Falsfréttin um Ráðhús Árborgar Tómas Ellert Tómasson skrifar 17. mars 2020 13:30 Sökum villandi fréttaflutnings sem oddviti sjálfstæðisflokksins í Árborg hratt af stað í viðtali við Fréttablaðið þann 27. febrúar sl. af framkvæmdum í Ráðhúsi Árborgar, tel ég mig knúinn til að leiðrétta þær staðreyndarvillur sem komu þar fram, til varnar starfsmönnum sveitarfélagsins. Falsfréttin Oddviti minnihluta sjálfstæðisflokksins í Árborg gerði blaðamanni Fréttablaðsins grikk með því að greina honum ekki rétt frá þeim framkvæmdum sem nú eiga sér stað innanhúss í Ráðhúsi Árborgar og varð tilefni forsíðufréttar blaðsins þann 27. febrúar sl. undir fyrirsögninni „Kostnaður fór langt fram úr áætlunum“. Oddvitinn fór þar frjálslega með staðreyndir og kynti undir sitt sjálfsprottna ófriðarbál með því að ýja að því við blaðamanninn að hér væri um að ræða sömu óráðsíuna og í borgarstjórn Reykjavíkur. Í kjölfarið fór fréttin á ljóshraða um alnetið og úr urðu hinar frumlegustu falsfréttir á velflestum vefmiðlum landsins. Frumlegasta útgáfan af falsfréttinni þann daginn kom þó frá RÚV, „Fimm milljóna viðgerð endar í 100 milljóna framkvæmdum“. Síðar sama dag ákvað svo óreynd fréttakona ríkissjónvarpsins að renna austur fyrir fjall með myndatökumann. Viðtali hennar við Gísla Halldór Halldórsson bæjarstjóra Árborgar var í kjölfarið snúið á hvolf og klippt út öll hans orð til leiðréttingar á kolrangri fyrirsögn á vef RÚV. Af undarlegum ástæðum var viðtalið þannig klippt og snúið að það sem eftir stóð var ný furðufyrirsögn á forsíðu RÚV, „Telur eðlilegt að framkvæmdin hafi farið fram úr áætlun.“ Það væri gaman að sjá viðtalið í heild sinni, því framkvæmdin, sem tengdist í sjálfu sér ekki umræddri viðgerð, hefur alls ekki farið fram úr áætlun. Réttfréttin Breytingarnar í Ráðhúsinu snúa ekki að því að skipta um gólfdúk á bókasafninu, fyrir fimm milljónir, heldur um að færa afgreiðslu Ráðhússins niður á jarðhæð með inngang á framhlið hússins og að bæta starfsaðstöðu starfsmanna á efri hæðum. Dúkurinn var allt önnur ákvörðun um viðhaldsaðgerðir í sama rými. Samþykkt fjárheimild breytinganna er 74 m.kr. og stendur verkið nú í um 60 m.kr., ekki í 100 m.kr.. Það hefur áður komið fram að ákvörðun um upphaf framkvæmdanna, sem var flýtt frá þeim áformum sem áður höfðu verið kynnt í bæjarstjórn, fór ekki sína réttu leið í stjórnkerfinu, það þrætir enginn fyrir það. Með falsfréttum er iðulega reynt að villa um fyrir fólki og afvegaleiða. Í þetta sinn varð til falsfrétt hjá fréttamönnum RÚV sem gleyptu við og stílfærðu sögu sem oddviti sjálfstæðisflokksins í Árborg spann við blaðamann Fréttablaðsins. Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg, varaformaður bæjarráðs og formaður eigna- og veitunefndar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Skipulag Tómas Ellert Tómasson Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Sökum villandi fréttaflutnings sem oddviti sjálfstæðisflokksins í Árborg hratt af stað í viðtali við Fréttablaðið þann 27. febrúar sl. af framkvæmdum í Ráðhúsi Árborgar, tel ég mig knúinn til að leiðrétta þær staðreyndarvillur sem komu þar fram, til varnar starfsmönnum sveitarfélagsins. Falsfréttin Oddviti minnihluta sjálfstæðisflokksins í Árborg gerði blaðamanni Fréttablaðsins grikk með því að greina honum ekki rétt frá þeim framkvæmdum sem nú eiga sér stað innanhúss í Ráðhúsi Árborgar og varð tilefni forsíðufréttar blaðsins þann 27. febrúar sl. undir fyrirsögninni „Kostnaður fór langt fram úr áætlunum“. Oddvitinn fór þar frjálslega með staðreyndir og kynti undir sitt sjálfsprottna ófriðarbál með því að ýja að því við blaðamanninn að hér væri um að ræða sömu óráðsíuna og í borgarstjórn Reykjavíkur. Í kjölfarið fór fréttin á ljóshraða um alnetið og úr urðu hinar frumlegustu falsfréttir á velflestum vefmiðlum landsins. Frumlegasta útgáfan af falsfréttinni þann daginn kom þó frá RÚV, „Fimm milljóna viðgerð endar í 100 milljóna framkvæmdum“. Síðar sama dag ákvað svo óreynd fréttakona ríkissjónvarpsins að renna austur fyrir fjall með myndatökumann. Viðtali hennar við Gísla Halldór Halldórsson bæjarstjóra Árborgar var í kjölfarið snúið á hvolf og klippt út öll hans orð til leiðréttingar á kolrangri fyrirsögn á vef RÚV. Af undarlegum ástæðum var viðtalið þannig klippt og snúið að það sem eftir stóð var ný furðufyrirsögn á forsíðu RÚV, „Telur eðlilegt að framkvæmdin hafi farið fram úr áætlun.“ Það væri gaman að sjá viðtalið í heild sinni, því framkvæmdin, sem tengdist í sjálfu sér ekki umræddri viðgerð, hefur alls ekki farið fram úr áætlun. Réttfréttin Breytingarnar í Ráðhúsinu snúa ekki að því að skipta um gólfdúk á bókasafninu, fyrir fimm milljónir, heldur um að færa afgreiðslu Ráðhússins niður á jarðhæð með inngang á framhlið hússins og að bæta starfsaðstöðu starfsmanna á efri hæðum. Dúkurinn var allt önnur ákvörðun um viðhaldsaðgerðir í sama rými. Samþykkt fjárheimild breytinganna er 74 m.kr. og stendur verkið nú í um 60 m.kr., ekki í 100 m.kr.. Það hefur áður komið fram að ákvörðun um upphaf framkvæmdanna, sem var flýtt frá þeim áformum sem áður höfðu verið kynnt í bæjarstjórn, fór ekki sína réttu leið í stjórnkerfinu, það þrætir enginn fyrir það. Með falsfréttum er iðulega reynt að villa um fyrir fólki og afvegaleiða. Í þetta sinn varð til falsfrétt hjá fréttamönnum RÚV sem gleyptu við og stílfærðu sögu sem oddviti sjálfstæðisflokksins í Árborg spann við blaðamann Fréttablaðsins. Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg, varaformaður bæjarráðs og formaður eigna- og veitunefndar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun