Svandís heimilar ræktun iðnaðarhamps Atli Ísleifsson skrifar 18. apríl 2020 10:17 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir reglugerðarbreytinguna vera tímabundna. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur með breytingu á reglugerð gert innflutning, meðferð og vörslu fræja til ræktunar iðnaðarhamps mögulega. Í tilkynningu frá ráðuneytinu kemur fram að heimildin sé háð skilyrðum og takmörkunum svo tryggt sé að ekki verði fluttar inn eða ræktaðar plöntur sem innihalda vímuefnið THC í nýtanlegu magni, eða að hámarki 0,2 prósent. „Vaxandi áhugi er fyrir ræktun iðnaðarhamps hér á landi til að nota í ýmsum iðnaði, t.d. við framleiðslu húsgagna og sem byggingarefni en talið er að iðnaðarhampur geti komið í staðinn fyrir ýmis efni sem ógna umhverfinu, eins og t.d. plasts. Iðnaðarhampur er ein tegund kannabis en planta með því heiti er ýmsum kunn sem vímugjafi. Vímuvaldurinn í kannabis er virka innihaldsefnið THC sem auk þess að valda vímu er ávanabindandi. Iðnaðarhampur, þ.e. þau yrki kannabisplöntunar sem ræktuð eru til iðnaðarframleiðslu eru aftur á móti frábrugðin hefðbundnum yrkjum plöntunnar þar sem þau innihalda lítið sem ekkert af THC,“ segir í tilkynningunni. Tímabundin ráðstöfun Haft er eftir Svandísi að hún leggi áherslu á að reglugerðarbreytingin sé tímabundin ráðstöfun. „Ávana- og fíkniefnalöggjöfin hefur skýr markmið og tilgang sem fellur augljóslega að málefnasviðum heilbrigðisráðuneytisins. Það gerir sú ræktun sem hér um ræðir hins vegar ekki, að því gefnu að hún stangist ekki á við inntak og markmið þessara sömu laga“ segir ráðherra. Nauðsynlegt sé að skipa starfshóp til að koma þessum málum í farveg, ekki síst til að skýra lagagrundvöllinn og ábyrgð þeirra stofnana sem þurfa að koma að framkvæmdinni þegar kemur að leyfisveitingum og eftirliti með ræktun iðnaðarhamps. Nánar má lesa um málið á vef heilbrigðisráðuneytisins. Kannabis Fíkniefnavandinn Umhverfismál Heilbrigðismál Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Fleiri fréttir Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur með breytingu á reglugerð gert innflutning, meðferð og vörslu fræja til ræktunar iðnaðarhamps mögulega. Í tilkynningu frá ráðuneytinu kemur fram að heimildin sé háð skilyrðum og takmörkunum svo tryggt sé að ekki verði fluttar inn eða ræktaðar plöntur sem innihalda vímuefnið THC í nýtanlegu magni, eða að hámarki 0,2 prósent. „Vaxandi áhugi er fyrir ræktun iðnaðarhamps hér á landi til að nota í ýmsum iðnaði, t.d. við framleiðslu húsgagna og sem byggingarefni en talið er að iðnaðarhampur geti komið í staðinn fyrir ýmis efni sem ógna umhverfinu, eins og t.d. plasts. Iðnaðarhampur er ein tegund kannabis en planta með því heiti er ýmsum kunn sem vímugjafi. Vímuvaldurinn í kannabis er virka innihaldsefnið THC sem auk þess að valda vímu er ávanabindandi. Iðnaðarhampur, þ.e. þau yrki kannabisplöntunar sem ræktuð eru til iðnaðarframleiðslu eru aftur á móti frábrugðin hefðbundnum yrkjum plöntunnar þar sem þau innihalda lítið sem ekkert af THC,“ segir í tilkynningunni. Tímabundin ráðstöfun Haft er eftir Svandísi að hún leggi áherslu á að reglugerðarbreytingin sé tímabundin ráðstöfun. „Ávana- og fíkniefnalöggjöfin hefur skýr markmið og tilgang sem fellur augljóslega að málefnasviðum heilbrigðisráðuneytisins. Það gerir sú ræktun sem hér um ræðir hins vegar ekki, að því gefnu að hún stangist ekki á við inntak og markmið þessara sömu laga“ segir ráðherra. Nauðsynlegt sé að skipa starfshóp til að koma þessum málum í farveg, ekki síst til að skýra lagagrundvöllinn og ábyrgð þeirra stofnana sem þurfa að koma að framkvæmdinni þegar kemur að leyfisveitingum og eftirliti með ræktun iðnaðarhamps. Nánar má lesa um málið á vef heilbrigðisráðuneytisins.
Kannabis Fíkniefnavandinn Umhverfismál Heilbrigðismál Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Fleiri fréttir Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Sjá meira