Heilbrigðiskerfi Ítalíu að kikna undan álagi Samúel Karl Ólason skrifar 18. mars 2020 11:16 Fjöldi sýktra heilbrigðisstarfsmanna er mjög hár í landinu eða hlutfallslega tvöfallt hærri en í Kína. AP/Luca Bruno Yfirvöld Ítalíu hafa ákveðið að fella niður lokapróf læknanema og útskrifa þá án þeirra. Aðgerðirnar ná yfir um tíu þúsund læknanema sem munu því útskrifast átta til níu mánuðum á undan áætlun. Markmiðið er að hjálpa heilbrigðiskerfi landsins sem er á kafi vegna nýju kórónuveirunnar en einnig hefur verið kallað eftir því að læknar á eftirlaunum snúi aftur til starfa. Um það bil þrjár vikur eru síðan krísan hófst á Ítalíu og á þeim tíma hafa sjúklingar bókstaflega hrannast upp. AP fréttaveitan ræddi við lækni í Brescia sem segir tómu húsnæði hafa verið breytt í gjörgæslu, þvottahúsi breytt í biðstofu og tjöld séu notuð til að greina sjúklinga. Náist ekki tök á ástandinu segir Sergio Cattaneo að heilbrigðiskerfi landsins, og þá sérstaklega norðurhluta þess, muni kikna undan álaginu. Cattaneo segir hraði útbreiðslu veirunnar hafa komið öllum á óvart og hana verði að stöðva. Um 2.500 hafa látið lífið á Ítalíu og rúmlega 31 þúsund smit hafa verið staðfest. Af þeim eru rúmlega 2.600 heilbrigðisstarfsmenn. Fjöldi sýktra heilbrigðisstarfsmanna er mjög hár í landinu eða hlutfallslega tvöfalt hærri en í Kína. Hér má sjá tíst frá forseta Gimbe Foundation á Ítalíu, sem eru samtök sem vinna að bótum á heilbrigðiskerfi landsins. Hann segir fjölda sýktra heilbrigðisstarfsmanna vera gífurlegt vandamál. #coronavirus: parliamo di un gravissimo problema.Il contagio degli operatori sanitari:- Sino a 11-3 non conoscevamo i numeri- Oggi sono 2.629 (8,3% dei casi totali)- Procedure e dispositivi protezione ancora inadeguatiPrendersi cura di chi si prende cura#COVID19italia pic.twitter.com/KfmCyRweiD— Nino Cartabellotta (@Cartabellotta) March 17, 2020 Samkvæmt frétt ítölsku fréttaveitunnar ANSA hefur AirBNB á Ítalíu boðið nýjum læknum og hjúkrunarfræðingum að finna tímabundið húsnæði að kostnaðarlaus. Ekki bara skortur á fólki Skortur á fólki er þó ekki eina vandamál heilbrigðiskerfis Ítalíu og jafnvel ekki einu sinni stærsta vandamálið. Þar er nefnilega mikill skortur hlífðarbúnaði og á öndunarvélum, eins og víða annars staðar í heiminum. Hingað til hefur um tíu prósent þeirra sem smitast þurft á innlögn á gjörgæslu að halda og þá sérstaklega vegna öndunarörðugleika. Yfirvöld Langbarðalands (Lombardy) vinna nú að því að byggja stærðarinnar bráðabirgðagjörgæslu í Mílan, þar sem á að koma fyrir 400 sjúklingum. Sérfræðingar og heilbrigðisstarfsmenn óttast þó að hvorki verði hægt að finna búnað eins og öndunarvélar fyrir sjúkrahúsið né manna það. Almannavarnir Ítalíu hafa gagnrýnt önnur ríki, þar sem hlífðarbúnaður eins og grímur og einnota hanskar er framleiddur, harðlega fyrir að stöðva útflutning slíkra vara til Ítalíu. Angelo Borrelli, yfirmaður Almannavarna Ítalíu, hefur sérstaklega nefnt Indland, Rússlands, Rúmeníu og Frakkland í því samhengi. Fangar á Ítalíu hafa þess vegna verið fengnir til að framleiða hlífðargrímur og er áætlað að þeir geti framleitt um tíu þúsund á dag. Bannað að reka fólk Ríkisstjórn Ítalíu hefur samþykkt 25 milljarða evra neyðarpakka sem ætlað er að styrkja stoðir heilbrigðiskerfis landsins og í senn styðja efnahag þess. Sergio Mattarella skrifaði undir lögin, sem kallast „Cura-Italia“, í morgun. Lögin fela meðal annars í sér aðgerðir sem snúa að skattaafslætti, frestun greiðslu opinberra gjalda, mataraðstoð fyrir fátæka og þá var kosningum á Ítalíu frestað fram á haust. Einnig verður fyrirtækjum meinað að reka fólk, án góðra ástæðna, næstu tvo mánuðina og foreldrar barna í skólum sem hefur veirð lokað fá aukið leyfi frá störfum, svo eitthvað sé nefnt. Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu reyndi að stappa stálinu í þjóðina í gær. Oggi stiamo affrontando una nuova prova. Difficilissima. Sono tanti gli italiani che in queste ore versano lacrime per la perdita di un familiare, che vivono l angoscia di un ricovero, la lontananza dei propri cari, la chiusura della propria attività, l incertezza del futuro.— Giuseppe Conte (@GiuseppeConteIT) March 17, 2020 Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Yfirvöld Ítalíu hafa ákveðið að fella niður lokapróf læknanema og útskrifa þá án þeirra. Aðgerðirnar ná yfir um tíu þúsund læknanema sem munu því útskrifast átta til níu mánuðum á undan áætlun. Markmiðið er að hjálpa heilbrigðiskerfi landsins sem er á kafi vegna nýju kórónuveirunnar en einnig hefur verið kallað eftir því að læknar á eftirlaunum snúi aftur til starfa. Um það bil þrjár vikur eru síðan krísan hófst á Ítalíu og á þeim tíma hafa sjúklingar bókstaflega hrannast upp. AP fréttaveitan ræddi við lækni í Brescia sem segir tómu húsnæði hafa verið breytt í gjörgæslu, þvottahúsi breytt í biðstofu og tjöld séu notuð til að greina sjúklinga. Náist ekki tök á ástandinu segir Sergio Cattaneo að heilbrigðiskerfi landsins, og þá sérstaklega norðurhluta þess, muni kikna undan álaginu. Cattaneo segir hraði útbreiðslu veirunnar hafa komið öllum á óvart og hana verði að stöðva. Um 2.500 hafa látið lífið á Ítalíu og rúmlega 31 þúsund smit hafa verið staðfest. Af þeim eru rúmlega 2.600 heilbrigðisstarfsmenn. Fjöldi sýktra heilbrigðisstarfsmanna er mjög hár í landinu eða hlutfallslega tvöfalt hærri en í Kína. Hér má sjá tíst frá forseta Gimbe Foundation á Ítalíu, sem eru samtök sem vinna að bótum á heilbrigðiskerfi landsins. Hann segir fjölda sýktra heilbrigðisstarfsmanna vera gífurlegt vandamál. #coronavirus: parliamo di un gravissimo problema.Il contagio degli operatori sanitari:- Sino a 11-3 non conoscevamo i numeri- Oggi sono 2.629 (8,3% dei casi totali)- Procedure e dispositivi protezione ancora inadeguatiPrendersi cura di chi si prende cura#COVID19italia pic.twitter.com/KfmCyRweiD— Nino Cartabellotta (@Cartabellotta) March 17, 2020 Samkvæmt frétt ítölsku fréttaveitunnar ANSA hefur AirBNB á Ítalíu boðið nýjum læknum og hjúkrunarfræðingum að finna tímabundið húsnæði að kostnaðarlaus. Ekki bara skortur á fólki Skortur á fólki er þó ekki eina vandamál heilbrigðiskerfis Ítalíu og jafnvel ekki einu sinni stærsta vandamálið. Þar er nefnilega mikill skortur hlífðarbúnaði og á öndunarvélum, eins og víða annars staðar í heiminum. Hingað til hefur um tíu prósent þeirra sem smitast þurft á innlögn á gjörgæslu að halda og þá sérstaklega vegna öndunarörðugleika. Yfirvöld Langbarðalands (Lombardy) vinna nú að því að byggja stærðarinnar bráðabirgðagjörgæslu í Mílan, þar sem á að koma fyrir 400 sjúklingum. Sérfræðingar og heilbrigðisstarfsmenn óttast þó að hvorki verði hægt að finna búnað eins og öndunarvélar fyrir sjúkrahúsið né manna það. Almannavarnir Ítalíu hafa gagnrýnt önnur ríki, þar sem hlífðarbúnaður eins og grímur og einnota hanskar er framleiddur, harðlega fyrir að stöðva útflutning slíkra vara til Ítalíu. Angelo Borrelli, yfirmaður Almannavarna Ítalíu, hefur sérstaklega nefnt Indland, Rússlands, Rúmeníu og Frakkland í því samhengi. Fangar á Ítalíu hafa þess vegna verið fengnir til að framleiða hlífðargrímur og er áætlað að þeir geti framleitt um tíu þúsund á dag. Bannað að reka fólk Ríkisstjórn Ítalíu hefur samþykkt 25 milljarða evra neyðarpakka sem ætlað er að styrkja stoðir heilbrigðiskerfis landsins og í senn styðja efnahag þess. Sergio Mattarella skrifaði undir lögin, sem kallast „Cura-Italia“, í morgun. Lögin fela meðal annars í sér aðgerðir sem snúa að skattaafslætti, frestun greiðslu opinberra gjalda, mataraðstoð fyrir fátæka og þá var kosningum á Ítalíu frestað fram á haust. Einnig verður fyrirtækjum meinað að reka fólk, án góðra ástæðna, næstu tvo mánuðina og foreldrar barna í skólum sem hefur veirð lokað fá aukið leyfi frá störfum, svo eitthvað sé nefnt. Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu reyndi að stappa stálinu í þjóðina í gær. Oggi stiamo affrontando una nuova prova. Difficilissima. Sono tanti gli italiani che in queste ore versano lacrime per la perdita di un familiare, che vivono l angoscia di un ricovero, la lontananza dei propri cari, la chiusura della propria attività, l incertezza del futuro.— Giuseppe Conte (@GiuseppeConteIT) March 17, 2020
Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira