgar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Tveir starfsmenn á leikskólanum Stakkaborg í Bólstaðahlið í Reykjavík eru veikir og hefur annar greinst með staðfest smit af kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Reiknað er með að leikskólanum verði lokað í tæpar tvær vikur vegna þessa eða til 30. mars. Jónína Einarsdóttir, leikskólastjóri á Stakkaborg, segir í tölvupósti til foreldra að smitið einskorðist við eina deild og auk þess börn sem voru á leikskólanum eftir klukkan 16:30 síðastliðinn föstudag. Um leið eiga önnur börn sem fengu póst frá skólanum í morgun, sem var áframsending frá Almannavörnum, að vera í sóttkví. „Við höfum öll áhyggjur, en munum að passa vel upp á alla í kringum okkur og sérstaklega þessi litlu börn sem eru ekki alveg að skilja aðstæður núna. Ég skil vel áhyggjurnar, við erum öll oft hrædd við það sem við þekkjum ekki og þessi veira er eitt af því,“ segir Jónína. „Það er talað um að einstaklingar geti smitað í 1-2 daga fyrir veikindi en þessi starfsmaður hefur ekki verið með börnum í leikskólanum síðan á föstudaginn í síðustu viku. Ég hvet ykkur sem hafið áhyggjur að leita upplýsinga á covid.is, fara í netspjall í gegnum heilsuveru eða heyra í ykkar heilsugæslulækni.“ Hún segist munu halda foreldrum upplýstum áfram en beðið sé niðurstöðu úr sýnatöku hjá hinum starfsmanninum en sá starfsmaður veiktist í lok mánudags. Því hafi engin börn verið á samvistum við starfsmanninn á þeim tímapunkti. Sá starfsmaður sem veiktist fyrr sé á góðum batavegi og virðist ætla að ganga hratt yfir. Nánari upplýsingar á heimasíðu Stakkaborgar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira